Svigi inn í sviga

Það er alltaf eitthvað svo dónalegt við það að vera í fríi á "vinnudögum".

Dónalegt, en samt svo... notalegaofurfínt...

...ef þú veist hvað ég meina.

Æfingu dagsins smokrað inn í dagskrána, einhverstaðar á milli 10 og 14, því þá var ræktarhúsið opið. Allir, amma hans og Hallferður frænka voru í ræktinni í morgun. Froskahopp, mann við mann. Ég náði að rassa a.m.k. 5 bara á leiðinni niður stigann... og þá var ég ekki komin inn í salinn ennþá.

En ég lét mig hafa það.

Hefði eiginlega átt að taka almennilega æfingu úti bara. Veðrið er svoddan dásemd og krúttlegheit.

Eftiræfinguét. Risa... risastór skál af... kál.. i! Með dijon balsamic dressingu í bland við hunangsdreitil ásamt ofurskyri og möndlunum mínum.

Átvaglið speglast í skeiðinni sem aldrei fyrr.

Dressing in the makings

Grænt og gleðilegheit

Og til að sýna ykkur æfingar dagsins, þá er þetta ágætis dæmi um það hvernig ég set æfingarnar mínar upp.

Hvort tölvunarfræði komi þessu nokkuð við þori ég ekki að fullyrða.

Svigi inn í sviga

Segið svo að maður sé ekki smá "nörd" inn við beinið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það tók mig langan tíma að sjá nokkuð athugavert við þessa uppsetningu fyrir æfingarnar... langan tíma :)

Ragnar (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 12:59

2 identicon

Ella ef ég var ekki búin að spurja :D.... mig langar að vita hvar þú kaupir sætu skálarnar þinar og skeiðarnar :D Þú átt svo margar krúttlegar i lit... Langar að update-a hafragrautaskálina mina =] á bara eina..

Tanja (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 08:13

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ragnar: Heheh, þetta er eðalsystem ;)

Tanja: Jih, hér og þar. Þar sem ég rekst á þær og finn :) Ég er með skála- skeiðablæti á háu stigi. Langsamlega skemmtilegast að borða graut upp úr stórum bolla þó.

Elín Helga Egilsdóttir, 29.4.2011 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband