Ég græt af gleði

"Af hverju?" gætir þú spurt sjálfa(n) þig.

Af hverju?

Hví?

Jah. Það er pottþétt ekki út af þessu kjúklingasalati sem ég fékk á Ruby Tuesday í gær.

Kjúklingasalat á Ruby

Pottþétt ekki út af þessu kjúklingasalati sem ég bað sérstaklega um að allt meðlæti, með læti, yrði sett í lítil krúttaraleg ílát svo það væri nú ekki að flækjast fyrir mér, eins og hræðilega illa steikta beikonið og sósan sem var sætari er allt sem er sætt sætt.

Pottþétt ekki út af þessu yndislega fjalli af pekanhnetum sem stóð ekki neinstaðar á matseðli að búið væri að sykra.

Sem er svosum ekki alslæmt. Eða... ekkert slæmt. 

Enda át ég þær. 

Ekki allar.

Næstum allar.

Af hverju sykra fullkomlega æðislegar ristaðar pekanhnetur? Pfff!

sykraðar pecan - sviiiindl

Ég gæti mögulega hafa grátið af gleði eftir að hafa útbúið þetta listaverk úr salatafgöngum ásamt dyggri aðstoð frá Sölva. Hann lét af hendi tvær fröllur í gjörninginn.

We call him Bob.

bannað að leika með matinn

Mögulega... grátið. 

Svei þér kerlingarálka. Bannað að leika með matinn. Hvernig varstu alin upp? Áttu heima í helli? Hvað ertu gömul?

  1. Ég var alin upp af eðal hrossabjúgum takk. 
  2. Ég á heima í Gúmmulaðihelli já.
  3. Ég er 26 ára. Verð 27 ára eftir tæpan mánuð.

Gráta af gleði?

Ég grét þó pottþétt af gleði um 5 leitið í morgun. Þegar ég opnaði ísskápinn og sá...

Einn einfaldur kaffi

... EINN, EINFALDAN, 'búinn til kvöldinu áður-KAFFI'! Óguð!!!

Dustaður með kanil, kakó og jú, smá meira kaffi.

Einn einfaldur kaffi

Sjáið... það er hægt að sker'ann! Gamli áferðaglaði vin!

Það gæti mögulega hafa slæðst skyr með í fyrstu 5 bitunum. Dæmi hver fyrir sig.

Einn einfaldur kaffi - skorinn

nohm nohm *grát* nohm  *grát*

OG

Nýtt Karvelio plan í næstu viku!!! Hihiiiii.... *grát*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff legg ekki lengur í salötin á þessum stöðum, búin að sjá of oft eftir því sem pantað er :( Mæli einnig með að þú prófir ginger-staðinn, vá hvað það er mitt nýja uppáhalds, vefjurnar eru æði.

Alltaf jafngaman að lesa frá þér - keep up the good work, klárlega inspírandi fyrir okkur hin!

R (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 11:36

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Neih, enda eru þessi "kjúklingasalöt" nákvæmlega það sem sést hér að ofan. Iceberg, tómatbitar og búið. Alveg einstaklega óspennandi og ekkert varið í.

Kjúklingur klikkar þó seint og þetta var ágætt ét en enganveginn í samræmi við verð hahh!

Ginger you say!! Nú er ég forvitin... hef ekki heyrt af þessum stað. Best að googla!

Elín Helga Egilsdóttir, 14.1.2011 kl. 12:38

3 identicon

Verður vonandi ekki svikin :) Einn af fáum stöðum þar sem ég hef actually fengið á tilfinninguna að ég hafi fengið vöruna sem er á auglýsingunum/myndunum.

R (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 13:13

4 identicon

er til nákvæm, idiot proof uppskrift af kaffigrautnum hérna á síðunni?

Væri alveg til í að vera við það að gráta af gleði þegar ég sé hafragrautinn minn á morgnanna:D

Helena (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 13:43

5 identicon

borðaru grautinn kaldan eða hitaru hann upp þegar þú gerir hann svona kvöldinu áður ??

billa (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 18:44

6 identicon

Haha ég er alveg sammála - Er til idiot proof uppskrift af þessum graut? : )

Helga (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 21:05

7 identicon

Ég minni stranglega á pönnukökuandlit æsku þinnar og rjómasprautuskeggin og vínber græn og smá í nasir sem líta út eins og krúttaralegar grænar horkúlur when in place:Þ. Svo var spaghettirastahár afar vinsælt á tímabili en þá varstu nú bara peð!

gamlamamma hrossabjúga (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 13:02

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sendu mér meil með infó kelling.... Ég skal senda þér link á Ginger á fésinu, það eru ALLIR og amma þeirra að tala um þennan stað. Nonni einkaþjálfari í WC var að opna hann sl. haust.

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.1.2011 kl. 15:08

9 identicon

Ég ætlaði að gera eplaköku pecan uppskriftina þína :D ! En ég finn hvergi eplamauk ? Er það ekki annars ósætað ? Veit einhver hvar maður fær ósætað eplamauk ? :s

Tanja Mist (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 15:31

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

R: Jááá, ég hlakka mikið til að prófa þetta!

Helena/Helga: Það er ein á uppskriftasíðunni minni en hann varierar blessaður eftir dögum. Ég skal henda inn nákvæmum ofurleiðbeiningum næst þegar ég bý til hinn "fullkomna" kaffigraut. :)

Billa: Ég borðann nú yfirleitt bara kaldan. Ægilega fínn svoleiðis, búinn að þykkna helling og allur eitthvað dásamlega deigó. Alveg hægt að hita hann upp að sjálfsögðu.

Múmfey: Hahh! Pönnsufés og vínberjahor - I like!

Ragga: Jasoh! Einkaþjálfaramatur. Þarf að fara að tékk'áessu. Og já, meil is in order.

Tanja Mist: Ég fann mitt mauk barasta í Hagkaup, stórri krukku. Ósætað þar. :)

Elín Helga Egilsdóttir, 18.1.2011 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband