Á meðan ég man...

...þá innihélt þetta hið minnsta hvítkál, lauk, hvítlauk, papriku, sellerí, tómat, balsamic edik, dijon sinnep, sojasósu, pipar, karrý, KANIL, múskat, chilli, kotasælu og egg ásamt eggjahvítukrumsi og örugglega einhverju öðru dularfullu kryddi!

Balsamiksteikt grænmeti með eggjahvítuhræru og heslihnetum!

Balsamiksteikt grænmeti með eggjavítum og heslihnetum

Í hverskonar hlutföllum hef ég ekki grænan guðmund eða fjólubláan fettmúla.

Var það gott?

Balsamiksteikt grænmeti með eggjavítum og heslihnetum

Jebb. Mjög mjög gott.

Mjög... gott. Og það er búið :(

Balsamiksteikt grænmeti með eggjavítum og heslihnetum

Undirrituð er kannski ekki alveg jafn minnug og hana grunti!

EN

Þetta er fínt á kreppumatseðilinn... ekki satt?

Grænmeti sem þú finnur inn í ísskáp, skorið í smátt. Steikja lauk, hvítlauk og sellerí uppúr smá olíu þangað til meyrt, þá bæta við kryddum. Steikja þangað til vel ilmandi, hella þá balsamic + soja við, malla eilítið og þá gúlla rest af gleðimeti samanvið. Bæta eilitlu vatni við. Hræra, malla, bæta við dijon og kotasælu, diska, eggja, hneta, borða!

Eða, í mínu tilfelli -> mynda, borða.

Takk annars fyrir mig. Þetta var ánægjulega gleðilegt með marakósku ívafi í bland við allan fj...

...geypilegur kokkur sem ég er. Hmm hmm!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband