Gulrótarkökugrautur

Reyndar engin kaka.

Bara.. gulrótargrautur. En, það hljómar svo, svo, ekki rétt.

Gulrótar-gratur! Gulrótar-köku-grautur! Þetta er hið minnsta grautur með gulrótarköku-innihaldsefnum.

Numero uno

Skelltu rót í blender!

Ég fékk töfrasprota í jólagjöf... elsk, elsk... elsk! Eeeelska hann blessaðan.

Gulrótarblender

RÖRA

Gulrótarkökugrautur í bígerð

Numero dos 

Um það bil 20 gr. hafrar í skál ásamt slatta af vanillu/heslihnetu torani og vatni, örbylgja í góða mínútu. Kannski 1,5 min. Bæta þá kúfuðum 3 tsk gulrótarrifrildi út í og hræra.

Gulrótargrautur

Numero tres 

Næst slást í leikinn um það bil 100 gr. af eggjahvítum og gumsinu hrært vel saman. Aftur inn í örbylgju, kannski mínútu. Taka þá út og bæta við kanil, múskati, negul og smá salti. Hræra vel.

Mest af kanil, næstmest af múskó og minnsta af negul - það er amk. það sem flýtur mínum bát.

Gulrótarkökugrautur í bígerð

Numero quatro 

Aftur inn í öbylgju, 1 - 2 mínútur eða þangað til "þurrt". Taka þá út og hræra upp, hella aukalegum jah, 20 gr. eggjahvítu útí og hræra saman þangað til vel blandað og mjúkt og fallegt og fiðrildi. Eggjahvítan eldast þegar hún er hrærð saman við sjóðandi heitt gumsið. Ég geri þetta til að fá svona eðalfína silkiáferð. Krydda meira ef vill.

Hafragrautsskraut

Blanda saman smá torani + skyri, ekki borða. Alls ekki borða takk, grauturinn á þetta skyr.

Framsetning - mjög mikilvægt fyrir bragð og gæði grautsins

Koma graut fallega fyrir í þartilgerðri gulri skál, sletta með skyri og skreyta með rest af rifrildi.

Borða strax eða ísskápa.

Ég ísskápaði.

Gulrótarkökugrautur

Gulrótarkökugrautur

Smakkast eins og gulrótarkaka. Ég segi það satt og lýg enganveginn. Skelfilega jákvætt átið sem átti sér stað í morgun og allsvaðaleg matarperviskan sem fylgdi í kjölfarið. Hægt að "betrumbæta" með t.d. smá púðursykri, hörfræjum og jafnvel chia. Ég tala nú ekki um muldar valhnetur.

...

Nei... ég ætla ekki að tala um þær!

Gulrótarkökugrautur.

Gulrótarkökugrautur

Gulrótarkökugrautur

Kominn til að vera þessi elska. Kominn til að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thessi lúkkar svadalega vel, verdur klárlega prófadur um helgina thegar ég er ekki of syfjud til ad leika mér med grautinn minn

Ella í Hollandi (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 09:36

2 identicon

Þú ert nú bara dásemdin ein, þegar þú ísskápar borðar þú hann þá kaldann eða ísskápar þú bara til að kæla aðeins ?

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 13:16

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

hvernig sem grauturinn er er orðaforðinn flottur he he he fín uppskrift !

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.1.2011 kl. 13:20

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ella: Hann var alveghreint eðalfínn. Svo alltaf hægt að leika sér með innihaldið. Setja t.d. bara 2 hvítur, stappa 1/2 banana... sleppa hvítum... kryddin og rótin eru aðalmálið. Eðalgott!

Vala: Þegar ég ísskápa þá bý ég hann yfirleitt til kveldinu áður og leyfi dýrinu að hvíla sig. Hann bíður svo eftir mér blessaður í morgunsárið - borðaður kaldur :) Alveg hægt að hita hann samt, er bara svo góður þegar hann hefur fengið að sitja og þykkna og *gleðihamingja*

Erla:

Elín Helga Egilsdóttir, 18.1.2011 kl. 13:37

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

ég er búin að vera að slurka þessum í mig í dágóðan tíma: http://blog.eyjan.is/ragganagli/2010/11/02/gulrotarkaka-eda-havregrød/

SAAAÆLLL... enginn svefn nóttina áður.... ENGINN!!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.1.2011 kl. 15:35

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Einmitt þaðan sem ég rændi og ruplaði! Graut er hægt að kreydda svoleiðis fram og afturábak til hliðar með smá snúning og voila "gulrótarkaka".

Þegar þig dreymir morgunmatinn þinn, í þessar 5 mínútur sem þú nærð að sofa sökum átspennings, þá hlýtur hann að vera góður.

Nema græðgisblætið sé svona svaðalegt...

Elín Helga Egilsdóttir, 19.1.2011 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband