2.12.2010 | 08:06
Einfaldur + BioBú
Einn einfaldari en allt einfalt.
- Hafrar
- Vatn
- Heslihnetu torani
- Örbylgja
- Salt
- 1 - 2 eggjahvítur
- Hræra
- Blá.. berja?
- Skyra
- Voila!
Gull glimrandi fallegt ekki satt?
Torani + salt gera karamellueffekt sem ég er orðin hættulega háð, hvað grautarmall varðar. Skuggalega gott. Eggjahvíturnar eldast um leið og þú byrjar að hræra þeim við sjóðandi heitan grautinn svo það er óþarfi að örbylgja á nýjan leik. Bláberja dýrið, frosin í þessu tilfelli, og bera fram í skál til heiðurs aspassins míns.
Keypti Bio-Bú skyrið í gær til prufu.
Það bragðaðist eins og skyr.
Magnað... ekki satt?
Eina sem gæti mögulega skilið að er áferðin. Bio-Bú er mun mýkra og rjómakenndara en hreint KEA. Ekki neikvætt í mínum kladda. Ekki svo jákvætt að ég skipti úr KEA. Svipar mjög til Grískrar jógúrtar. Væri geðveikt að taka væna gommu og blanda út í graut. En ekki núna.
Neibb.
Karamellugrautargræðgin var einum of yfirgripsmikil í morgunsárið til að leifa nokkur hliðarskref eða steppdans á hafragrautslínunni.
Stundum langar manni bara í pylsu með tómat og steiktum, jú nó!
Þetta var ein... góð.. grautarskál!
Eða... þið vitið. Innihaldið.
Hef ekki lagt í að éta skálarnar ennþá.
Mikil var þó jákvæðnin sem gekk á í þessu áti.
Þó það sjáist ekki á myndunum þá var ég svo hund helvíti jákvæð að ég hefði getað kveikt á ljósaperu með hugará(t)standinu einu saman.
HRÆRA
Ok... allt í lagi.
Orðum, lýsingum, aðferðum.. ofaukið. Ég virðukenni það.
Ég hefði kannski ekki getað kveikt á ljósaperu... en kerti, já.
Allt tekur þó enda. Grautar eru því miður ekki undanskildir í þeim efnum.
Fékk nýtt Karvelio plan í gær.
Ég veit hverjum hann hefur viljað hefna sín á þegar hann setti þessar æfingar saman, en hann tekur það svo sannarlega út á mér!
Hahh!! Ég get ekki beeðið með að byrja á þessum mánuði!!! Mjööög djúsí æfingar.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Morgunmatur, Skyr | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Athugasemdir
ég var að smakka BioBio skyrið í gær og var ekki mjög hrifin, var mögulega búin að gera mer of miklar væntingar :) jafnvel eins miklar væntingar og ég er búin að gera til torani sýrópsins sem þú talar um svo oft hér á blogginu! :)
Lísa (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 14:10
Vanillu alltaf miklu betra ;)
Fannar Karvel (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 15:40
Lísa: Mér þótti bragðið alveg eins og venjulegt skyr. Áferðin ekki jafn "þétt", "þykk"... meira eins og jógúrt hvað áferð varðar.
Karvelio: Þú meinar! Ahh, á eftir að prófa það :)
Var annars að klára dag numero uno! Ertu ekki að grínast með þessar róðra-æfingar Fannar? Hvurslags eiginlega ofur... þetta skal tæklað! Kem með mjög nákvæma útlistun á eftir.
Ég held að handleggirnar á mér séu að hrynja af!
*death*
Elín Helga Egilsdóttir, 2.12.2010 kl. 17:48
Hvaða væll er þetta! Hélt að hérna væri hörkunagli á ferð ;)
Vona að handleggirnir detti ekki alveg af þar sem það er hörkuæfing á morgun :)
Fannar Karvel (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 21:18
Ohoo i know! Get ekki beðið til morgundagsins!!! Þarf eiginega að halda i við að fara ekki strax klukkan 6.
Er enn að spá hvort ég eigi að láta verða af því!
Kannski ég láti bara verða af því.
done!
vá.. þetta var auðvelt!
Góður mónolog hérna!!
Elín Helga Egilsdóttir, 2.12.2010 kl. 21:58
Ekki væla Ella... við Naglarnir gerum það ekki... þá færðu bara eitthvað verra í staðinn. Suck it up woman!! Girtu í brók, þurrkaðu horið og bíttu í skjaldarrendur.
Nú ertu búin að vekja bláberjalöngun hjá mér aftur eftir margra mánaða fráhald... óverdósaði nebblega í sumar
Ragnhildur Þórðardóttir, 3.12.2010 kl. 07:00
Ekki það að ég vilji vera að skipta mér af eða neitt svoleiðis, en ég get ekki séð að Ellan sé að væla. Hún er meira að tjá hversu erfiðar æfingarnar eru og að hún sé að fíla þær í botn?
Sorry, mér finnst það bara
Marta (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.