Allskostar ómerkilegt

Matarmál hafa sjaldan eða aldrei verið jafn ómerkilega endurtekin og undanfarnar tvær vikur.

Endurtekin og ómerkileg, já, kannski. En góð engu að síður.

Eggjakökur, ofurgrautar, skyrmall og ávaxtanart hefur einkennt sólarhringinn að auki við hið sívinsæla hádegisát í vinnunni.

Ernan er líka á hvolfi í flutningum, ritgerðarvinnu og Lalla-umsjá. Verkfræðingurinn Jens, ská-eiginmaður og raðari extraordinaire stendur sig prýðilega í niðurrifi og búslóðarumröðun. Munurinn á röðunarhæfileikum tölvunarfræðinga og verkfræðinga er hinsvegar allsvaðalegur. Þið megið geta hvar mitt handverk er að finna. (þó svo umhverfi mynda gefi það mjög bersýnilega til kynna)

gullfallegt

líka.. gullfallegt

Nota annars allan þann frítíma sem ég á til að "redda" því sem þarf að redda því stundum gott fólk, þá þarf maður bara að redda!

Og dedda!

En það er mál í allt annan pistil, með allt öðrum orðaforða og um það bil einum hnakka-massa!

Því þeir dedda er mér sagt... og segja þeir sjálfir.

Dedda.

Systir ömmu var kölluð Dedda! "Fiskiboller Ella mín, komdu og fáðu þér fiskiboller".

Yndisleg manneskja.

Þar sem allskostar ómerkilegheitum mínum verður framlengt til næsta laugardags, þegar árshátíð vinnunnar verður haldin hátíðleg og íbúðaruppsetning vonandi vel á veg komin, þá er þetta miðdegisnartið mitt.

Skyr, ávextir og nokkra hnetur, sumar vel faldar ofan í skyrdollunni. Svona ef þið vilduð vita það.

millimálsfínheit

Tók 1,5 Stunur í morgun.

Ekki jafn spennó og það hljómar, treystið mér. En mikið assgoti var ég spræk!

Vikufrí úr ræktinni og kvendið hresst sem fress-t. Tók alla fyrri æfinguna og kláraði það sem skrokkurinn átti eftir í þeirri seinni.

Annað spennó í fréttum. Mister Karvelio var með "Fyrstur kemur fyrstur fær" leik um daginn. Core masterinn sjálfur, eðalfrændi Röggu Nagla og spekingur mikill!

Fyrstur kemur fyrstur fær... fría fjarþjálfun út Nóvember!!! Haldið þið ekki að átvaglið sísvanga hafi ekki náð að trodda sér í fyrsta sætið af einskærri ofurspennu!

Þetta verður gaman. Þessi strákur... fyrirgefðu, maður, veit vel hvað hann syngur, eins og frænkan. Hlakka geypilega til þess að bæta nýjum æfingum í gagnabankann og hlakka mikið til komandi misþyrminga!

"Standa á annarri hendi, hægra augað lokað á meðan bolta er haldið á lofti með löngutá og magakreppur stundaðar af kappi í bland við armbeygjur og einn frosk!"

Nei ég seginúbarasonna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha þessi planta líka! Búin að festa sig við sætin og dreifa sér um bílinn (og svo bílastæðið). Þessi skór á stangli er mjög flottur. :)

Erna (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 20:27

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já nú líst mér á þig kona að láta frænda berja svolítið á þér. Hann er með Naglagenið enda erum við grjóthörð úr Djúpinu fyrir vestan, tyggjum skósóla og tannburstum með stálull. Hlakka til að fylgjast með svipuhöggunum dynja og stununum rymja :)

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.11.2010 kl. 21:15

3 identicon

hehehhee.... alltaf svo skemmtilegt bloggið þitt :)

En heyrðu, má ég spurja/spyrja þig að einu? Ég er smá salatóð, elska að éta salat í hádegismat. Það sem ég elska mest við salatið eru ristuðu furuhneturnar og stundum leyfi ég mér smá fetaost.
hvað segiru um furuhneturnar og fetann? Er ég að eyðileggja alla hollustu í salatinu?

og er ekki betra að drekka Hámark próteindrykk eftir æfingu frekar en ekkert prótein? :)

Rut R. (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 10:14

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Erna: Já, skórinn kemur sterkt inn!

Ragga: Ansi hrædd um það. Æfingin í morgun skildi fótleggi og miðpart skjálfandi, titrandi og grátandi. Ef það væri líkamlega mögulegt.

Rut R: Elsku besta. Furuhnetur eru hið besta mál. Holla fitan. Myndi fara aðeins varlegar í fetann. Allt í lagi af og til og ekki 7 tonn í einu :) (Það er, ef þú ert í svaðalegu aðhaldi/kötti)

Hámark, ef ekki kynnt mér þennan gjörning nógu vel til að kommenta, en það sem ég hef heyrt er nokkuð jákvætt. Hef líka heyrt að sykurskert Kókómjólk sé eðal-eftirátaksfæði - og í guðanna bænum leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.

Minnir meira að segja að mister Karvelio hafi verið að ræða þetta.

Elín Helga Egilsdóttir, 10.11.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband