Bakstur 101

Mætti halda.

Það að elda í nýjum ofni er eins og að keyra nýjan bíl eða skipta um síma. Get svo svarið það. Tekur smá tíma að læra inn á kvekendið.

17 mínútur eru ekki það sama og 17 mínútur mín kæru!

Pumpkin-ostakaka og pekanstangir eru meðal annars á matseðli kvöldsins og þeim skúbbað saman í gærkveldi eftir kúnstarinnar reglum. Of mikið af öllu var að sjálfsögðu keypt og það sem eftir sat fór beinleiðis upp í ginið á undirritaðri. Stóð því og át eins og enginn væri morgundgurinn í rúma 5 klukkutíma, á meðan karamella, hnetur og grasker flundruðust um eldhús- borð, gólf, veggi og því miður, loft.

Hellirinn því vígður svo um munaði, með miklum tilþrifum, ofátáti og mjög svo tilhlökkunarvænum eldhúsþrifum!

Mjög... tilhlökkunarvænumgleðioghamingja!

allt að byrja

Í mínu fasíska, reiða í óreiðu, skipulagða eðli þá þótti mér einstaklega vel við hæfi að tékklista mig í kjölfar baksturs, því það er jú alltaf eitthvað sem uppá vantar þegar verið að hleypa nýjum helli af stokkunum.

Litlu hlutirnir elsku fólk. Litlu hlutirnir, sem ég minntist á um daginn, sem gleymast alltaf - nema, þegar þú þarft virkilega á þeim að halda.

tékklisti

Graskerið skorið, innvolsað og komið fallega fyrir inn í ofni!

butternut squash

grasker

Tók mig líka til og ristaði blessuð fræin!

Það... er æði! Seg'ykkur'ða! Alveg geggjað!

Fræristin í gangi

fræs

Alltaf og ætíð þegar ég elda/baka, þá fylgir mér tuska eða viskasktykki!

Það er algerlega ómissandi! Í þetta skiptið var ég ekki í bakara ofurklæðnaðinum svo viskastykkinu var reddað ofan í buxnastrenginn!

besti vinurinn

Ostakakan tilbúin í ofnbakstur.

Fáar eru "á meðan" myndirnar því atið og átið áttu hug minn allan.

Ofn á næsta leiti

Þarnæst tóku pekanstangirnar við! Venjulega pekanbökufylling ofan á hveitibrauðs-skorpu... um það bil.

Hvað annað get ég kallað það? Ekki var það bökudeig!

Mikið þarfaþing þettta tól þegar mylja þarf saman smjer og hveiti! Af hvejru ég á svona tæki en ekki skæri er ofar mínum skilningi!

Eðalgræja

Enn bætist við listann!

Ég lofa... ég lofa samt svo langt sem augað eygir og alheimurinn nær, að það voru engin hár að væflast fyrir mér í bakstrinum þó svo á blaðið hafi ratað "rúllubursti til að fjarlægja hár".

Ég lofa!

Listinn stækkandi fer

Næst var pekandýrðinni komið fyrir inn í ofni og voila!

Bara að bíða til morguns með að reyna að borða þetta ekki!

Gleðisprengja

pekanstangir nýomnar út úr ofni

Þetta kemur t.d. fyrir ostakökurnar elskulegar, þegar maður kann ekki nógu vel á ofninn sinn!

Nei, hún náði ekki að brenna en tók aðeins of góðan lit til að vera titluð "gullfallega fín".

Bragðið er enn óráðið - það kemur í ljós í kvöld!

Keppnis brún

Afrakstur gærdagsins að viðbættri ómyndaðri karamellu sem ákvað að heilsa upp á ostakökuna!

pumpkin ostakaka

pekanstangirnar

Kalkúnn eftir 30 mín!

Annað ofát í uppsiglingu.

Hjálpi mér allir alheilagir átvaglsandar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig þér tókst að baka í sakleysi þínu og henda hluta í loftið skil ég ekki :D

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 17:49

2 identicon

Vávávááááá hvað þetta er girnilegt!!

Sigrún (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 17:50

3 identicon

Þú átt svona þarfaþings-tól af því að ég gaf þér það í jólógjöfó, eftir að hafa leitað leeeeeengi!  Því að þú sást svona notað í salatgerð í Bostons í gamla daga og langaði í.... ég er bara svoleiðis frænks

Dossa (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 17:58

4 identicon

mmm girnilegt! :) skelliru ekki inn uppskrift?? :D

Þórdís (Dísa) (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 19:10

5 identicon

Shit hvað þessi pekandýrð lítur görní út, er slefandi hérna fyrir framan tölvuna

Ella í Hollandi (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 20:07

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Fannarinn: Ég ekki heldur. Þetta eru álög. Alveg sama hvað ég reyni að vera snyrtileg og fín við bakstur - það mun aldrei, aldrei takast.

Sigrún: Ohohooo þetta var ofur! Þó ég segi sjálf frá.

Dossa: Nei það var mezzaluna! Hann er ææði! Þetta tól keypti ég í fyrr til þess eins, einmitt, að krulla saman hveiti og smjör.

Þórdís: Jú. Er einmitt að henda þeim upp núna ;)

Nafna mín Hollenska: Það var líka svaðalegt. Karamelludýrðardásemdmeðseigum-semi stökkum botni! Ugh!

Elín Helga Egilsdóttir, 29.11.2010 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband