HUGMYND

Ómægod!

Ég var að fá svo góða hugmynd að grænmetis lasagna!

Næstum... grænmetis lasagna... næstum... lasagna, og köldu salati með.

Nú þarf ég að bíða til morguns með að útbúa það því ég var að klára að borða...

...sem minnir mig á að ég gleymdi að mynda og skjalfesta gjörninginn.

Ja hvur andskotinn kerling!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varð hugsað til þín þegar ég sá þetta úrval ... http://kaffitar.is/kaffi/vorur/sirop/sykurlaus_sirop

Ásta (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 19:57

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

ERTU EKKI AÐ GRÍNAST??? Allskonar nýtt og spennó... mig langar í Pancake, Brown Sugar Cinnamon, Praline, Créme de menthe... úff... þetta er eins og Sophies Choice.

Annars ætlaði ég að kanna hvort átvaglið lumar á gúmmulaði kartöflu uppskrift? T.d svona kartöfluköku á pönnu eða eitthvað brjálæði í ofni.... er alltaf að gera það sama og alveg að fá velgjuna.

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.12.2010 kl. 21:16

3 identicon

Ég missti alveg af þessari sýróps umfjöllun. Ertu búin að færa hafragrautinn upp á hærra stig með þessu eða hvað gerirðu við þetta? Please do tell:)

Helga B. (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 21:29

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ásta: HÓLÍHELL!

Guð minn góður og allir englarnir! Sérðu fyrir þér grautana sem væri hægt að særa fram með þessu?? Ásta!! Þú færð mikið meira en bara prik í kladdann fyrir þetta mín kæra! Djísús, takk fyrir að deila!!

Ragga: I KNOW!! Ég er svo mikið farin að versla þetta, þó ég þurfi að gefa hvítuna úr augunum. It's worth it!

Kartöflur. Náttúrulega alltaf klassík að rífa niður teitu, krydda, setja smá lauk, binda saman með eggjahvítu, móta í litla klatta og steikja á pönnu! Það er æði. Verða krispí og bjútifúl að utan. Þarft jafnvel ekki eggjahvítuna.

Svo er líka gaman að búa til hálfgerðan "hummus" úr kartöflunni (þó sérstaklega sætunni). Ofnbaka kartöflu/lauk (þangað til mjúkt), henda ofan í blender með smá tahini + sætuefni (hlynsýróp, torani... ). Þarf samt eiginlega ekki ef þú notar sæta. Salta/pipra og voila. Getur líka steikt laukinn uppúr smá grænmetissoði á pönnu til að mýkja hann vel.

Líka hægt að fara út í það að smasha teituna með smá mjólk eða kotó + kryddi.

Svoo er hið klassíska kartöflusalat alltaf ágætt. Með sýrðum rjóma/létt ab-mjólk. Jafven sleppa því og nota salsa + ferska tómata, kóríander, sítrónusafa, vorlauk + gular baunir. Hmm... skera þá teituna niður í öreindir.

Jafnvel - jaafnvel sjóða teitur, skera í bita. Steikja sveppi uppúr smá olíu, þangað til mjúkir + salt/pipar. Steikja lauk uppúr olíu ásamt papriku, bæta við sveppum + basil (eeeelska basil) og hræra saman við teitur. Nota inní eggjahvítupönnsu!!!

Eggjahvítur + teitur í skál. Búa svo til utanálag úr smá sýrðum eða létt-ab, ediki, sinnepi, salt, pipar. Blanda samanvið ásamt lauk, sellerí, papriku og steinselju - fínt inn í tortillur eða ofan á eggjahvítupönnsu eða skúbba upp með t.d. sellerí.

Svo er alltaf hægt að fara út í einhverjar aðgerðir og útbúa kartöfluskeljar (með innvolsi úr kartöflu blandað saman við t.d. kotasælu og smá létt ab + krydd (dill + blandaðar kryddjurtir er osom) + smá hot sauce + hvítlaukur.

Líka gaman að blanda saman kartöflum + tuna, ásamt grænmeti og kryddi og útbúa buff/klatta. Kartöflur + kjúlli.

Kartöflusúpur! Ég bjó til eina í denn. Sæta kartöflusúpu.. svolítið gaman.

Kartöflukökur! Olía á pönnu, raða kartöflusneiðum á pönnuna, krydda og svo stinga inn í ofn þegar botninn er orðinn gylltur og fínn og steikja þangað til allt er orðið krispði og bjútifúlt.

Og að sjálfsögðu! Alltaf hægt að bæta t.d. sætri út í grautinn, jafnvel búa til sætukartöfluhafrapönnsu!

*anda inn**anda út*

Eflaust er hægt að gera 100 þúsund mismunaid hluti til viðbótar, leika sér með krydd og dressingar og vabeha.

Einhver sem býður sig fram?? Hver er uppáhalds kartöflugleðin þín?

Helga B: Sykurlaust sýróp + hafrar eða skyr eða bæði... ég er að segja þér það kona. Veit ekki hvar ég var áður en þetta komi til sögunnar!!

Elín Helga Egilsdóttir, 8.12.2010 kl. 09:20

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Fo**... það varð engin smá ansk.. kartöflumunnræpa hjá undirritaðri

Elín Helga Egilsdóttir, 8.12.2010 kl. 09:21

6 identicon

Sælar.

Frábærar uppástungur varðandi kartöflurnar.

Ég hef smakkað nokkrar gerðir af Torani Sírópinu, hef notað það aðallega út í kaffi en líka í hreint skyr.

Ég mæli hiklaust með "Black Cherry" það kom skemmtilega á óvart út í kaffið og er eflaust svakalega gott út í grauta.

Annars eru flestar bragðtegundirnar mjög góðar en bara nokkrar í meira uppáhaldi en aðrar. Ég notaði lengi vel "Hazelnut", keypti það í litlum flöskum en þegar þeir hættu að selja þær og fóru að selja þessar millistóru fannst mér það ekki bragðast eins.... skrítið.

Gaman að sjá hvað eru komnar margar nýjar bragðtegundir :)

Margrét (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 10:15

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta er algerlega nýr heimur fyrir mér! Tellin you.

Er mest að nota vanillu/heslihnetu. Heslihnetu + smá salt = karamella. Eeelska það.

Elín Helga Egilsdóttir, 8.12.2010 kl. 13:38

8 identicon

Njóttu vel mín kæra ...  maður lætur sko ekki svona sleppa frá manneskjunni sem gerði hafragrautinn áhugaverðan fyrir mann! (ásamt annarri hollustu!) .... ég fékk svaka valkvíða þegar ég leit inn á síðuna!

Ásta (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 15:35

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ouuuwwww mikið ertu nú yndislega fín.

En sama hér. Valkvíðinn keyrður í topp - en ég ætla að spreða í þetta. Svo mikið er víst!

Elín Helga Egilsdóttir, 8.12.2010 kl. 19:20

10 identicon

MMHMMM...... Torani WHITE CHOCKOLATE það er best!!

prufaði peanut butter ekki jafn gott en öruggl sjúkt úta graut :)

Andrea Rán (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband