3.4.2011 | 20:25
Eitt stykki sunnudagur
Eðalveður. Eðal eðal veður!
Að frátöldum spágrautnum í morgun.
Klassísk kaffihúsaferð! Ahhh... sötra kaffi, teikna og slafra í sig, ekki svo hollum, hafraferning! Þessir hafragúbbar eru bara det beste som er með kaffisopa! Ég segi það satt.
Skyr... og viti menn. SKYR.IS!!
Ekki vanillu nei því vanillu skyr.is kallar fram öll þau hræðilegustu væmnisviðbrögð sem um getur í íslenskum skyrmenntum. Nei... melónu- og ástaraldin skyr.is! Snilldin einar mín kæru.
Smá munch með skyrinu!
Og svo. Til að toppa annars mjög svo léttskýjaðan eðalsunnudag.
Léttskýjaðasta kvöldmáltíðin!
Eggjahvítu + blómkálshræra pökkuð saman í kálblöð með slettu af dijon, tómat- og engifersneiðum.
Borðuð græðgislega.
Hjartalaga paprika fékk að vera með ásamt smávegis laukchutney!
Tómas var svo étinn ásamt tveimur sellerístilkum að auki við ofangreint. Græðgin var myndasmiðnum sterkari.
Já... ég fékk mér svo lúku af hnetukrumsinu sem þið sáuð í myndaflækjunni hér að ofan.
Það held ég nú.
Mikið sem ég elska svona daga.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
nammmm kálwrappið er mega girnilegt!!
En ég hef tvær spurningar!! :)
1) ef ég bý til alltof mikið af hafragraut um morguninn, og það er allskonar drasl í honum, rúslur, eggjahvítur, korn o.fl. Er í lagi að geyma afganginn inní ísskáp þangað til morguninn eftir og hita og snæða?
2) ég á riiiiisa brúsa af eggjahvítum. Ég kann að nota þær í ommilettu, hafragraut, eggjahræru og kjúllahrærigraut... er e-h fleira sem ég gæti gert við þær? :)
Takk fyrir frábæra síðu!!
kv. Rut
Rut R. (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 12:09
Nú verður þú að segja mér vinkona :D Hvernig myndavél notarðu í þessar fínu myndatökur þínar ? Þær eru svo rosalega flottar myndirnar :)
Tanja (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 22:33
Rut R:
1. Ég myndi segja það því jú, ég hef gert það sjálf. Ef einhver mælir því í mót endilega gapa. Mér hefur hið minnsta ekki orðið meint af hingað til ;)
Bý líka stundum til hafraklatta eða brauð eða eitthvað slíkt úr afgangs graut sem ég á.
2. Þú gætir notað þær í brauð, til að binda saman t.d. kartöfluklatta, sem fyllingu í "súpur", salöt (túnfisksalat, rækjusalat, laxasalat...), auðvitað bakað, búið til hálfgerðan rjóma (þeyta eggjahvítur með t.d. smá kotasælu eða jógúrti), andlitsmaska hahh :)
Tanja: Canon Powershot sd750. Eeeeldgömul þetta grey en uppáhalds uppáhald engu að síður. Hætt að framleiða þær meira að segja :(
Elín Helga Egilsdóttir, 7.4.2011 kl. 11:36
Taaaakkk!!! :)
og eitt en, er nauðsynlegt að hafa lyftiduft í hafrapönnsum?
Rut R. (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 12:44
Jah, þú getur prófað að sleppa lyftaranum í einum pönnsum og séð hvað gerist :)
Þær verða ekki alveg jafn flöffí og fínar.
Elín Helga Egilsdóttir, 13.4.2011 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.