6.12.2010 | 20:40
Við skulum hafa eitt á hreinu
Eitt eða tvennt... jafnvel þrennt.
Við skulum hafa nokkra hluti alveg á glimrandi tæru.
1. Ástæðan fyrir því að ég bloggaði um þennan sérlega myndahitting minn var hreinlega sú, að það "snerti" mig heldur meira en ég hafði átt von á að það myndi gera... ef... á annað borð þetta myndi einhverntíman gerast. Sem það svo á endanum gerði.
Sá sem skilur atriði númer 1 hér að ofan á skilið að fá ís! Ég býð!
2. María, virkilega yndisleg manneskja, sem er framkvæmdastjóri umrædds Sportbars var ekkert nema elskulegheitin þegar hún hringdi í mig í dag og baðst innilegrar afsökunar á þessu tiltekna mynda-atviki og var lítið annað en snögg að taka myndirnar niður. Ég held líka að hún sé búin að finna á mig nýtt nafn. Þegar ég svaraði í símann þá sagði hún:
"Elín? Er þetta Elín? Sem er með matarbloggið, þarna, matargatið? Nei... ég meina átvaglið?"
Það gladdi mig óstjórnlega.
3. Ég vil einnig taka það fram að Sportbarinn góði tilheyrir Sporthúsinu ekki, þó svo Sporthúsið blessað hýsi hann. Það kom ekki nógu vel fram í upprunalegum pistli frá mér.
4. Viðbrögðin sem ég fékk við þessu voru heldur, töluvert, mikið meiri en ég hafði ímyndað mér að þau gætu orðið og þeim sem lögðu orð í belg vil ég að sjálfsögðu þakka kærlega fyrir. Það er alltaf gaman að finna fyrir stuðning og velvild, það er ómetanlegt mín kæru.
5. Öll atriðin 4, hér að ofan, eru algerlega ein og óstudd, komin frá mér. Já takk fyrir og amen jemen!
En við lærum og lifum!
Það kemur dagur eftir þennan dag.
Gangur lífsins.
Óh mig auma.
Allir sáttir??? Hoookay!!
Karvelio æfing dagsins í dag var hreint út sagt... svaðaleg. Handleggirnir á mér skulfu eins og hríslur í vindi. Hressandi gott fólk. Mjög, mjög hressandi! Fannari til ómældrar ánægju og gleði!
Eins og frænka sín, þá kann hann að púsla saman svaðalegu prógrammi! Síðan ég byrjaði á æfingunum hans, þá hefur maginn - miðjan, tekið allsvaðalegum stakkaskiptum og kvikindið er grjóthart! Jasoh!
Strax eftir æfinguna hvarf þessi baukur ofan í ginið á undirritaðri. Hratt og örugglega. Reyndar er þetta ekki nægjanlega mikið af fæðu eftir æfingu eins og í dag, enda eldingaðist ég heim og byrjaði að malla.
Þar sem ég er með grænmetissýki á háu stigi þessa dagana, og fátt sem hróflar meira við mér í matarmálum en ofnbakað grænmeti, varð niðurstaðan eftirfarandi.
Er líka yfir mig ástfangin af þessu graskeri. "Butternut-squash". Eins og sæt kartafla með twisti.
Ég gæti mögulega hafa borðað tvo svona... og kannski mögulega einn stilk af sellerí á meðan ég beið eftir ofnbökuðu gleðihamingjunni.
Ég veit. Ég á ekki neitt eldhúsborð ennþá!
Stólaþing enn við lýði.
Elska líka þessa vigt! Langafi minn var bakari, hvorki meira né minna, og notaði þessa bjútíbombu við bakstur og almennt bakaríis-stúss. Alveg magnað!
Jæja. Loksins. Taka grænmetisdýrðina út úr ofni, þegar áferð og gæði eru að þínu skapi, og bæta út í gumsið eggjahvítukrumpum.
Er að klára eggjahvíturnar mínar. Ekki skamma mig.
Þetta er svo létt og fínt og gott og allt sem eru höfrungar og sæhestar í þessum heimi. Krydda eftir smekk og svo sletti ég smá balsamic/dijon combói yfir í restina.
Þessi mynd er samt sveittari en Aktu-Taktu burger.
18 dagar til jóla gott fólk! Hvað segið þið um það?
*spenningsgleðitramp*
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hugleiðingar, Kvöldmatur, Millimál | Breytt s.d. kl. 20:41 | Facebook
Athugasemdir
Hahaha. Þetta eru flottustu "endalok" á kafla sem ég hef séð.
Þú ert snilli :) Gott líka hjá þér að taka þessu með jafnaðargeði og æsast ekki upp.
Ægilega fínt "eintak" sem þúe rt (a-la-Ella)
Með bestu kveðju
Lóa (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 20:53
ÍS takk!
Við Djúpverjar kunnum okkar fag you see ;)
Fannar Karvel (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:35
ég bíð spennt eftir ísnum mínum ;)
en gott að allt fór vel og flott hjá Maríu að gefa sig fram og útskýra málið!
HallaS (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 21:21
Sæl Elín Helga,
Þetta er mjög flott blogg hjá þér, bæði fróðlegt og skemmtilegt.
Það er eitt sem ég er að velta fyrir mér, þú notar mikið eggjahvítur. Hvar stendur þú gagnvart stóra eggjarauðudebattinu? Er alveg nónó að nota heil egg?
kv.
Helgi Þór
Helgi Þór (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.