Blendnar tilfinningar

Hmmm.

Ég veit eiginlega ekki hvað mér finnst um þetta Frown

Hreinlega veit það ekki.

Rakst á þetta, upp á auglýsingatöflu, í Sporthúsinu í dag.

hmmm

Sök sé að þetta séu hugmyndir frá mér. Til þess er þetta blogg nú.

En að eigna sér myndirnar mínar án þess svo mikið sem að hnippa í öxlina á frænda mínum í fjórða ættlið.

Væri ekki lágmark að láta mig vita? Spyrja hvort það sé í lagi að nota myndirnar, því það væri barasta alveg sjálfsagt? Þær eru mér ansi kærar þó ómerkilegar séu. Það kemur ekki einusinni fram hvaðan þær eru fengnar.

Hefði annars verið nokkuð mál fyrir þau að skella í gumsið og taka svo mynd sjálf?

Nei ég bara spyr.

Nema ég sé að vera með frekju? Ég veit það ekki. Ég er uppi með mér, ekki misskilja. En það er svolítið skrítið að rekast á lífið sitt til sölu á einhverjum próteinbar. Dramatískt, ég veit...

græna monsterið

asparásinn

bollinn minn

...en ég veit hreinlega ekki hvað mér á að finnast um þetta gott fólk.

Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Þér á að finnast sem á þér sé brotið og senda þeim sem stendur fyrir þessum bæklingi/auglýsingu a.m.k. 60 þúsund krónar reikning (30.000.- pr. mynd).

Hörður Sigurðsson Diego, 5.12.2010 kl. 10:34

2 identicon

Ég yrði sko mjög leið..... og ókurteisin að biðja ekki einu sinni um leyfi  

Þetta verður að leiðrétta

Hulda (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 10:42

3 identicon

Þetta er ömurlegt. Geturu ekki tékkað hvernig þessi mál virka....augljóslega eru þau að stela myndunum og síðast þegar ég vissi þá er það ekki löglegt!

inam (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:33

4 identicon

Glatað..

eru þetta uppskr frá þér líka?

myndi láta heyra í mér ef ég væri þú !!!

Heba Maren (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:52

5 identicon

Má þetta? segi ég nú bara... virkilega lélegt!

Sirrý (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 12:08

6 identicon

lélegt.is!

Hjólaðu í þetta mál og talaðu við þau á barnum, þetta gengur ekki!

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 12:41

7 identicon

Þetta er langt frá því að vera OK.

Ekki hika við að spjalla við þá sem stjórna "barnum"

Dagný Ásta (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 12:45

8 identicon

Neytendastofa.. sér hún ekki um svona mál? Verður að gera eitthvað í þessu máli!

SÓ (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 13:59

9 identicon

Mér finnst þetta alveg al-ömurlega hallærislegt. Hef sjálf lent í því að rekast á uppskrift copyaða og nákvæmlega orðrétta frá mér setta inn á opinn vef þar sem einstaklingurinn eignaði sér hana.

Ég var agalega sár og ég skil þig bara mjög vel. Ekkert mál að nota svona dót, en minnsta málið að GETA HEIMILDA. Annað er ritstuldur eða í þínu tilfelli myndstuldur, skiptir ekki máli hversu merkilegar eða ómerkilegar myndirnar eða textinn er!

Helena Gunnars (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 14:07

10 identicon

Þetta er klárlega ólöglegt ! Þú ættir að geta fengið eitthvað út úr þessu og það myndi ég allavega gera. Yrði brjáluð ef mínar myndir yrðu birtar einhversstaðar án leyfis, yrði svo pirruð yfir því að vita að þetta væru MÍNAR myndir og ég myndi vilja að allir heimurinn vissi af því !

Skil þig mjög vel.

Ég... (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 14:51

11 identicon

Allar myndir sem settar eru á netið eru höfundarréttavarðar by default.

Þú átt inni hjá þeim einhverja summu af pening, svo mikið er víst.

Már (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:23

12 identicon

Æji en fúlt og nei, þú ert ekki frekja. Skil þig mjög vel - manni finnst eitthvað svo farið á bak við mann.

Varstu ekki að enda við að styrkja þessa líkamsræktarstöð um árskort? Færðu það ekki bara frítt núna? :)

Guðrún (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:25

13 identicon

Þetta er mjög, mjög lélegt. Hversu erfitt er fyrir fólk að taka sína eigin mynd?

Ég myndi klárlega fara og tala við einhvern þarna. Það eru margir hérna að ofan að tala um pening, ég veit ekki alveg með það. Kannsi aðeins of langt gengið að reyna að fá einhverjar krónur fyrir þetta. Þetta er að mínu mati fyrst og fremst prinsipp mál, en þó myndi mér finnast ljúft að fá afslátt af árskortinu ;)

Hugrún (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:39

14 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Þú færð allar upplýsingar um rétt þinn í málinu og hvað þú getur gert hjá Fjölís, Samtökum rétthafa. Ekki láta þjófana komast upp með þetta. Þeir vissu alveg að þeir voru að stela þessu.

http://www.fjolis.is/

Hörður Sigurðsson Diego, 5.12.2010 kl. 15:39

15 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hugverkastuldur er ekkert betri en annar þjófnaður og ber hiklaust að kæra. Fólk þarf að fara að læra að bera virðingu fyrir annarra manna verkum, jafnvel þott þau séu á stafrænu formi.

Hörður Sigurðsson Diego, 5.12.2010 kl. 15:50

16 identicon

Kannast vid bollann góda.  Finnsk hönnun.  Ad nota myndirnar thínar í gródaskyni án thess ad thú hafir gefid leyfi til thess er audvitad ad ganga of langt.  Einungis fífl gera slíkt.  Slík fífl eiga refsingu skilda.

Thar ad auki raena thessir bjánar uppskrift thinni.

Sporthúsid skuldar thér peninga og afsökun.  Allir sem lesa blogg thitt...og their eru ansi margir... eru vitni ad ósómanum.

Hungradur (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 17:03

17 identicon

Reyndar falla uppskriftirnar sjálfar ekki undir höfundarrétt. (Margir sem lenda í því að einhverjir aðrir taki uppskriftirnar þeirra án þess að geta nokkuð gert í því, t.d. eru tvær uppskriftir eftir Nönnu Rögnvaldar í nýju disney-matreiðslubókinni án þess að vísað sé til hennar).Öðru máli skiptir ef að texti uppskriftarinnar er tekinn orðréttur án þess að heimilda sé getið og eins er með myndir. Ættir tvímælalaust að tala við yfirmenn þarna á staðnum, svona nokkuð á ekki að láta óáreitt.

Gerður Sif (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 17:47

18 identicon

nei þú ert alls engin frekja Ella, þú tókst þessar myndir og átt því höfundaréttinn á þeim!!

Er alveg steinhissa á þessum vinnubrögðum, setja stolnar myndir í auglýsingu.... eru þau þá ekki að gera nokkra svona á dag, munar þau um það að taka eina skitna mynd í leiðinni, ekki það að hún yrði aldrei jafn flott og þessi!!

myndi hiklaust fara að og skoða rétt þinn í þessu eða ræða við fólkið á "barnum"

HallaS (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 18:38

19 identicon

Algerlega ótækt að leyfa þeim að komast upp með þetta. Ég myndi bjóða þeim kurteislega að taka myndirnar niður, eða bæta nafni þínu og jafnvel netslóð ef þú hefur áhuga á því, þ.e. geta heimilda. Ég efast um að málaferli gætu borgað sig, og myndi persónulega aldrei nenna slíku. Mér finnst þetta afskaplega dæmigert ný-íslenskt fyrirbrigði. Það virðist sem fólk sé gersamlega hætt að virða lágmarkskurteisi, sbr. leikkonuna sem tilkynnti stolt í viðtali að blómvöndurinn á stofuborðinu kæmi úr beðinu við Tjörnina. Bleh.

Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 19:29

20 identicon

Klárlega myndi ég fara lengra með þetta - finnst alveg ástæða til að passa að þetta sé ekki gert. Myndi annað hvort senda þeim reikning eða fara fram á að þitt nafn komi fram þarna. Áhugaljósmyndarar t.d. af ljosmyndakeppni.is og fl. síðum hafa lent í þessu og ef þú vilt aðferðir gæti verið gott að kíkja þangað inn og fá ráð.

Gerður Sif - þetta er annað tilfellið sem ég heyri af því að það séu uppskriftir frá öðrum í þessari sömu bók án þess að heimilda sé getið. Ertu viss um að uppskriftir séu ekki höfundavarðar? Þetta er þá allavega siðlaust finnst mér.

R (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:20

21 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Óh almáttugur. Ég bjóst nú ekki við þessum viðbrögðum en vá, elsku bestu, takk fyrir þetta allt

Ég held ég sendi nú á þau póst til að byrja með og biðji um að þetta verði annaðhvort fjarlægt eða átvaglsins getið.

Stakk mig bara að sjá, algerlega óvænt, upp úr þurru, myndirnar mínar uppá borði til að auglýsa einhverja vöru. Eigandalausar og grátandi.

Þykir þetta ægilega dónalegt.

Elín Helga Egilsdóttir, 5.12.2010 kl. 22:26

22 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Elín Helga Egilsdóttir, 5.12.2010 kl. 22:26

23 identicon

Þetta er óheimilt sbr. úr höfundalögum myndi ég telja:

49. gr. Eftirgerð ljósmynda, sem ekki njóta verndar laga þessara sem listaverk, sbr. 2. mgr. 1. gr., er óheimil án samþykkis ljósmyndara eða þess aðilja, sem rétt hans hefur hlotið. [Enn fremur er óheimilt að birta slíkar ljósmyndir án samþykkis rétthafa.]1) Nú er slík mynd birt opinberlega í atvinnuskyni eða ávinnings, og á ljósmyndari eða síðari rétthafi þá kröfu til þóknunar.

Og fyrir utan það alveg ótrúlega lélegt! maður á nú bara ekki til orð...

Ella (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:41

24 identicon

Þetta er gjörsamlega út í hött!!!!

Þú verð lengra með þetta mál og engin spurning með það!!!

Ég er alveg gáttuð!

Helga (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 00:28

25 identicon

Piffff.....hnusss......pfafffff........bolabíturinn frænka þín er meira en reddí í að koma með þér í málið! 

Plebbar!

Þeim væri nær að taka myndirnar sjálfir og sjá svo sóma sinn að bjóða upp á drykkinn "Elluna" eða grautinn "Átvaglið"...... double hnuss!

dossa (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 01:26

26 identicon

Hrikaleg ófagmennska af þeirra hálfu.

Finnur

Finnur (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 09:13

27 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég myndi áður en farið er hugsanlega í hart, athuga hvernig málum er hagað hér á mbl blogginu, það er möguleiki að þeir eigni sér allt efni sem er birt hér (yrði ekki í fyrsta skipti sem maður sér svoleiðis s.br. gmail etc) og þessir einstaklingar hafi fengið leyfi frá þeim!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.12.2010 kl. 09:52

28 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Almáttugur nei - er nú ekki að fara í hart við nokkurn mann.

Hvort heldur sem er, mbl eða ég, þá þykir mér það nú bara kurteisi að nefna myndirnar. Nú ef ekki, þá er það bara skítti.

Ekki í reglum að standa í röð, en það gera það nú margir.

Vona bara að þau virði póstinn minn viðlits

Elín Helga Egilsdóttir, 6.12.2010 kl. 10:08

29 Smámynd: Jónína Björg Bjarnadóttir

En voru myndir úr einkasafni notaðar í þessa auglýsingu?

Jónína Björg Bjarnadóttir, 6.12.2010 kl. 13:49

30 identicon

Góðan og blessaðan daginn,

það er ég....framkvæmdastjóri "Barsins" og sökudólgurinn í málinu  ! Mig langar að biðja Elínu Helgu afsökunar á því að hafa notað myndirnar án þess að biðja hana leyfis. Þetta var hugsunarleysi af mér og dónaskapur sem ég sé mjög eftir. Ég á mér enga aðra afsökun en hafa gleymt mér í aðdáun því mér finnst þessi síða, bloggið og myndirnar algjör snilld ... og að eiga ekki myndavél sjálf!

Enn fremur vil ég nefna að Sporthúsið á hér alls engan hlut að máli. "Barinn"  er bara leigutaki í húsinu og starfsmaður á "barnum" er ekki starfsmaður Sporthússins. Þetta er allt mjög klauflegt - en alfarið á mína ábyrgð.

Eins og áður segir er ég nýtekin til starfa sem framkvæmdastjóri "Barsins" og er að vinna að því auka vöruúrval koma með nýjungar. "Átvaglið" er sérstaklega boðið velkomið að fá sér "sjeik" að eigin vali og önnur  "matargöt"  eru hvött til að kíkja og gæða sér á góðgætinu hvenær sem er. 

Bestu kveðjur, María Hreinsdóttir

María Björg Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 16:12

31 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Málið leyst ... Elín Helga skreppur og fær sér sjeik og við hin þurrkum af okkur hneykslunarsvipinn og förum bara og fáum okkur sjeik líka.

Hörður Sigurðsson Diego, 6.12.2010 kl. 17:52

32 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Allt er gott sem endar vel :)

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.12.2010 kl. 19:16

33 identicon

Ánægð með þig María Björg! :-)

Dagný Ásta (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 20:13

34 identicon

Jáhá, mér finnst nú ansi hreint merkilegt að bjóða upp á "sjeik" að eigin vali í "sárabætur", kannski að eigin uppskrift líka?

Senda bara reikning á Barinn, það er er til formúla fyrir þessu öllu:

Verðskrá Myndstef, sjá www.myndstef.is. ?"Auglýsingar, lágmarksverð 1 verk , pr mánuð 75.375kr"
Þar sem þetta er notkun í heimildarleysi geturðu rukkað þrefalt verð 75.375 x 3 = 226.125kr

dossa (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband