21.12.2010 | 13:13
Hver vill memm í ræktina?
Heyrið mig.
Ein spurning.
Eða tvær.
Kannski meira hugmynd en spurning. Hugdetta?
Hvað segið þið um að hittast milli jóla og nýárs, þegar allir "eiga" að vera latir og uppfullir af mat og almennri jólahamingju, og fá sal lánaðan í t.d. Sporthúsinu og taka eina vel valda Karvelio æfingu?
Fara svo eitthvað sniðugt saman eftirá, fyrir þá sem vilja. Fá okkur spis, kjafta um daginn og veginn?
Já? Já? Da?
Hittast, borða, sprikla, hlæja, heilsast, garga, svitna, skammast. Ekki endilega í þessari röð. Sparka aðeins í rassgatið á okkur í jólaátsmóðunni?
Þriðjudagurinn 28. desember klukkan "óráðið"?
Þið sjáið mig... núna langar mig að sjá í trýnið á ykkur!
Strákar, þið eruð líka velkomnir ef þið lesið þetta blogg!
Allir saman nú, taka vel á því milli jóla og nýárs??? Þeir sem vilja/nenna/hafa áhuga kommenta hér eða sendið á mig póst kunigund(hjá)gmail.com
Maður... kona... eða mús?
Látið mig vita. Ef við náum yfir 10 þá skellum við okkur í þetta!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Ræktarstúss | Facebook
Athugasemdir
I'M IN!
inam (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 13:30
Ég er líka til!!!! Hef aldrei hitt þig en nú er kominn tími til
Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 13:48
Djö ... ef vinnan kallaði ekki væri ég til! (þó ég yrði örugglega eins og brúhvalur eftir 5 mínútur!)
Ásta (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 14:02
ps .. ég held að þú yrðir dúndur einkaþjálfari!
Ásta (aftur) (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 14:03
úúú ég er með ég er með !! er einmitt á 4 viku í fjarþjálfun hjá karvelio, væri alveg til í hóppúl ala karvelio ... kommenta samt aldrei btw en kem alltaf í heimsókn :)
Kristín (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 14:18
oooog ég líka!! :)
Jóhanna (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 14:24
Jáá!! Djöfull líst mér á ykkur!
Þá erum við orðnar 7. Amk þrír til viðbótar til að hafa smá gleði og glaum. Þá ætla ég að heyra í Sportó og jafnvel fá að taka frá borð á Kryddlegnum Hjörtum eða eitthvað :) Það er yndislegur staður.
Sjáum hversu margir þora í viðbót :)
Inam.. svo tökum við Stunu á miðvikudeginum á eftir.
Elín Helga Egilsdóttir, 21.12.2010 kl. 14:43
Ég er svooooo mikið til!! :)
Elín Lóa (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 14:52
Ég væri svo til! .. en ég verð því miður upptekin
P.S. flott brjóstashot þarna í lokin
SÓ (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 15:07
Fer eftir kl hvað - út af vinnu;)
Unnur (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 15:10
Ze boobies rule!
Ég var að spögúlera í einhverjum tímanum á milli 1 - 5? Nema það sé stemmari fyrir eftir-vinnu sprikli?
6 leitið og kvöldmatur eftirá?
Elín Helga Egilsdóttir, 21.12.2010 kl. 15:14
Ég er guðdómlega geim ef þið verðið í fyrra fallinu (milli 1 - 5). Er nefnilega gríðarlega upptekin öll kvöld þar sem ég er útlandalingur og þarf að hitta svo mikið af fólki þessa dagana...
Ella hin hollenska (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 15:46
Ohh ef ég væri ekki í Kaupmannahöfn yfir jólin þá myndi ég sko mæta!
Endilega láttu vita ef þið haldið áfram eða gerið þetta reglulega! þá skal ég sko mæta!! :)
Jólaknús á ykkur öll!
Helga (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 16:02
JÁÁÁÁ! KARVELIO fyrir minn feita rass!!
Erna (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 16:53
Frábær hugmynd, verst að ég er að vinna frá 12 á hádegi:(
Er einmitt ein af laumulesurunum og komin tími á kvitt og þúsund þakkir fyrir hressandi lesningu og snilldar hugmyndir þegar kemur að því að friða matargatið :D
Takk fyrir mig og gleðileg jól!
Gurra (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 19:24
úfff ég er nú bara fegin að verma Kaupmannahöfn með nærveru minni þessi jólin, því minn "ekkert cardio í 2 mánuði" rass myndi ekki höndla 30 sekúndur af þessum stunuæfingum. Svo ég hugsa bara hlýlega til ykkar úr snjónum í Köben meðan ég ríf í járnið.
JólaNaglaKnús
Ragnhildur Þórðardóttir, 21.12.2010 kl. 20:55
Ég verð í minni rækt þennan dag og með ykkur í anda. Lifi spriklið!
Svava Rán (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 22:38
Ætli þú verðir ekki bara að festa tíma - mismunandi hvenær fólk kemst....
Unnur (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 22:51
Ég er útálandi kélling.
kommenta frekar sjaldan... en ég verð í minni rækt bara með ykkur í anda :)
Rut R. (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 23:41
Ég væri svo game!! en er ekki á höfuðborgarsvæðinu svo ég kemst ekki en verð með ykkur í anda í minni rækt ;)
Þuríður (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 02:07
Held ég sé að telja hérna 7 - 10 sem eru reddí steddí.
Leyfi þessu að rúlla í dag og tala svo við Sporthúsið á morgun ef færist í aukana :)
Annars er alltaf hægt að taka kaffihúsaspjall á þetta og eiga spriklið inni í janúar. Festa einhvern góðan tíma.
Langar bara að hitta á ykkur gott fólk :)
Sjáum hvað setur í dag.
Elín Helga Egilsdóttir, 22.12.2010 kl. 08:29
Ég er víst að vinna, hefði svo verið til í að mæta. Ef þetta lukkast vel þá verður þetta vonandi aftur og vonandi gæti ég mætt þá :)
Hugrún (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 10:57
Ég væri mikið til. En ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu.
Lilja (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 12:23
damn vildi að ég gæti, á kort í WorldClass :(
Rut (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 12:36
Ég væri alveg til, en ég er einmitt ekki sporthúspía.. :(
Þórdís (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 14:11
Ef af verður ætla ég að reyna að blikka Sportara með að láta mig fá 3ja daga frípassa fyrir vini/vinkvennur svo allir komist sem vilja :)
Þeir hljóta nú að tækla það fyrir okkur hmmm :)
Elín Helga Egilsdóttir, 22.12.2010 kl. 15:30
ég er mikið til í að mæta í spriklið, er samt að vinna frá 9-5 en kæmist fyrir og eftir :)
en ef þetta verður á þeim tíma sem ég kemst ekki þá bara segi ég góða skemmtun og vonandi tekst þetta vel svo það verði aftur seinna :p
HallaS (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 18:10
Hljómar eins og besta hugmynd ever. Ég þekki þig ekki neitt en er alveg til í að vera með!
Sæunn (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 18:47
Talaði við sporthúsfólk í dag og salirnir eru reyndar allir uppteknir.
Ætla að hugsa hvernig best sé að hafa þetta og læt ykkur vita. Væri helber hamingja að sjá ykkur :)
Elín Helga Egilsdóttir, 23.12.2010 kl. 17:30
Ég kem alveg örugglega :-) Er laus flesta daga og væri mikið til í að prufa smá gym með þér.
Margrét Rós (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.