30.5.2011 | 09:39
Umkringd snillingum
Fékk svo svaðalega góðar fréttir í dag. Ég er öll uppveðruð og fluffy í sálinni.
Hihiiiii
ok.. ok...
Þetta... er Erna... og litli Lallinn hennar
Erna er:
- besta vinkona mín
- tuðsvampurinn minn þegar ég þarf að rífast yfir, bæði, smá- og stórvægilegum hlutum
- bootcampf félagi extraordinaire og hefur, því tengt, borið átvaglið á bakinu upp brekkur
- mikil, mikil hvatning
- Lois
- alltaf til staðar
- allsvaðalega klárt eintak
- alltaf til í allskonar vitleysu
- lögfræðingur, eiginkona (lesist með mmmyeees), mamma, að æfa fyrir 5km hlaup
- allsvaðalegasti reddari sem fyrirfinnst á jörðinni. Þurfir þú hvíta brunaslöngu með fjólubláum, misstórum, doppum sem sprautar vanillubúðing, þá er hún manneskjan til að tala við.
- uppáhalds uppáhald
- verðandi dr. Erna!
- ... (þetta ku vera ofr. línan því punktarnir eru töluvert fleiri en fram koma hér)
- snillingur
Hún fær hrósið mitt í dag og hjemmelavet sushi, næstkomandi fimmtudag, fyrir einskæran brilljans og hamingju. Fékk ofurmasterslögfræðinámsstyrk í dag!!! Amen.
Geri aðrir betur. Ha...
Ojjj hvað ég á ofurklárt vinkvendi!
- 04:45 - Banana sjúfflé
- 05:00 - 50 mín hjólarúntur
- 06:00 - Rækt, bak og brjóst
- 06:50 - Hleðsla með kókos og súkkulaði - ágætis sull
Esjuveður? Já, ég held það barasta.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Uppáhalds, Vinir og fjölskylda, Ræktarstúss | Breytt s.d. kl. 11:58 | Facebook
Athugasemdir
Gott að vera vinkona þín, frábæra Ella
Hulda (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 10:02
Til hamingju með flotta vinkonu ;) En mundu - líkur sækir líkan heim og það þýðir að þú sért alveg jafn frábær!!
Gunnhildur (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 16:00
Banana sjúffle... ? Hvenær fáum við að sjá uppskrift af því ? :D
Tanja (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 16:12
Aww þúúú!! Hvað í ósköpunum er hægt að segja við svona sálarhlýju! Þú veist hvað mér finnst um þig. Hlakka mikið mikið til að hitta ykkur á fimmtudag! Mikið!
Erna (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 22:37
Hulda/Gunnhildur: Ouwwwww
Tanja: Um leið og það er el perfecto! Ég sætti mig við ansi margt til átu, þrátt fyrir möguleg hræðilegheit. Um leið og systir mín getur borðað eitthvað af því sem ég bý til, þá veit ég að það er bloggvænt ;D
Erna: Endalaust mikið stolt af þér my dear, búin að grobba mig við alla og ömmu þeirra hahh! Já! Verður mjöög gott að hitta ykkur, þetta sushi er líka með því betra let me tell you! Ohh yesh!
Elín Helga Egilsdóttir, 31.5.2011 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.