10.5.2011 | 07:35
Glóir sem gull
Bæði morgunhimininn klukkan 4:45 í morgun!
Sjááið hvað þetta er gullfallegt!
Og Gullbylgjan sem ákvað að spila þetta snilldarinnar lag!
"Sííímtólið teeeeek, taaala í þaaaaað, tiiiil þeeeess að seeeegja þér...."
Gullbylgjan er án efa mín uppáhalds ofurstöð - seventís og hamingja.
Ekki örvænta. Ég lofa, ég var að keyra, skipta um gíra, stýra og fylgjast með veginum. Ég hélt bara á myndavélinni. Aspasklukkan er líka korteri of fljót þessi elska. Hef ekki haft nennu, né vilja, til að breyta henni.
Því, þið vitið, það er svo svakalega tímafrekt og erfitt.
Talandi um aspas.
BWAAAHAHAHAHAHAAAAA.....
...sá þessa uppstillingu í Hagkaup í gær og froðufelldi úr hlátri. Uppvakninga-aspas gott fólk! Kominn til að ljóstillífa þig til ólífis!
Ég meina'ða. Ha. Hverskonar eiginlega framstilling er þetta hahaha. Hvers á aumingja aspasinn að gjalda?
"Fyrirgefðu, já, ég ætla að fá einn aspas. Bara einn. Þennan lengst til hægri undir þessum sem liggur á ská á móti ljósa aspasnum. Já, einmitt... ákkúrat þennan.
Ég fæ svo einn poka hjá þér líka"
Aaaaallavega...
Í gærkveldið ákvað ég að lifa hættulega og sjóða mér pott af "Steel Cut Oats". Jebb. Heilir hafrar sem búið er að splæsa niður í tvo eða þrjá hluta. Sumsé, mun minna unnir. Ekki þessir sem við þekkjum vanalega, þessir pressuðu. Onei, þessir láta þig vinna fyrir peningunum og neyða þig til að nota geiflurnar.
Og ómæ grautarinnar heilagur andi alls sem er áferðaperralegt og edorfínlosandi til átu... í þessu lífi og næsta.
EKKERT SVONA... dramatík, þá sérstaklega matardrama, er fullkomlega leyfileg fyrir klukkan 8 á morgnana.
En í fullri ofuralvöru, þá vara þetta svaða. Ég gerði svosum ekki mikið við gumsið annað en að blanda samanvið skyr (ofan í dollunni að sjálfsögðu), vanillu, kanil og bláber. Átti ekki torani. Vildi spara hafragrautsskreytarann eilítið og smakka þetta hreint og beint og haaaaaalalujah systir! Skóflaði þessu inn í ísskáp eftir samansuðu í gærkvöldi og hljóp frammúr í morgun til að smakka.
Tilbúin??
Ohm... ohm nohm nom
Já... takk... förer!
Þykkildi yfirtók alheiminn og áferðaperinn er búinn að vera að klappa mér á öxlina síðan áti lauk. Ég svoleiðis skar gumsið í tvennt gott fólk. Gleðin við að tyggja litlu hafraklumpana kollverpti efitirvæntingunni við átið, til hins betra, og eftir sat eitt, hamingjusamt, átvagl.
Nei, það verður ekki alveg jafn mikið úr þessu og pressuðum höfrum. Pressuðu dýrin verða meira deigó og skemmtilegir. Það væri eflaust hægt að sjóða þessa betur, meira, lengur og það kem ég til með að gera næst og sé hvaða snilld ég uppsker við það.
Ohm nohm nohm.
Hlakka mikið til næstu grautardaga. Það held ég nú.
Dagskráin í dag:
- 08:00 - Ommiletta
- 11:00 - Hádegisnart
- 12:00 - Tabata
- 13:30 - Hámark
- 15:30 - Án efa eitthvað ét sökum óviðráðanlegs síhungurs
- 18:00 - Kvöldmatur
- 19:00 - Þrekgrunnur að víkingaþreki
Ketilbjöllur, ólympískar lyftingar, blandaðar bardagaíþróttir, högg, spörk og annað álíka ofurspennó í kvöld.
Eeeeeeheeeeeeek hvað ég hlakka til!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hafragrautur | Breytt s.d. kl. 08:52 | Facebook
Athugasemdir
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST KERLING... BWAAAHAHAHAHAAA
Ég hló upphátt þegar ég las þetta. Snillingur.
Ófeigur (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 09:53
Sæl og takk fyrir frábært blogg :) Ég les það reglulega og nota uppskriftirnar þínar óspart!
En ég verð að segja þér þegar ég sé að þú ert að prófa hafrana, að ég fór í Kost um helgina og fékk prufu af einhverju "Mighty tasty hot cereal" Áferðin er svipuð og af þessum steel cut höfrum, en þetta eru brún hrísgrjón, maís, bókhveiti og eitthvað "sorghum" sem ég veit ekki hvað er. Bara fínt á bragðið og ágætis tilbreyting.
Sá að það var líka til alls konar, það er kominn alveg heill veggur af þessum ammrísku vörum, alls konar fræ og mjöl og korn og ég veit ekki hvað.
Bryndís (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 10:58
Ófeigur: Gott að þetta gleður :)
Bryndís: Já! Einmitt þar sem ég keypti þessar elskur. Getur líka fengið Chia fræ þar hræódýrt og hveitikím. Alger snilld!
Keypti líka 6 grain cereal, er ekki jafn hrifin af því, en ágætt að bæta 1 msk út í graut til að þykkja hann.
Áfram Kostur segi ég nú bara.
Elín Helga Egilsdóttir, 10.5.2011 kl. 11:10
uuuuuu, það er einhver feill í þessari dagskrá! Hvar er júróið kl 19? hu, HA, HUM??? Guðlast og þú ert ei sannur víkingur ef þú horfir ekki
Dossan (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 11:38
Þú hefur ekkert ætlað að gera tilraunir með svona aspas ( ekki bílinn þó) ? Er þetta ekki ofurhollt ...
Unnur (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 12:26
Díses djóns hvað ég tók skelfilegt garg-hláturskast af þessum aspas hrylling! Það þarf ekki mikið til að gleðja mann svona óstjórnanlega í prófalestrinum :)
Kristín Alda (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 22:10
Dossa: Víkingar hér forðum söfnuðust að sjálfsögðu saman yfir júróvisjón með mönnum ok öðrum, drukku mjöð úr hornum, átu lamb af beini og hvöttu Sjonnana áfram með bros á vör og vænu bardaga af keppni lokinni.
Unnur: Aspas er eðalfæða! Jú, aspastilraunir hafa stundum látið á sér kræla en ég er svoddan bytta, ofnsteiktur aspas er algerlega fullkominn! Og ég er græðgisátvagl og á einstaklega erfitt með að sjá á eftir einhverju þegar það mér þykir það súpergott. ;D Geri yfirleitt alltaf það sama :)
Kristín Alda: I know right?? Hver eiginlega stingur einu og einu aspashræi ofan í salthrúgu?? hahhh :D
Elín Helga Egilsdóttir, 11.5.2011 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.