Eggjalausar smákökur

Tilraunir kvöldins

Númer 1

"Ömmi Hansen"

Svo langt úti að það sést ekki punktur á sjóndeildarhringnum.

Engin uppskrift.

Fuss...

...þurrildi með meiru.

Úti.

ekki séns

Númer 2

"Hafra- og rúsínusmákökur"

Það held ég nú aldeilis. Sérdeilis. Jádeilis.

Skuggalega skemmtilegt að bíta í. Stökk skorpa, mjúk miðja.

Baka aðeins lengur og allt dýrið verður eins og hálfgerð karamella.

Inni!

Uppskrift væntanleg.

Pottþétt með

Númer 3

"Súkkulaðibitakökur"

Skemmtilegar, skemmtilegar að bíta í. Myndu plumma sig flott sem piparkökur - seigar og djúsí í miðjuna. Olía notuð, ekkert smjör.

Nóg af sykri.

Jebb.. nóg af sykri.

Rúslúr í staðinn fyrir súkkulaðibita. Væri mun betra að súkkulaðibita þær.

Ætla að testa með piparkökur í huga og búa til annan skammt með súkk.

Inni. Inni, inni.

Uppskrift svo sannarlega væntanleg.

eggjalausar súkkulaðibitakökur

Það er gaman að vera ég núna.

Tilraunir kvöldsins, eggjalausar smákökur

Nótt í hausinn á ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þarf greinilega að fara að koma í heimsókn!

Erna (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 09:10

2 identicon

Er einmitt að leita að súkkulaðibitaköku uppskrift sem er eggjalaus! Ertu til í að deila henni?

Solla (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:04

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Erna! JÁ... heimsóttu! Og ég sömuleiðis. Erna... te... TE!!!

Solla: Já, ekki málið. Hendi henni inn á morgun :) Mæli með stóru kökunum í þann verknað samt - þær eru svaðalegar!!!

Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband