Var að setjast niður

Búin að vera á fartinum í allan dag. Rassakastast hingað og þangað, með hinum og þessum að gera hitt og þetta.

Mjög þéttsetinn, en skemmtilegur, dagur að baki.

Tók Svöbbudýrið með mér í ræktina í morgun. Þriðja skiptið sem undirrituð tekur systur sína með sér og þriðja skiptið sem líður yfir yngra afritið. Af einskærri góðmennsku, og systurást, gaf ég henni næstum því allt eplið mitt. Næstum því... allt eplið... mínus þrír bitar... sökum óviðráðanlegrar svengdar átvaglsins.

Svabb: Uhh.. Ella... held það sé að líða yfir mig.

Ella: Hey, hérna. Sestu. Epli fyrir þig.. eða... bíddu.. bíddu aðeins...

Góð ekki satt?

Annars voru það þrír súperfroskar sem réðu úrslitum og ungviðið var úti! Held ég taki hana að mér og geri mér verkefni úr henni. Verkefni. Útbúa ofurkonu úr litla kvendinu fyrir lok árs 2011. Held ég sé komin með áramótaheitið mitt í ár.

Beinustu leið úr rækt og inn í IKEA. Þann syndasel. Mikið óskaplega er eiginlega ekki neitt skemmtilegt að fara inn í þessa verslun. En listinn minn góði þarfnaðist nauðsynlega yfir-strikunar. Eftir að hafa bætt um það bil 20 atriðum á hann eru einungis þrjú sem enn á eftir að strika yfir. Þetta var því einstaklega þörf IKEA ferð.

Fékk mér, í tilefni hennar, IKEA hátíðarkalkún. Undir 1000 kall fyrir þennan ágæta disk. Hélt ég myndi sleppa vel en að sjálfsögðu fylgdi ekki ferskt salat með kvekendinu.

IKEA hátíðarkalkúnn

Skrokkurinn sárbændi undirritaða um eitthvað brakandi ferskt og fínt.

Málinu reddað fyrir auka 400 kall.

salat úr salatbar ikea

Ég þurfti líka eitthvað að drekka. Eitthvað annað en bara vatn í tilefni laugardagsins, fyrir auka 200 kall.

Plattinn minn endaði því á að líta svona út.

ikea hádegismatur

Og reikningurinn fyrir ódýra hádegismatnum endaði á því að líta svona út! Því... þið vitið... stundum þarf maður bara súkkulaði fyrir auka 400 kall.

í tilefni laugardagsins að sjálfsögðu.

jáhá

Finnst samt að ég ætti að fá endurgreiddan amk 400 kall þar sem át ekki nánda nærri allt gumsið í hátíðarkalkúna-combóinu. IKEA blessað bannar fólki að breyta réttum á matseðli.

Langaði barasta ekkert í dósað rauðkál, gegnumsykraðar kartöflur og ofursaltaða beikonfyllingu.

Fuss.

iss

Ég stóð hinsvegar af mér, í annað sinn, nýbakaðar kökur og brauð í þessari annars ágætu byggingu. Labba í gegnum sykur-vanillulykt, breiskari en rebbi í hænsnabúi. Húrra fyrir því! Ég virðist alltaf rata í gul-bláa völundarhúsið þegar bökunarfiestur eiga sér stað. Get svo svarið það.

Við tók heimferð og nýveiddu dóti raðað fagmannlega í eldhús, búr og önnur skúmaskot hellisins. Sellerí og hnetusmjöri sporðrennt, í tonnatali, á meðan á því stóð vegna þess að eftirfarandi hamingjugleði var fyrirséð í nánustu framtíð... og ekki viljum við að kvendið verði úti og svelti á meðan.

SVELTI

En ojjj hvað það var gaman að horfa á þetta.

 


Mig laaangar.

 

Jebb. Er komin með kitl í fingurna gott fólk.

Þetta þarf ég að fara að fara að æfa!

motorcross

Á milli holla hljóp fólk í fokdýrt kaffi, bakkelsi og pylsur. Bæði til að halda á sér hita og til að halda munninum uppteknum.

Margfadlið svo þetta hræðilega, en notalega, kaffi með tveimur.

hræðilegt en notalegt kaffi

Mótið var haldið í reiðhöllinni í Víðidal. Eins og sönnum hestagörpum sæmir var matseðillinn á kaffihúsi hallarinnar mjög viðeigandi.

Ég og Sölvi vorum sérlega ánægð með þetta. Gladdi sjálfið með eindæmum.

picture_2_1046343.png

picture_7_1046344.png

picture_3_1046345.png

"Ætla að fá eina stökkvandi tebollu, lullkaffi og knapahnoss í brauði... jú og eina hnakkasælu."

Minnir mig svolítið á þessa klippu hjá Konfekti!

Frá mótorcrossi lá leið á kaffihús til að ná búkhita aftur upp í 37 gráður eftir tveggja tíma hressandi kuldasetu. Það gekk svona líka glimrandi vel enda jólasnúningurinn keyrður upp í 3000 með þeim gjörning.

Aftur heim! Svöng. Mjög, mjög svöng.

Grænmeti skorið, fatað, olíað og kryddað og skvettu af balsamic ediki bætt þar við. Inn í ofn og bakað í 30 mínútur. Egg steikt, krumpuð, krydduð og bætt við herlegheitin. Skreytt með smávegis steinselju.

Fann rósakál gott fólk! Ég elska... eeelska, bakað rósakál! Ughh!

rósakál <3

Vá... hvað þetta var gott. Lítur kannski ekki par fallega út og svengdin hefur án efa eitthvað með bragð gumsins, og gæði, að gera. En hoja, hvað þetta var nákvæmlega það sem mig langaði í.

balsamik ristað grænmeti og eggjahræra

Það sem hefði gert gumsið ennú betra eru brún grjón, bygg... kjúklingabaunir! En skortur er þar á í hellingum góða og kuldinn einum of mikill til að nenna að redda því.

Laugardagsleti.

Afslappelsi þangað til augun lokast. Mikið er það nú ljómandi dásamleg tilhugsun.

Njótið helgarinnar mín kæru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ njú it! þetta varst þú á laugardaginn hehehehe

 Eg var þarna líka, er sjálf í þessu sporti - massa gaman 

Karen (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 08:37

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jááá!!

Hefðir átt að pikka í mig. Jah, ég hefði líklegast ekki látið þig vera og drekkt þér í milljón spurningum. Kannski ágætt þín vegna

Hef ekki prófað, bara verið að götuhjóla. Þetta er klárlega eitthvað sem er næst á dagskrá.

Hvað segirðu mín kæra... kaffi, kleinur og spurningaflóð ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 6.12.2010 kl. 09:10

3 identicon

Gaman að sjá sinn eigin uppáhaldsbróðir á síðunni þinni!

Hefði örugglega panikað ef ég hefði mætt þér í "mínu" umhverfi, en ég var þarna líka!

Og Karen hérna líka, lítill heimur!

Við ættum kannski að leyfa Ellu að prófa sportið okkar?

Klara (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:50

4 identicon

 Eg kunni ekki við að pikka í þig og segja hæ ég heiti Karen og skoða síðuna þína daglega hahaha  

Hehe já Klara hvernig væri það, leyfa henni að prófa  

 Þetta er nátturlega skemmtilegasta sportið, og Kári var flottur á laugardaginn!

Karen (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband