Málning hér, málning þar...

...málning á mér allstaðar!

Ég er með málningu á stöðum sem ég vissi ekki einusinni að væru til á mér!

Hvernig má það vera gott fólk? Hvernig er það hægt?

Ég hef, sem betur fer, sloppið alfarið við málningu í auga. Það er jákvætt. Hallaði mér þó upp að blautum vegg í gær og hárið fékk sinn skerf af plasti. Versta við þann gjörning var að það uppdagaðist ekki fyrr en löngu seinna og klessan er enn föst í hausnum á mér.

Er að fara í klippingu á eftir til Stínunnar minnar. Henni, án efa, til ævarandi gleði. Kannski ég yfirgefi stofnuna með skallablett! Hver veit.

Ég lykta eins og terpentína í þokkabót. Í bland við lakk og ristað brauð. Ekki spyrja.

Ef þið viljið láta mála hjá ykkur, fyrir lítinn pening, og njóta skemmtunarinnar ókeypis, þá vitið þið hvar ég er. Tvær flugur slegnar í einu höggi á þeim bænum.

Er samt mjög vandvirk! Það er málningin leggur mig í stíft einelti, beyglan á henni. Virðist ekki slettast á neinn nema mig. Ég segi ykkur það. Klessan tekur snúning með flikki og 45° halla til þess eins að lenda á áberandi stað... eins og nefinu á mér!

Brussugangur er þó ekki til í mínum orðaforða.

Eitt herbergi eftir - óskið mér góðs gengis!

Elín - 0: Málning - 435


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"breik a legg" ... alltaf "gaman" að mála

Hulda (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 15:21

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

gangi þér vel með restina af því sem þarf að mála,og takk fyrir frábært blogg,alltaf gaman að lesa og hafa gaman af,

kv

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 8.11.2010 kl. 17:34

3 identicon

Þetta er samt svo gaman, 124fm á 2 sólarhringum afrekaði ég í haust, ætla ekki að gera það aftur en glaður kem ég og horfi á aðfarir annarra :D

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:35

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hulda: Hahh.. takk!

Anna Ágústa: Ohhh takk fyrir það mín kæra og velbekomm. Gaman að það gleður.

Karvelio: Velkominn! Ég býð einnig upp á kleinur, kaffi, bíópopp og ávexti... svona fyrir þá sem ekki eru í poppkleinunum. Mögulegt að einn Camambert fylgi hress með.

Elín Helga Egilsdóttir, 9.11.2010 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband