Spáum í þetta

Menningarleg með meiru í morgunkaffi niðr'í bæ!

Hvað eru mörg emm í því?

Kaffihúsamenning á Íslandi er hægt og bítandi að taka flugið. Svolítið gaman. Smá útlandafílíngur í því af einhverjum ástæðum.

Kaffibollinn í morgun talaði til mín. Ekki tungum eða hljóðum, heldur myndum. Veit ekki hvort hann hafi haft nokkuð merkilegt að segja blessaður.

Ópið!

opid

Mjög reiður svanur... eða önd...

...líka mús þarna í bollanum. Öndin ekki par hrifin af boðflennunni.

ond

Riddari!

Af hverju hann er svona alvarlegur á svipinn veit enginn, en... riddari, í alvöru? Eru þeir ekki svolítið ákveðnir á því? Hamingjusamur, kátur, síbrosandi riddari en nú svolítið út á ská, langleiðina suður, er það ekki?

riddari

vs.

Þessi er líka öllu pattaralegri. Minna Bootcamp, meira súkkulaði?

Músin hress á kanntinum.

riddaribros

Wilma?

wilma

Margskonar andlit!

andlit

Scenario 1 

"Þegar ég fer að gefa öndunum brauð kem ég til með að hitta margskonar fólk og konu, sem líkist Wilmu úr Flintstones hættulega mikið. Hún hefur þó ekki mikið til málanna að leggja. Ramba loks inn á skák mót, í námunda við Kolaportið, sem endar í skák-off, þar sem ég að sjálfsögðu vinn, og andstæðingurinn svo harmi sleginn að hann öskrar hástöfum, áhorfendum til mikillar skelfingar".

Scenario 2

"Að horfa á páskateiknimyndir, Flintstones til að vera nákvæm, kemst ég að því að einhver hefur borðað páskaeggið mitt. Í einskærum hræðilegheitum æpi ég "NEIIIIIIIIIIII", því það vita allir að nauðsynlegt er að borða páskaegg, um páska, yfir páskateiknimyndum, en næ þó að róa mig niður því ég veit að ég fæ páskaönd um kvöldið. Yfir daginn fer ég á hestbak með karli föður mínur þar sem við hittum á allskonar fólk sem gerir ekkert annað en að tala um ofurpáskaeggin sem þau átu yfir páskateiknimyndunum um morguninn, sem gerir mig að sjálfsögðu mjög frústreraða. Þar af leiðandi eru allar fígúrurnar frekar grimmar á svipinn!"

Hvað segir þetta mér? Í alvöru talað?

Ég held að æðri máttarvöld séu með svefngalsa. Sjáið þið það ekki fyrir ykkur?

"Ómægod.. ómægod... ók, hvað næst? Hihihi, setjum önd í bollan? Nei... setjum hest og... og... teiknimyndafígúru!! Setjum... seeetjuuum... setjum öskrandi manneskju... bwaahahahahaha".

En til að vera algerlega hreinskilin, þá er þetta líklegast allt í höfðinu á mér. Jebb, sjokkerandi... ekki satt?

Læt kaffispákonuhlutverkið eiga sig og held bara áfram að éta á mig gat, ég er að minnsta kosti á heimavelli þar!

kaffispakona

Tabata í hádeginu og svei mér þá ef ég tek ekki hressilega lyftingaræfingu í kvöld, fá blóðið á hreyfingu korter í páska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHA..æðisleg færsla :D

Kom mér til að brosa og hlæja..annað en lestur um bókmenntasögu frá 1950 til 2010.. Takk takk mikið takk og aftur takk ! :D

Tanja (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 13:25

2 identicon

Þú ert sjúklega skemmtileg manneskja. Synd að sóa svonalöguðu á blogg. Þú ættir bara að gefa út þitt eigið blað. Dettur nefnilega ekki í hug neitt nógu gott og skemmtilegt til að eiga þig skilið. Eða gerast spákona/ skemmtikraftur dæmi. Ég myndi sko fara til þín og láta þig spá Wilmum fyrir mér. Ég öfunda vinkonur þínar af því að hlusta reglulega á þetta himneska rugl þitt :(

fan (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 04:25

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Tanja: Ohhh hvað meinarðu? Bókmenntasaga frá 1950 er einmitt svo sjúklega fyndin... bara það eitt að hugsa um þetta tímabil fær mig til að flissa!! ;)

En gangi þér engu að síður vel að læra mín kæra.

Fan: Jemundur og jeremías... ég er orðlaus. Mikið er það nú fallegt af þér að segja svona.

Jah, öfundsvert og/eða ekki. Ætli þær fái ekki líka allt tuðið, kveinið og veinið beint í æð að auki ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 21.4.2011 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband