Spurningum svarað

Kannski kjánaleg spurning, en ertu ekkert hrædd við að "fitna" aftur eða detta í sama farið?

Enganvegin kjánaleg spurning og á fullkominn rétt á sér!

Alltaf aftast í kollinum. Ruslakistan blessuð ásækir heilabúið og vitundina eins og skugginn og stundum fæ ég "Hóólí hell það er að koma aftur - best að brenna" tilfinninguna í heiladingulinn. Reyni þó eftir bestu að halda barasta ró minni og anda í bréfpoka eða einbeita mér að því að fyrirlíta tær almennt.

Wink

Eins og ég hef þó sagt, ég var kannski ekki í alslæmum málum fyrir, og ég vil meina að ég hafi náð að grípa í rassinn á Nóakropps-líferninu í fyrra laginu, en jú, þetta er alltaf aftast í kollinum. Ég er líka ein af þeim sem bókstaflega "má ekki" borða allt sem fyrir augum ber því ég bæti mjög hratt á mig auka mör og hamingju.

Nóakropp og dökkar súkkulaðirúslur

Systir mín sem dæmi, er slanga af guðs náð. Hún getur borðað hvaða hroðbjóð sem er án þess svo mikið sem blása úr nös eða... blása út. Ef ég gerði slíkt hið sama, án þess að hreyfa mig, þá kæmi ég til með að "stækka" heldur hratt :)

Ég er hið minnsta ein af þeim sem virkilega þarf að hafa fyrir því að halda mér á góðu róli, veit líka af því og er því nokkuð hress með að hafa náð á þennan stað sem ég er í dag, þó sérstaklega hvað t.d. matarræði varðar. Er búin að halda mér á þessum stað í rúmt ár.

Nú veist þú hvernig þú átt að "hegða" þér, hvað er rétt og hvað er rangt. Gerir þú einhverntíman eitthvað sem ekki myndi teljast "rétt"?

Gott dæmi er t.d. eftir ofurát. Massíft ofurát, þá helst þessi sem eru "óplönuð". Þó svo ég viti að það geri í sjálfu sér lítið gagn að drattast á brettinu/stigavélinni, 40 mín á dag næstu 2 vikurnar, þá langar mig óstjórnlega að láta það eftir mér. Líka það, að éta á sig gat einn daginn, og borða samt 6 máltíðir daginn eftir. Á það alveg til að hugsa "nei andskotinn, ég át um það bil 8000 kaloríur í gær, reynum að slaka á í dag".

Í svona tilfellum er ágætt að slökkva bara á heilanum og fara eftir plani. Jújú, ég hef alveg tekið brennslupakkann á þetta eftir að ég "sá ljósið", get ekki neitað því. Er þó yfirleitt snögg að snúa mig út úr því og halda venjulegu rútínunni áfram. En það tók smá tíma, viðurkenni það líka, að láta undan því sem í raun er "rétt" fyrir því sem þú telur að sé betra. :)

Einhver hreyfing mín kæru er samt betri en engin! Ég er alls... ekki... að setja út á það!

Þykja þér einhverjar æfingar leiðinlegar, eða leiðinlegri en aðrar?

Ein leiðinlegasta æfing sem ég geri er dauðaganga/framstig. Ég fæ grænar, gubba pínkulítið upp í mig og upplifi almenn, allsherjar ömurlegheit og satan.

  1. Satt - allt sem er "erfitt" er "leiðinlegt" og farmstig/uppstig/dauðaganga er svo sannarlega erfitt með tilheyrandi blóðbragði í hálsinn ef vel er á því tekið.
  2. Þegar ANNAR fóturinn er búinn, þá er HINN eftir. Tvöfalt... tvöfaldur tími. Ughh! *dauði**leti**sjálfsvorkunn*

En manni líður alltaf jafn ógeðslega vel þegar þetta er yfirstaðið! Sérstaklega þegar rass-sperrurnar daginn eftir byrja að pína þig.

Rass... kúlurass!

Er gaman að eiga Aspas?

Um tvo bíla að velja. Svartan og Aspasinn.

  • Pabbúla: Jæja, svipaðir bílar, hvort viltu?
  • Átvaglið: Grænan
  • Pabbúla: Elín?
  • Átvaglið: Grænan.
  • Pabbúla: Elín, í alvöru..
  • Elín: Grænan.
  • Pabbúla: Þið eigið hvort annað skilið.

Aspasinn minn

Vigtar þú þig reglulega, mælir og tekur fitu %?

Ég stíg á vigt kannski 1 - 2 í mánuði fyrir forvitnisskir. Hef ekki ummáls mælt mig í hálft ár eða tekið stöðu á % tölunni minni. Núna er ég svolítið að spila hreyfinguna mína eftir eyranu. Hef sett mér nokkur markmið í formi æfinga, ekki endilega að komast niður fyrir x kíló/ fitu%. Ef buxurnar fara að þrengjast óeðlilega mikið þá borða ég aðeins "minna". Ef þær víkka óeðlilega mikið þá borða ég meira. Það er, ef ég er eitthvað hvumpin í eigin skinni.

Langar helst að ná markmiðunum mínum fyrir næstu jól og halda jafnt og þétt áfram. Líður vel í eigin leðri þessa stundina og ætla mér að viðhalda því formi sem ég er í, og þá er ég ekki endilega að meira "útlits" formi.

Markmiðin eru meðal annars:

  • 10 dauðar upphífur
  • 15 hnébeygjur á einari, á báðum
  • 5 armbeygjur á einari, á báðum
  • 20 fullkomnar barbell complex með 25kg, samfleytt
  • 20 fullkomnar concept róðravéla maga/bak æfingar
  • 30 fullkomnir froskar með hoppi, samfleytt
  • 100 armbeygjur

Hefurðu alltaf verið íþrótta álfur? Varstu mikið í íþróttum sem krakki?

Aldrei!

Eða... kannski ekki aldrei. Var í jazzballet í nokkur ár. Annað en það ekki neitt. Hef aldrei verið neitt sérstakleg íþróttalega sinnuð og hélt í alvöru talað að ég myndi aldrei verða það. Ein af þeim sem fékk alltaf 7 eða minna í íþróttum...

...þangað til þeir ákvaðu að breyta þessu blessaðir og gefa einkunn eftir mætingu, ekki eftir því hver gæti kastað bolta, úr 5 metra fjarlægð, á milli tveggja stanga sem voru 20 cm. frá hvor annarri!

Nei... ég er ekkert bitur.

Kom svo sannarlega annað á daginn :)

Datt ekki í hug að ég myndi nokkurntíman ná því að taka svo mikið sem eina armbeygju eða hlaupa samfleytt í 30 mín. Ná því í raun að massa mig upp, antilópast, tónast, mjókkast, matarræðast, vakna klukkan 6 til að ræktast... ast ast... bara... hvað sem er. Þetta er því mikill sigur og geypilegt afrek að mínu mati í mínum eigin íþróttaálfs kladda.

Stórgott.

Áttu "feituföt"? Þú veist. Föt sem þú átt á legar ef ske kynni að þú ætir pizzu í öll mál í heilan mánuð? Varaföt?

Vildi óska að ég gæti sagt nei. En ég get það ekki.

Ójá. Ég á feitubuxur.

Gerði samt nokkuð magnað um daginn og gaf öll "feitufötin" mín. Það tók á. Ég segi það satt. Föt í dag eru fok-andsk. dýr og ef ég þarf að fara að byrgja mig upp af nýjum flíkum sökum ofáts þá eru mér allar bjargir bannaðar.

Ég "neyðist" því til að halda mig á beinu brautinni! Svona... þannig ;)

Jú, ég á því EITT SETT (hoho, eitt sett) af varaflíkum ef ske kynni að alheilagur pizzaandinn smokraði sér inn í systemið og æpti "SVEPP OG PEPP OG XTRA OST" endurtekið!

Eldbökuð pizza með rjómaosti, kjúlla, jalapeno, lauk, papriku og oregano

Hvað er uppáhalds svindlið þitt?

Óguð. Stress. Hvernig er hægt að velja?

Stress stress stress!

EN því subbulegra, því betra, og subbulegt í minni bók er allt sem er sveitt!

Pönnsur, kökur, jólaönd, eplakrums, nautasteik - allt gott og blessað en í subbulegum ítroðslu-svindl-dögum er ekkert sem blivar nema "quick and dirty" og pönnsur eru dæmi um eitthvað sem skal njóóta.

ÞANNIG AÐ

Matarkyns:

  • KOLVETNI OG BRÁÐINN OSTUR - deadly duo. Svindlblætið mitt.

Eiginlega sama í hvaða formi þetta tvennt er. Ostur og kolvetni er bara combó sem getur ekki klikkað í minni bók og bráðinn ostur gott fólk... dont even go there!

  • Bolognese með miiikið af osti ofaná.
  • Lasagna!
  • KARTÖFLUGRATÍN!! óguð... ég dey!
  • Doritos kjúklingur 
  • Sveitt, djúsí ostapasta með hvítlauksbrauði á kanntinum!
  • Pizza, pizza, pizza og pizza.
  • Ostafondú!
  • Risastór BLT samloka, ristuð, með beikoni/eggi/camembert (og mikið af honum).
  • Panini!!!
  • Bráðinn Camembert með sultu/hunangi á milli og valhnetum + ritz!
  • Doritos með ostasósu. Bíó-Doritos! Láta flögurnar liggja í ostasósunni svo þær verði mjúkar og ógeðslegar og löðrandi í ógleðinni! Oghhh!
  • Risastór nachoskammtur stútfullur af sósudrulli og bráðnum osti ofaná.

Doritos kjúlli

Ofnbakað Ziti

Nammikyns:

  • Nóakropp/Nóapopp = súkkulaði, knús og kram
  • Fylltar appololakkrísreimar
  • Ís - rjómi - vanilla vanilla vanilla
  • Eitthvað sem inniheldur karamellu, rjómakennt vanillublandað saltbragð og hamingja
  • Hunangsristaðar, sykurhúðaðar, súkkulaðihúðaðar, hvernig sem er hnetur

Kropp og fylltar lakkrísreimar

Nammidags bragðarefur 

Er með nokkrar svona spurningar á lager og kem til með að pósta í og með, með leyfi sendanda að sjálfsögðu. Gaman að þessu Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Naaammmiiii þessar myndir ! Ertu að reyna að henda lesendum þínum útaf réttu hreinu brautinni kona :D Haha ! Þumlana upp fyrir bragðarefinn þarna í lokinn..jú og pizzunni...og Lasagnanu..og allt ostagums ! *slef*

En mig langaði að spurja þig að einu, sem þú kemur hinsvegar ekki til með að svara í bloggi heldur vonandi bara hér fyrir neðan :D Hvert er mailið þitt ef ég skyldi einhverntíman kruma á einhverjum gómsætum spurningum sem ég kysi að hafa ó..nafn...greindar ? =]

Tanja Mist (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 16:59

2 identicon

Vú hú - gaman að þessu - bíð eftir fleiri sp & sv :)

Unnur (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 19:06

3 identicon

Úúú endilega skelltu inn lasagne uppskriftinni þinni :)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 20:30

4 identicon

En skemmtilegt!!! :)

Rut R. (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 22:34

5 identicon

úff kannast við ostaveikina :/ annars frábær pistill as usual :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 00:29

6 identicon

Fyrir forvitna hvað er "20 fullkomnar barbell complex", er það skilgreind röð af æfingum með handlóð ?

Annars líst mér rosavel á listann yfir takmörkin þín og get sagt þér að 100 armbeygjur er vel yfirstíganlegt - bara spurning umað hamast nóg á hverjum degi ;-) Mitt takmark núna er að ná 100stk  í 5 settum bak í bak. Verður alltaf að hafa eitthvað til að dunda við.

Er annars mikill lesari á blogginu þínu - gaman að fylgjast með. Þú ert innblástur

Steinunn (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 09:22

7 identicon

Snilldar listi. Þú getur prófað hundredpushups.com, ég veit ekki hvort það virkar en læt þig vita eftir nokkrar vikur :)

Ragnar (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 11:28

8 identicon

ein spurning til viðbótar - hvað er "puffed wheat" ég ætlaði að fara að gera granola bar úr uppskriftunum þínum en finn þetta ekki?

Lísa (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 09:31

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Tanja Mist: haha ójá.. my devious plan!  Ég er að reyna að koma íslandi í fyrsta sæti yfir feitustu þjóðir í alheiminum!

En jú, kunigung hjá gémeil púnktúr kommon takk fyrir ;)

Hrafnhildur: Ahh.. ef þú átt við neðri myndina þá er það ofnbakað ziti.

Svona þegar ég hugsa um það, þá á ég ekki neina skothelda lasagnauppskrift!! Mín kæra, þetta er kreppumatseðilsáskorun!!

Jóhanna: Ostar... ef ég gæti bara lifað á þeim!

Steinunn: 100 skulu það vera!! Ójá!

Barbell complex, svipað og þetta = tekur eina deadlift með stöng, þrýstir henni/og snýrð svo upp að brjósti, þrýstir upp í axlir + slakar bakvið haus, tekur hnébeygju, þrýstir aftur upp í axlir, niður á bringu og beint í deadlift.

Þetta er ógeð. Sérstaklega fyrir fuglafingur eina og mína.

Ragnar: Já, rambaði inn á þessa síðu um daginn. Hver veit nema ég taki mér þetta til fyrirmyndar :) Takk fyrir.

Lísa: Puffed wheat. :) Það er til í morgunkorns og múslíformi hér á landi. Þegar þú sérð myndina af því þá kveikirðu strax á perunni :)

Elín Helga Egilsdóttir, 13.1.2011 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband