29.11.2010 | 21:05
Þeink jú 2010
Yfirstaðið!
Jahérna. Ár síðan síðast. Tíminn er svo fljótur að líða.
Tugurkey, sósa, salat, stappa, eftirréttir, vinir og kósýheit!
Dagurinn og Gunni enn erlendis að námast. Ernu, Jens og Lalla litla var einnig sárt saknað en þau komust ekki sökum veikinda. Fengu þó senda til sín afganga fyrir 100 manna her.
Veltum einmitt fyrir okkur í boðinu góða, hvurslags ástandi við hefðum verið í, í fyrra. Keyptum 10 kg. + af kalkún, meðlæti og meðþví ásamt eftirrétum og það var klárað... allt... ekki einusinni krums eftir.
Þetta árið var svipað magn af mat framreytt, en afgangarnir dugðu vel í amk tvær veislur til viðbótar. Enda fór sögum um það hvurslags skelfingar-svip aumingjans maðurinn setti upp sem tók við kalkúnapöntun þessa árs. Sérstaklega eftir að hann vissi hversu margir hausar sætu að dýrinu.
"Bara 10.. en... en þessi kúni er 12048 kíló..."
Þetta árið... þá hafði hann rétt fyrir sér! Sá hlær greinilega best sem síðast... hlær... eða svoleiðis.
Jæja, eplaskurður fyrir Valdorfinn á meðan kúni brúnast í ofni.
Egill þykist vera að þefa af eplinu... einmitt. En við vitum betur. VIÐ VITUM BETUR.
Þetta er feitast laumubiti!
Ferlíkið út úr ofni, útglennt - og hálf dónalegt - bíðandi eftir skurði og limlestingum.
Fallegri lýsing, á fyrir-kalkúnaáti, er vandfundin mín kæru.
"Fyrirgefðu.... uu.. fyrirgefðu. Ég ætla að fá eitt læri takk.".
Eldhúsið er staðurinn.
Þar safnast fólk saman til að góna sem mest það má í átt að matnum , til þess eins að góna. Þetta er hálfgert hrafnaþing.
Ég tók þátt í góninu enda engin furða, maturinn er falinn bakvið mannmergðina.
Ég náði þó að hrista af mér matarmóðuna til að festa þetta stórkostlega móment á filmu. Egill tók þá hamingjugleðikast og stökk fyrir myndavélina. Það heppnaðist svona vel!
Nei... hann datt ekki og seinni tilraun heppnaðist aðeins betur.
Takið eftir því að enginn virðir athæfið viðlits sökum mataráhuga - nema Snæbjörn!
Jú, og Jóhann.
Ég held samt að það sé matur í sjónvarpinu!
Heimspekilegar ísskáps-umræður í gangi.
"Ég keypti mér ísskápsstál í fyrra sem heldur 5 kg. poka"
"Ég átti einusinni ísskáp sem var fjólublár"
Þórunn okkar kær, gestgjafi annað árið í röð, að bera fram bestu kartöflustöppu austan við Hallbjörn.
Jólalegt með eindæmum.
Loksins var Tugurkey skorinn. Það þurfti 4 menn, og greiða frá almættinu, til að koma því í kring en það hafðist. Sem guðs betur fer. Hungrið, þó aðallega græðgin, var farin að segja allverulega til sín á þessum tímapunkti.
Tilhlökkunarmatarátsspenningur í sinni hreinustu mynd.
Hjölli greyið fékk bara sultu á sinn disk.
Hann ákvað, þrátt fyrir smá sorg, að taka því vel því jú, það er nú meira en margir aðrir fá!
Á meðan hrúgaði velmegunar Egill ofurkalkún á sinn disk í anda 2007.
Þetta er ein massíf 2007 kalkúnahrúga!
Seinna um kvöldið, þá drakk hann sósuna!
Elín Lóan mín sæta fína ánægð með þetta eðalát.
Gott ét, of södd, gátum ekki andað en samt...
..samt er alltaf pláss fyrir eftirréttina. Þrennskonar gúmmulaði í bland við þreyttan rjóma, ís og kaffi.
Ljúfa líf!
Tiltekt átti sér að sjálfsögðu stað seinna um kveldið!
Það lítur út fyrir að Ómar hafi fundið fordyri helvítis!
Takk fyrir mig elsku bestu! Aftur! Þetta var yndi í dós!
Ég er lukkunnar panfíll að vera partur af svona eðalfínum hópi af fólki. Ég fer ekkert ofanaf'ðví! Lukkunnar panfíll!
Panfíll?
Hmmh.. hvort heldur sem er. Ef panfíllinn er lukkunnar, þá er ég svo sannarlega panfíl.
Bezt!!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Svindl, Uppáhalds, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er það, er hægt að sækja einhvers staðar formlega um að komast að í þessi matarpartý þín :) MINNS LANGAR NEFNILEGA AÐ VERA MEMMMMM!!!!
Villa (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 21:23
Pamfíll er tökuorð úr dönsku pamfilius þar sem það var notað um laufagosann . Danska orðið er aftur fengið að láni úr latínu þar sem Pamphilius var mannsnafn tekið að láni úr grísku Pámphilos-það nafn þýðir elskaður af öllum-vinur allra.
eftir að hafa troðið á þig fróðleiksmola, þá vonast ég til að þú munir einhverntíma á næstu fimm árum bjóða mér í mar:)
kveðjur la mama málfarsnasisti
guðrún garðars (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 09:20
Það er greinilegt hverjir eru mestu matmennirnir í vinahópnum. Við Jens hefðum klárað allt af borðinu með léttum leik (er þetta jákvætt?.. I think so.. yes)
Annars er ég óóógeeeeðslega svekkt að hafa ekki komist! ÓGEÐSLEGA svekkt. Sérstaklega af því að ekkert var að mér og ég húkti heima svöng og pirruð á meðan feðgarnir sváfu úr sér ælupestina. Eeeen svo fékk ég afganga oh sweet leftovers. Þorbjörg einmitt kom í hazardgalla og rétti mér pokann með stöng.
Erna (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 09:58
PAM-fíll
Ég skrifaði PAN-fíll... ojæja. Ég læt það standa sem merki um fávisku mína í pam-fíls fræðum.
En þakka þér móðir kær. Ég býð þér í mar hvenær sem er... eigum við að taka þetta actual "mar" style, eins og að sparka í rass og fá mar eða hálfpartinn-á-ská latína og bendla þetta meinta "mar" við hafið bláa?
Sjósund eða spark í rassinn?
HOhoooo
Elín Helga Egilsdóttir, 30.11.2010 kl. 09:59
Já maður! Það var mikill þakkargjörðar Ömmi að þið komust ekki - ætlum líka að photo-shoppa ykkur inn á myndina góðu og jafnvel Nóró veiruna til að allir séu örugglega með þetta árið!
Ég er samt að segja þér það. Þórunn og Ómar verða að borða kalkún, og með því, næsta mánuðinn. Þau þurfa líklegast ekki að kaupa sé jólamat!
Elín Helga Egilsdóttir, 30.11.2010 kl. 10:01
heheh...þú mátt sparka í mig hvenær sem er...en þú skrifar pan oftar en einu sinni...ég skrifa mar bara einu sinni-og það eru pennaglöp:)
mama leiðinlega
guðrún garðars (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 10:23
Við höfum verið extra svöng í fyrra, það hlýtur bara að vera! En það er greinilegt að það munar um hvern og einn hvað bolluskapinn varðar, enda náðum við ekki næstum að klára :)
En við hlökkum til að hafa Ernu og Jens Noro laus með á næsta ári, þá kannski á Hofsvallagötunni nýju fínu!
Þórunn Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 14:51
Múmfey: Enda mun pan standa þarna þangað til internetið hættir að virka!
Þórunn: Fullt tungl. Getur ekkert annað verið.
Að ári, nórulaus og allir með. Takk fyrir okkur aftur.. og takk fyrir að vera hostess with the mostess í tvö skipti :)
Elín Helga Egilsdóttir, 30.11.2010 kl. 15:33
Villa: Vertu bara velbekomm eenítæm!! Ætti kannski að efna til bloggaraveislu í mínum sérlega helli við tækifæri? Opið hús fyrir þá sem vilja, sýna sig og sjá aðra!
Gæti orðið svolítið skemmtilegt :)
Elín Helga Egilsdóttir, 30.11.2010 kl. 16:55
Nammi namm, ég er enn að hugsa um þennan mat. Þetta var bara svo ótrúlega gott allt saman! Takk fyrir yndislegt kvöld! :)
Nóró veiran verður eiginlega að vera fótósjoppuð með á myndina, þar sem að hún hafði boðið af Ernu, Jens og Lalla. Ykkar var sárt saknað!!!
Elín Lóa (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.