28.12.2010 | 09:51
28.12.2010...
...og allt er í hálfgerðu hálflagi.
Hausverkur í bland við beinverki.
Ég kenni ofáti um. Ég kenni ofáti um og skammast mín ekkert fyrir það.
Sprikli dagsins þarf ég að fresta til morguns eða fimmtudags. Hið minsta sprikli sem inniheldur undirritaða. Afsakið það mínar kæru. :(
Best að reyna að sofa veikluna úr sér, áramótin eru handan við hornið. Viljum helst ekki vera veik þá - sumsé, ég og allir mínir persónuleikar.
Jólapistill, fyrir og eftir pistill ásamt áramótapistli koma til með að líta dagsins ljós á komandi.. hva... þremur dögum?
Njótið lífsins.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:54 | Facebook
Athugasemdir
Æi, vesen, ekki gott að vera svona í veikindum um hátíðarnar.
Spurning hvort að Ketgámur hafi ekki þurft að róa sig aðeins niður í aðdraganda aðfangadags? :)
Eða var það Hafraþefur? Eða Skyrstaur? Eða Bjúgnasleikir? Nei, ojj! ;)
Magnús V. Skúlason, 28.12.2010 kl. 10:50
Mikið rétt, jólaveikindi eru geypilega óæskileg veikindi!
Hahh!!! Ég legg hinsvegar til að Bjúgnasleikir verði krýndur nýjaðasti jólasveinn Íslands! Flottara jólasveinanafn er vandfundið þó víða, lengra og ennú lengra, væri leitað! Bjúgnablæti með meiru!!
Elín Helga Egilsdóttir, 29.12.2010 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.