18.4.2011 | 10:15
Lóan er komin
Ég heyrði í henni áðan. Fyrsta Lóan mín þetta árið.
Lóan = sumar? Var það ekki annars? Sumar, sól, hiti, sól, sól, hiti... sumar, gras... Lóan gott fólk!!!
KOMM'OOOOOOOOOOON!!!
Hvað er að gerast eiginlega með þessa grautmygluðu veðráttu? Hvers eigum við lendingar íss að gjalda? Þetta er alveg til að gera mann gráhærðan og kiðfættan með meiru.
Jæja, við eigum heima á Íslandi. Það segir sig svolítið sjálft. Veðurguðirnir hafa dekrað aðeins of mikið við okkur síðustu ár, erum orðin ofalin-fordekruð hitabeltisdýr. Hvar er víkingablóðið... ha? Það vita náttúrulega allir að víkingar böðuðu sig uppúr snjósköflum, átu grýlukerti í hádegismat og prumpuðu hagli.
Horfum á björtu hliðarnar og hættum að væla, eða, ölluheldur, ungfrú... hættu að væla.
Done and done!
Hellirinn minn er loks að taka á sig mynd, guði sé lof og dýrð í hellafræðum og almennri tiltekt. Alveg sem það er ömmi ömurlegi að flytja og fara í gegnum allar þær draslskúffur sem á vegi verða. Þær fjölga sér gott fólk. Og nei, ekki nóg með að þær fjölgi sér heldur eru þær gæddar þeim magnaða eiginleika að neyða eiganda til að róta í sér... ef ske kynni að falinn fjarsjóður, síðan á miðöldum, sé fastur á milli kvittana, notaðra battería og penna.
Ég lét samt ekki undan, þó svo draslsafnarinn hið innra kallaði stíft. Lokaði augunum, dröslaði skúffunum, sem æptu og vein..tu?, upp að ruslatunnunni og sturtaði úr þeim svellköld, með steindautt draslaraskúffuhjarta, og hló svo illkvittnislega út í tómið að verknaði loknum!
"BWAAAAAHAHAHAHAAAAAAA....."
Manninum sem varð vitni að þessu athæfi, í daglega hundagöngutúrnum sínum, var ekki rótt því hann tók stóran sveig framhjá átvaglinu. HAHH.... ég vinn samt! Þó svo þessi litli "sigur" minn sé jafn eftirtektarverður, og merkilegur, og þegar fiðrildi fær gæsahúð.
Jæja, síðustu dagar samanteknir í myndum. Málið má hvíla sig héðanaf... nóg hef ég tuðað í dag.
Svona borðar flytjandi fólk.
Fallegt... ekki satt?
Ég heimsótti kokk í kokkaeldhús!
Fann hræódýrar möndlur + HRÆÓDÝR Chia fræ í Kosti!
Möndlur = 1.4 kg. tæp á 2300 krónur. Munar ekki nema 300 kalli, reynar, en engu að síður.
Sama stærð af CHIA pakka og er í heilsubúðum en kostnaður bara 1/4! 1200 kall fyrir 450 gr., sem er þónokkuð frábært miðað við 4000 kr.+ á öðrum stöðum.
Ahhh... gamli vin!
Og bara svo þið vitð, þá nota ég sveðjuna þarna í bakgrunn til að smyrja próteinbúðingnum á hrískökuna. Dugar ekkert minna.
Ég er mjög góð í að leggja.
Það er að sjálfsögðu best að keyra alveg inn í húsið... og fara svo út úr bílnum... ef ske kynni að það byrjaði að snjóa.
Snowflakes are falling on my head... dúbbídúbb!
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:37 | Facebook
Athugasemdir
Þegar fiðrildi fær gæsahúð !!!!!!!!!!!!?
Aahahaha :D Þú ert alveg milljón x)
Tanja (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 11:06
Aha...prumpa hagli er fyndnast í heimi!!
inam (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 11:58
hahah
Djöfull getur verið fyndið að lesa eftir þig. Skemmtilegur penni.
You make my day.
Takk fyrir mig.
Bjarni (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.