1.12.2010 | 09:53
Ofurmamma og allrahanda fjas
Uss, tók Karvelio sprettina í morgun.
Alveg með eindæmum hvað ég ætla ekki að ná því að halda síðusta metrana almennilega út! Fer gífurlega í pirrurnar á undirritaðri! Það skal því lagað!
Móðir mín kær kom svo í heimsókn í gærkveldi, færandi hendi, og gaf átvaglinu, jább, gaf... átvaglinu
*trommusláttur*
OMG... HIHIHIHI
Þessar pönnur eru svo yndislega æðislegar. Geggjað! Verður vígð við fyrsta tækifæri. Einhver gúmmulaðilegur ofurbaunaréttur....
og RYKBANA!
Sem fer svona líka fullkomlega vel inn í allrahandaskápnum!
Hafið þið einhverntíman séð svona krúttaralegt tæki? Í alvöru? Verið hreinskilin!
Held ég nefni þessa snúllu Lúlú. Því, þið vitið, öll tæki þurfa að heita eitthvað. Þannig er regla númer 374. Og þessi er bara svo Lúlú leg.
Mér hefði aldrei dottið í hug, fyrir jah, 5 árum síðan, að ég yrði hoppandi ofurkát með ryksugu og borðpönnu að gjöf. Skondið.
Hitti svo Þórunni mína í grautargerð í morgun.
Vinnugrautar, eins og vinnumatur, útbúnir í lítratali... tonnatali jafnvel!
Smá sletta á minn disk ásamt múslí og kanilsprengjugleði.
Stalst líka í einn appelsínubát.
Hvernig er það ekki hægt? Sjáið bara hvað þetta er skelfilega girnó og ferskt og brakandi eitthvað.
Jólakökutilraunir hafa verið gangsettar.
Tilraunir gærdagsins gott fólk. Eðalfínar, karamelló, stökkar að utan, mjúkar að innan og ákkúrat skemmtilegar. Nú þarf bara að prófa sig áfram og leika með krydd!
Sykur og smjör - hamingja og helgidómur. Vinnufólkið mitt gefur þessu grænt ljós.
Áferðarhimnaríki þessar... jebb. Áháferðarhimnaríki!
Þessar eru ekki ósvipaðar kransaköku, áferðarlega séð. Aðeins stekkri í kanntana.
Þær eru æði... þetta eru kökur sem heyrist í "kram kram kram", þegar tuggnar.
Matur sem segir "kram kram kram" er einfaldlega skemmtilegri til átu.
Það segir regla númer 375.
Rétt upp hendur sem á bestuðustu ofurmömmu í þessum heimi!
\o/
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur - "óhollt", Morgunmatur, Ræktarstúss | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Athugasemdir
Hahaha oh, þú ert svo dásamleg.
Það heyrist svona rymj í þér eins og í manninum í "Home improvement".
Ahh hvað ég elska þetta blogg. :)
Dagrún (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 12:10
Æðislegt blogg hjá þér alltaf:)
Notarðu þessa pönnu í e-a sérstaka rétti, eða bara í allt?
Lena (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 16:22
Dagrún: Græðgisrymj með eindæmum
Lena: Þetta er allrahandapanna. Allt frá eggjaköku upp í kjötbollur! :)
Elín Helga Egilsdóttir, 2.12.2010 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.