1.4.2011 | 14:57
Speki dagsins í boði Yogi Tea
Ok... allt í lagi.
Samþykki þetta alveg. Svona næstum... eða jú, held ég samþykki þetta alveg.
en...
...EN...
...mér þyyyykir svo vænt um Kitchen Aidina mína og myndavélina og Aspasinn og stóru myndavélina og pressukaffikönnuna og kistilinn sem langafi átti og myndirnar sem afarnir máluðu handa mér og píanóið mitt og pönnukökupönnuna...
Kannski ég sé ekki nógu yfirskilvitslega þenkjandi á andlega sviðinu til að meðtaka þetta. Ætli meðtakandi þurfi að vera 179 ára, lítill krumpaður, Búddi sem heldur sér í jafnvægisstöðu upp á einmana fjallstind á litlu tánni einnisaman á meðan fjallageit, og einstaka örn, pota í viðkomandi þegar þau eiga leið hjá?
Kannski.
Fernt veit ég þó:
- Þetta te er snilldin einar.
- Ég kem til með að halda mig við veraldlegar uppáhaldseigur í augnablikinu.
- Ég kem líklegast til með að drekka te mér til ánægju næstu árin.
- Mun láta það alfarið eiga sig að fylgja tespeki dagsins (sem ég er nokkuð viss um að 179 ára ofurbuddamunkur sjái um að skrifa) amk næstu 152 árin...
...eða þar til ég næ að halda jafnvægi, í uppréttri stöðu, á litlu tá hægri fótar! Sem væri að sjálfsögðu ekkert nema magnað!
Þá myndi ég líka án alls efa gleyma tespekinni og skrá mig í sirkus með atriðið "Elín á einari..." þar sem ég framkvæmi allskonar trix á fyrrnefnum einari sem endar á tá-atriðinu mikla!
Í gvöðanna bænum ekki spyrja hvort ég hafi gleymt að taka pillurnar mínar í morgun gott fólk, það er föstudagur og á föstudögum er allt leyfilegt. Upp að vissum mörkum...
...og úr því þið viljið endilega fá að vita það, þá fann ég pillurnar ekki neinstaðar!
Adju og helgið ekki yfir ykkur mín kæru.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:59 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er hálf einmanalegt svona með enga athugasemd, velkomin aftur, var einmitt farinn að sakna þín :)
Ragnar (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 21:32
Hahh :)
Bestu þakkir fyrir það minn kæri.
Elín Helga Egilsdóttir, 3.4.2011 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.