9.5.2011 | 12:38
Brennildi og axlasperrur
Hver segir svo að það sé auðvelt að hjóla?
Mætti halda að ég væri steingervingur, hvað árafjölda varðar. Axlirnar kvarta, bakið kveinar, átvaglið kvartar. En þetta er jávkætt kvart engu að síður.
Hjólakaup 2011 hafa formlega verið sett í 5ta gír og ég geri fastlega ráð fyrir því að ungfrúin verði þrusandi eins og elding gott fólk... elding, um allra hverfa, og kvikinda, götur áður en þessi vika tekur enda.
Ég krosslegg hið minnsta fingur um að finna ágætis eintak til að súta núna í sumar.
Aldrei skal þó vanmeta íslenska sól, þó sjaldséð sé, og aldrei skal gleyma að setja sólarvörn á allsbera staði sem standa út í loftið og geifla sig framan í gula fíflið, eins og t.d. sköflunga!
Því bífusettið situr eftir með súra sköflungana, viðbrennda og frekar lamaða.
Sprikl í morgunsárið, eftir bananaát, og Hámarki heilsað eftir æfingu. Líkar vel við þann mjöð af einhverjum ástæðum. Ágætis át til að grípa í á hlaupum og handahlaupum.
Gvöðdómlegt salat í hádegismat. Vel þegið af skrokksins hálfu og í eftirrétt...
... snilldarinnar blanda!
Bæta við örlitlum súkkulaðibita og þið eruð með vinnings combó.
Já, ég borða kaffibaunir allsberar og beint upp úr pokanum.
Skyr, möndlur og með'í fyrirsjáanlegt í eftirmiðdaginn og guð einn veit hvað kveldið ber í skauti sér. Ef kvöld eru með skaut það er að segja. Ég sé samt grill. Það er það eina sem ég sé!
Annar sólardagur í uppsiglinu? Sólarvika? Mánuður...ir?
*gleði*
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.