Myndir og ómyndir

Glænýji Gúmmulaðihellirinn er að gera góða hluti.

Aspasinn minn líka.

Æfingar og rútína aftur að komast á skynsamlegt ról.

Tók þessa Stunu í morgun og einn Karvelio í gær. Át ómyndaðan banana fyrir Stunu, tók eina fjölvítamín, eina C-vítamín. Settist inn í sófa, rétt aðeins til að klæða mig í íþróttaskóna, og steinrotaðist í góðar 33,6 mínútur.

Glæsilegt ungfrú.

Aðframkomin af hungri, með svaðalegan vott af almennri græðgi, gat ég illa beðið með að hefja át, eftir æfingu, og byrjaði á eplinu mínu. Djúsí, íísköldu, sætsúru epli. get ekki beðið epli

Þegar í vinnuna var komið greip ég skyr, sletti út í það graut, kanil og krumsi. Á þessum tímapunkti var eplið blessað löngu horfið.

Hræringur

Löngu... horfið.

dáið

Hádegismaturinn voru mín vanalegu 17 tonn af grænmeti, prótein í formi túnfisks og fitugjafi í formi furuhneta. Furuhnetur eru mín nýjaðasta ást í augnablikinu! Algerlega best!

Svaðalegur grænmetis, túnfisk platti

Má ég kynna til leiks - villikál!

Einstaklega frekjulegt svona lafandi út af disknum!

villt kál

Meðvituð um blessaða myndavélina, hingað til, gleymdist hún í amstri dagsins og óviðráðanlegu hungri, annað skiptið í dag. Ómyndað salat, furuhnetur og egg áttu hug minn allan klukkan tvö, og það étið upp til öreinda, á ljóshraða.

Öreinda gott fólk... á ljóshraða.

Hef ákvaðið að klára Karvelio prógram, halda Stunum áfram og lyfta svo aðeins, í og með... þetta helsta. Engar sérþarfir eins og bís- og trís. Skrokkurinn í heild er þar sem áhuginn liggur um þessar mundir.

Er annars að gæla við hugmyndina um að skella mér í Crossfit! Jebb. Held það gæti orðið gleðin einar!

Yfir og út. Matur og með því.

Myndir og ómyndir.

Bætum úr því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli eindregið með Crossfit - algerlega eðal þá sérstaklega Crossfit Reykjavík

Steinunn (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 17:07

2 identicon

Ást mín á blogginu þínu er endalaus!

Ég kem hér inn OFT á dag (það má taka smá pásur frá skólabókunum ;)) Og er alltaf jafn glöð þegar ég sé nýjar færslur!

Frábær penni sem fær mig alltaf til að hlæja :)

Helga (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 17:13

3 identicon

Mæli með Crossfit. Algjör snilld!

Margrét Rós (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 19:02

4 identicon

I have an Idea for you little one...

Sendi þér hana í pósti bara held ég eða jafnvel bréfdúfu.

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 21:54

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Steinunn/Margrét: Já, þetta kallar stíft á átvaglið ákkúrat núna.

Helga: Ohhhh mín elskulega næstum því nafna, takk fyrir það :)

Fannar: Elsku besti, sendu endilega bréfdúfuna. Kannski ekki ef þér þykir ægilega vænt um hana. Það eru allar líkur á því að ég komi til með að veiða greyið og elda!

Elín Helga Egilsdóttir, 30.11.2010 kl. 22:51

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Gott að frændi er að berja almennilega á þér, hann er með terpentínu í æðum líka enda erum við að vestan. Ég græt í koddann að hafa misst af Þeink jú 2010, því ef þú vissir það ekki var ég búin að bjóða sjálfri mér LOL

Ragnhildur Þórðardóttir, 1.12.2010 kl. 07:27

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ragga: I know!! Hefði þetta verið aðeins fyrr þá hefðir þú komist! Ég er að segja þér það kona... næsta ár, þá ert þú með! Eftirréttirnir í ár voru líka... bara... sko... engin orð... ekki bofs.

Ég græt ennþá karamellu.

Elín Helga Egilsdóttir, 1.12.2010 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband