16.12.2010 | 09:40
Alvarlegar umræður - búlemía?
Mér var sendur póstur um daginn.
Mér brá svolítið þegar ég las hann. Varð meira hissa. Fékk, með leyfi frá sendanda, að tala um innihald hans.
Nú gætu skapast umræður kringum þetta efni og minn ásetningur með þessu er ekki neikvæður. Tel þetta mjög áhugavert, í ákveðnum skilningi, en þar sem ég er ekki næringarfræðingur, læknir, íþróttafræðingur eða nokkuð annað en meðalkvendi sem leikur sér í ræktinni af og til og hangir inn í eldhúsi þá bara... ég hreinlega hef ekki næga þekkingu til að gefa ráð í þessum efnum en tel nauðsynlegt engu að síður að tækla um leið og kraumar á.
Er svolítið stressuð að setja þetta hérna inn, þetta er viðkvæmt, en tel vel þess virði að ræða á þessum blessaða vef.
Mér þótti það sem manneskjan talaði um í póstinum nokkuð "truflandi", játaði því í góðu og fékk "Ég veit, þessvegna vildi ég svo bera þetta undir þig" svar til baka.
En aftur, tel mig ekki hæfa til að gefa "lokasvar", ráðleggingar eða hvað skuli gera í framhaldinu. Þótti samt mikið til koma að manneskjan gerði sér grein fyrri þessu. Benti þó viðkomandi á að hafa samband við sinn lækni sem gæti þá leiðbeint frekar. Helst fyrr en seinna.
Er þó uppi með mér að þú hafir leitað til mín.
Í stuttu máli þá hljóðaði bréfið á þennan veg og elsku bestu, ekki vera gagnrýnin ef þið á annað borð hafið eitthvað um þetta að segja. Ég er svolítið að leita til ykkar og hvort einhver hafi upplifað eða farið í gegnum svipað ferli og vilji deila því, þar sem ég tel að það þurfi að impra á svona hlutum um leið og þeir skjóta upp kollinum. Hver veit nema einhver eigi við samskonar vandamál að stríða sem les þetta hérna?
"Hef verið að stunda líkamsrækt í nokkurn tíma en matarræðið alveg í klessu. Þykir of gott að borða og get ekki bara sleppt því að bíta í eitthvað gott ef það er fyrir framan mig. Get það bara ekki.
Er mikið á móti því að 'gubba' mat, kem ekki nálægt því. Borða hollt, borða reglulega og lít þokkalega vel út. Styrkur og þol í botni.
En glími við vandamál. Ef ég sé t.d. snúð eða brauð eða.. eitthvað. Þá tek ég það, tygg það, en hræki svo út úr mér. Hef oft keypt risastóra poka af nammi, snakki 'étið' en hrækt út úr mér. Á það til að smyrja mér brauðsneið, bara til að tyggja og spýta. Þetta er ógeð. Ég veit. En mig langar bara í 'bragðið' eða 'tyggja'. Hreinlega veit það ekki.
Ég borða. Ekki misskilja. Ég borða vel á þeim tímum sem ég 'á' að borða. En mig langar ekkert að hætta því þegar ég á annað borð byrja og leysi því 'vandamálið' á þennan veg.
Þetta er hræðilegt. Vanvirðing við mat og þá sem ekki hafa efni á mat. Ég vil bókstaflega éta heiminn. Græðgi.
Hefur þú lent í einhverju svipuðu? Myndir þú halda að þetta sé búlemía? Hvað gerir þú til þess að sneiða fram hjá því sem þig langar mest í íheiminum þegar þú ert í stanslausu græðgiskasti? Hvar færð þú þína sjálfsstjórn?"
Fékk einnig senda kroppamynd af viðkomandi og ég get svo sagt ykkur það að þessi skrokkur lítur ekki út fyrir að eiga við "átröskunar" vandamál að stríða.
En þetta þykir mér ekki gott, hvorki fyrir líkama, sál eða budduna og tel það þurfi að ná tökum á strax.
Er einhver hérna sem getur gefið ráð, hefur lent í svipuðu, veit hvað viðkomandi er að ganga í gegnum?
Eins og sagt er:
Er þetta búlemía? Byrjunarstig?
Ég er hálf gáttuð. Ég hreinlega hef ekki heyrt af einhverju svona áður.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 10:12 | Facebook
Athugasemdir
Eins og þú segir.
Númer 1., 2. og 3. leita til læknis.
Þetta er kannski ekki búlemía í 100% skilningi, en klárlega eitthvað sem þarf að taka á.
Agnes (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 10:11
já ég lenti í nákvæmlega þessu.. ég vaknaði einn daginn eftir jól í fyrra og fattaði að ég var allt of þung, vildi grennast og bæta síðan við massa.
þetta byrjaði allt eðlilega en svo fór þetta, sem þú lýsir hérna fyrir ofan, að gerast. Ég borðaði, ójá... en ef það var ekki beint hollt eða kaloríu lítið þá skirpti ég því bara út úr mér, ekki endilega öllu en svona 99%
Þetta þolir enginn líkami lengi, hann springur bara og það vissi ég vel, eins vel og ég vissi að þetta væri ekki hollt fyrir líkamann. þannig að smá saman fór ég að sleppa þessu oftar leyfa mér bara sætindin sjaldnar, en kyngja þeim!
Jújú ég hef auðvitað þyngst síðan ég hætti þessu spítiríi en kommon ég vil heldur vera með smá spik heldur er að kyngja ekki matnum mínum.
bottomlineið er að hjá mér var það enginn viljastyrkur sem þurfti til að hætta þessu, það var einfaldlega hann sem gaf sig.. þetta lagaðist af sjálfusér, ef þannig má að orði komast
nafnlaus (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 10:16
Ég myndi ekki segja að þetta sé byrjunin á búlimíu en þetta er í sjálfu sér átröskun, og í átröskunartilvikum ber að leita læknis (sálfræðings). Í búlimíu er málið frekar að overeat og eftir það þá er kemur process sem felst í því að hreinsa líkamann af því sem oní hann var sett, hvort sem það er með uppköstum, laxerandi eða hvað.
Það sem þessi lesandi er að lýsa er dáldið líkt því sem margir anorexíusjúklingar gera, þ.e að tyggja matinn og hrækja honum svo útúr sér (þetta er þó mest til þess að láta fólk halda að þær borði). Munurinn er samt sá að hún borðar heilsusamlega milli þess sem hún borðar og spítir.
Persónulega fór ég í gegnum anorexíu ferli og áralanga strembna baráttu við búlimíu. Í búlimíunni þá var ekkert um það að borða og spíta, það var meira að troða sig út af eins miklum mat á sem stystum tíma til þess eins að komast að losa sig við hann. Það sem er líkt með þessum tveimur ferlum er: a) Gríðarleg sóun á mat og pening sem fer í að kaupa allt góðgætið b)endalaust niðurbrot á sjálfinu því maður hefur ekki sjálfsaga í að sleppa því að borða óhollt og svo framvegis c) að losa sig við þær kaloríu sem fóru uppí munn (hvort sem þeim var kyngt eða ekki)
Til að enda þetta langa comment þá myndi ég hikstalaust mæla með fyrir þennan lesanda að taka á málinu asap. Ég á engin ráð að gefa og þá aðallega því ég veit fyrir víst að svona nokkuð liggur bara hjá manni sjálfum og hvort það sé hver einasta fruma í líkamanum sem vill hætta (ein pínu lítil er nóg til að réttlæta þessa hegðu). Það eru samtök og sálfræðingar sem sérhæfa sig í svona átröskunarmálum og ég held að lesandinn ætti að leita til þeirra. Því þetta er átröskun hvort sem það heiti anorexía, búlímia eða sé ekki komið með nafn. En LEITA SÉR HJÁLPAR, því sjálfsálitið verður fyrir svo miklu hnjaski!!
anonymus (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 10:49
Þekki þetta.
Var farinn að gera þetta í vinnunni, fyrir framan fólk, án þess að það tæki einusinni eftir.
Ég þurfti reyndar ekki á læknisaðstoð að halda, en var einusinni "gómaður" og þá sá ég hvað ég var að gera.
Reyndu að kúpla þig út úr þessu sem fyrst. Eins og með svo margt annað kemst þetta upp í vana og ekkert er eðlilegra en að hlaupa út í bakarí og kaupa sér snúð, tyggja og hrækja. Brjóttu vanann. Tekur smá á, er erfitt til að byrja með, en um leið og sá hóll er yfirstiginn þá kemst hin hliðin upp í vana. Það er, að hreinlega sleppa þessu.
kv.
enginn spes (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 11:44
Þetta er klárlega ekki þessi "klassíska" átröskun en "eðlilegt" getur þetta varla talist og því að sjálfsögðu þess vert að taka á. Læknir held ég að sé ekki rétti aðilinn fyrir svona, hinsvegar eru góðar manneskjur innan raða sálfræðinga og ég er viss um að Ragga Nagli frænka væri réttur aðili til að segja betur um þetta og þá jafnvel beina viðkomandi í réttan farveg.
Fannar Karvel (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 12:22
Ednos - óskilgreind átröskun. Leita aðstoða læknis strax.
Hulda B. (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 13:48
Ég hef aldrei gert þetta, en hef gælt við hugmyndina. Það er bara svo gott að kyngja ! Þetta er ekki búlimía en þetta er ein tegund átröskunar og ef hún leitar sér ekki til læknis strax gæti þetta farið versnandi og versnandi og orðið alvarlegra !
En fyrst ég er hér að kommenta. Langaði mig að henda inn einni spurningu á þig Ella. Í óbökuðu prótein stöngunum þínum, hversu mörg grömm af próteini er í þeim ? Því við erum kannski ekki með sömu stærð af skeið...... ?
<3 (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 15:07
Sjálfri finnst mér rosa gott að borða ;D og svo vill maður auðvitað líta vel út, svo ég skil alveg smá hvað þú ert að pæla. Ég hef reindar aldrei farið í þennan pakka að borða og spíta, en á tímabili var ég með vott að anorexíu. Það er að seigja borðaði mjög lítið og var alltaf svöng, sem betur fer hætti ég þessu rugli áður en það varð eitthað alverlegt.
það sem mér finnt gott að gera þegar maður fer í svona stuð þar sem maður getur ekki hætt að borða, eða langar rosa í eitthvað, er að fá mér tyggjó eða klaka (fosið vatn), þá er maður með eitthvað uppi í sér til að tyggja. Kanski að þú getir nýtt þér það eitthvað.
Annas er þetta voða mikið í huganum, svo gott getur verið að leita til sálfræðings, annars tel ég að það hjálpi þér að hafa sagt frá þessu. Svo nú getur þú farið að vinna í þessu. Gangi þér vel !!
...... (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 15:28
Sæl öll
Manneskjan hér sem sendi póstinn.
Ég hélt í alvörunni að ég væri eina persónan í heiminum sem ætti við þetta vandamál að stríða. Leitaði til Ellu eftir hvatningarpistilinn hennar þar sem hún sagðist hafa þrætt regnbogann. Hún er ekki búin að vera neitt nema yndislegheitin svo takk elsku besta Ella fyrir það og takk þið öll fyrir þessi orð.
Mikil hjálp. Búin að panta mér tíma hjá lækni og er staðráðin í því að hætta þessari helv. vitleysu.
Takk
Bara ég (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 16:56
úff ég hef gert þetta marg oft, með nammi bara, ekki mat, kannski eitthvað nammi sem ég á ekki að vera að borða og ef það er á heimilinu (og ég er svona manneskja sem GET ekki verið með eitthvað nammi í skápunum það er bara keypta akkurat það sem má fara upp í mig) þá bara get ég ekki hamið mig en átta mig svo oftast með túllann úttroðinn --- og skyrpi því áður en ég kyngi! hafði reyndar ekki spáð í þetta mikið en ég geri þetta nokkuð oft!
Lísa (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.