7.12.2010 | 09:04
Gulur er liturinn
Miðað við hvað myndirnar eru óskýrar svona í morgunsárið, þá á bæði skálin, og textinn á skálinni, vel við.
Nema... jah, hér er um graut að ræða.
Bahh... hvað er smá grautur milli vina, tungumála og meininga?
Tomato - potato
Vaknaði, borðaði, ræktaðist a-la Fannar og lét næstum lífið. Get svo svarið það þessar æfingar!!
Öööölska þær.
Skondið, í fyrsta setti nær maður kannski 30 froskum á tilteknum tíma. Í öðru setti einsetur maður sér að taka aðra 30, en nær kannski upp í 23. Í þriðja og síðasta setti peppar maður sig upp í huganum og hugsar "ok... þú getur þetta kvenmannsbelgur... koma svo... amk 18, 18, 18..." og svo, þegar á hólminn er komið, og það eru 5 sekúndur eftir af æfingunni, þá uppgötvar maður að 18 hefur breyst í "eiiiinn enn, áfram svo... bara... eiiiinn" og þú ert í raun að telja elleftu endurtekninguna.
Það telst vera ágætis æfing... vel í lagt ekki satt? Ahh...
Annað sem ég öööölska...
...er þessi skál.
Hún er svo fín og krumpuð og gul.
Einn einfaldur torani með bláberjum og ristuðum hörfræjum, síðan í gær.
Gott gult óskýrt start í þreytumóki.
Gúllaði svo í mig ómynduðu skyri og banana, eftir æfingu, í hungurmóki.
Aðeins meira gult í matarplanið í dag.
Þarf að redda mér einhverju gulu í hádegismat.
Yfir og út.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hafragrautur | Facebook
Athugasemdir
Alveg hvað ég elska þetta skálafetish þitt lol :)
Fyrsta komment. Takk fyrir æðislegt blogg. Eitt af mínum uppáhalds.
Guðleif (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.