4.1.2011 | 12:50
NEI... þetta er allt saltið sko!
Ahhh. Búið.
Eins ljúf og yndisleg og jólin og hamingjan og áramótin og hamingjan og átið og ofurhamingjan eru nú, þá er alltaf gott þegar tíðin er yfirstaðin.
Bæði hvað át, at og almennt stúss varðar.
Stúss?
Þó svo maður, í mínu tilfelli, sitji mestmegnis með grautarskálina í fanginu, glápandi á sjónvarpið, nartandi í afganga í náttfötunum í viku!
Stúss?
Hmm... ekki það að þú þurfir að vera étandi ótæpilegt magn af öllu sem í sjónmáli er á meðan þetta svaðalega lýjandi "stúss" gengur yfir. Hver segir að það sé samasem merki á milli ofáts og jóla?
Enginn! En ég ofét bara samt já takk fyrir því það er ógeðslega gaman að borða!
Maður framkvæmir og uppsker eins og maður sáir og mikið djefulli var þessi uppskera svaðaleg... í gleðilegum skilningi á ská.
Munið eftir þurrkarabrókunum í sumar?
Jebb, þær eru komnar aftur. Í öllu sína bláa sjálfi með húrrandi Haaalelújah systir og Amen í bland við:
"Já nei takk, við þurrkarabrækur viljum knúúúsa þennan rass... knúúús'ann!!!".
Og oh my er hann knúsaður vandlega þennan ágæta fyrsta þriðjudag ársins 2011! Honum er vel við haldið blessuðum... hoho!
Næstu þrjár vikur verða teknar í nefið hvað matarræði varðar og aðal áhersla lögð á allt sem er hreint hreint, ferskt, brakandi og fínt. Ughh hvað ég hlakka til.
Ekki misskilja, risalamande er það besta sem til er í heiminum (að auki við nýslegnu-graslykt, humar, jólaandarfyllingu, jólaönd, síðsumarkvöld, glóðasteikta hörpuskel, karamellu....) en þegar grjónin fara að leka út um eyrun á þér þá hljómar ískaldur tómatur ekkert voðalega illa.
Þið megið samt alveg vita það gott fólk að þetta... er það sem ég er að hugsa um.
Ekki þetta!
Heldur þetta! Ohooo yeah!!!
Æfingar verða samar við sig. Matarræði súper trúper.
Nú er mál að girða bol ofan í níþrönga þurrkarabrókina og sparka í rassgatið á sjálfum sér. Neinei, þetta er ekki saltinu að kenna...
...amk ekki alfarið!
Ekkert væl. Komdu þér af stað í dag. Ekki á morgun... ekki eftir helgina. Í dag! Þú ert engu bættari með að sitja á rassinum í þrjá daga í viðbót og gúlla rísó-skál númer 54. Þú veist hvernig hinar 53 voru á bragðið.
Koma svo, af stað nú!!!
*hip hip hip*
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Facebook
Athugasemdir
Er þá ekki Móaflatarkjúlli á fimmtudag? Yes? No?
dsosan (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 14:05
já og btw. D.Sósan er rapparanafnið mitt!
dossan (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 14:06
En stóra spurningin er þessi ... hvernig braðgast þá skál #55??? :)
Magnús V. Skúlason, 4.1.2011 kl. 16:22
DJ D.Sósan: Móaflatakjúlli er alltaf á matseðlinum, en að þessu sinni.. og ef af verður, þá verður kjúllanum torgað en sósan og sykurteiturnar látnar eiga sig.
Grænmetisfjallið í dag var ó svo ljúffengt. Hlakka til að græn-mata þennan mánuðinn. Rjómasósur kalla ekki nægjanlega stíft á mig í dag.
(og já, ég ætla að muna þessi orð í næstu viku... nokkuð viss um að rjómasósudímoninn komi til með að herja á grænmetistaugarnar eftir helgina)
Magnús: Sætur vanillublandaður rjómakeimur. Grjónin karamellukennd, rétt undir tönn en þó þannig að þau hálfpartinn bráðna upp í þér.
Uhhhggg..... jóólaríísóó! Ég dey, úr hamingju!
Elín Helga Egilsdóttir, 4.1.2011 kl. 16:37
Veistu, þú ert algert æði. Þetta blogg er frábært. Var að finna það.
Venjuleg manneskja að gera venjulega hluti. Engin mót eða brjálaðir vöðva-öfgar eða mjónu-öfgar. Gerir þetta fyrir sjálfa þig og gerir það sem þér þykir skemmtilegt að gera. Enda sogast maður með í þetta ferðalag þitt gegnum skrifin.
Þú ert mikill innblástur og margir sem geta sett sig í þín spor.
Vá, ég er ekkert smá ánægður með að hafa uppgötvað þessa síðu.
Held þú ættir að gefa út bók. Ég myndi pottþétt kaupa hana!
Þorgeir (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 18:17
Sæl
Æðislegt blogg ;)
Ég er sko algert risalamande fan og þar sem grauturinn er mega girnilegur á myndunum hjá þér þá langar mig obbosla að biðja þig um að deila uppskriftinni ??;) Og hvernig sósa er þetta sem þú notar?
Sigríður (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 22:16
Vá hvað þetta var akkúrat færslan sem ég þurfti að lesa í dag haha
Þú verður samt eiginlega einhvern tímann að smakka jólagrautinn sem tíðkast í minni fjölskyldu, hann er með mandarínum eða appelsínum ;)
Elín Lóa (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 22:16
uppáhalds bloggið mitt, þú ert klárlega fyrirmynd mín hvað varðar rækt og hugarfar. Uppskriftirnar eru líka awesome
Jóhanna (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 01:32
ójá! Dagur 2 af hreinu mataræði í gær og ég sofnaði við að velja mér bragðaref fyrir næsta svindldag!
samt bara saltið hjá mér líka sko ... bara smá sauna og þá er þetta komið!
SÓ (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 10:01
Þorgeir: Æji elsku besti. Takk fyrir mig.
Veit nú ekki með bókaskrif hahh, en þakka hólið engu að síður :)
Sigríður: Ohh rííísó! Já, ég skal blikka ofurmömmuna og sjá hvort ekki sé hægt að smella jólarísó hingað inn. Og sósan, klikkar aldrei "Den gamle fabrik" kirsuberja, frá Danaveldi. Einfaldlega langsamalega besta sósan! :)
Elín Lóa: hahh, sama hér. Spark í minn eiginn letirass og já, þinn rísó verð ég að smakka. Sagði einmitt mömmu frá þessu með mandarínurnar þessi jólin. Setið þið þær bara út í ferskar og fínar eða sjóðið þið þær niður eða eitthvað svoleiðis?
Mjööög forvitnilegt ;)
Jóhanna: Gleður mig mjög að heyra Ástarþakkir fyrir.
SÓ: Hahh! Ákkúrat. Smá sauna og detox a-la Jónína Ben. Þá erum við í assgoti góðum málum :D
Elín Helga Egilsdóttir, 5.1.2011 kl. 10:14
Bara ferskar og fínar út í klassíkina, grjón, rjómi og sykur, setjum reyndar ekki sultu ofan á. Mamma tekur oft skinnið af bátunum ef hún er með appelsínur, en ég er farin að nota mandarínurnar frekar og er ekki alveg að nenna því. Svo er bara að gúffa þessu í sig:) það er að segja á næstu jólum hehemmm... ;)
Elín Lóa (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.