31.5.2011 | 12:04
Áskoranir
Markmið.
Innávið. Útivið!
Strengdi heit núna í maí. Það held ég nú.
Þetta verður "Hið Aktíva ÚtivistarSumar" á góðri íslen-d-sku!
Ha?
Hohaaah!!!
Hvað finnst ykkur um það? Átvalgið útþanið af eldmóð og sumarlegum metnað. Með trýnið svo þráðbeint upp í himinhvolfið að það fyllist af ösku med det samme.
Föðurlandsástarsperringur 2011.
Ekki nærbrókin þó... sem væri samt frekar fyndið svona þegar ég les þetta aftur yfir.
Föðurlandsást!
Eins gott að standa við stóru orðin.
- Hjóla/labba/skokka til að komast milli staða í staðinn fyrir að nota Aspasinn, er búin að spara 16.000 kr. bara núna í maí gott fólk!
- "Brennsla" í formi fjallaklifurs, labbitúra, hjólarúnta... þá meina ég langbrannslu dauðans á rassatæki/hlaupabretti/innitæki sem er svo grútmygluð að maður fær drep í heiladingulinn.
- Nýta sumarið og birtuna og hlýjuna... bwaahahaa, hlýjuna! Njóta þess að vera úti og hafa það notalegt. Brjóta upp rútínuna og nota hvíldardaga í labbitúra, bæjarrölt, skokk, Esjubrokk, hjólagleði, sund...
...hvað sem er í staðinn fyrir inniveru, rassaþjapp (langsetur) og sjónvarpsgláp!
Eða heiladingulsdrep.
Æfa úti. Labba úti. Borða úti... SOFA ÚTI...
...nei ok, ok. DJÓK. Óþarfi að verða manískari en amma andskotans. En, númer eitt, tvö og þrjú...
...vera úti!
*gleði*
Ég nota enn ræktarhús fyrir almenna rækt og lóðamyrðingar, Tabata og ketilbjöllur.
En það sem kallast gæti brennsla, sumarið 2011, verður í allskostar öðru formi en sorginni sem fylgir ískrandi ræktartæki.
Humlur, fuglasöngur, lækjaniður, rigningadropar, gróðurlykt, öldugangur og eitthvað meira stórkostlega dramatískt í staðinn fyrir ískrið.
Hver vill vera memm?
Sumarlegt Ísland, já takk!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hugleiðingar, Uppáhalds | Breytt s.d. kl. 12:21 | Facebook
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér. Úti er alveg málið. Stundum gleymir maður litlu hlutunum sem kæta.
Tek mér þig til fyrirmyndar. Ætla að nýta sumarið eins vel og ég get!
Magnað hvað þú hefur oft hitt á nákvæmlega rétt augnablik til að tala um eitthvað og gefa mér gott spark í rassinn í leiðinni. Snillingur. :)
Dísa (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 15:48
Ok, I'm sold, það er klárlega málið að vera sem mest úti í sumar :)
Ragnar (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 19:18
Sammála!! .... ætla að nota útiloftið til að safna freknum og ofurorku í kroppinn
Hulda (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.