4.11.2010 | 10:41
PÚMBPKIN, skyr og chia
Grasker. Af hverju er okkur ekki skaffað meira af graskerjum?
Þó það sé ekki nema bara niðursoðið í dollu eins og þessari!
Þessa pínkulitlu sætu dollu fann móðir mín innbundna í "brauðgerðarpakka" frá Kosti.
Ég rændi dollunni þó og skildi brauðgerðarefni eftir. Ég gat ekki séð af heilli dollu í viðbót í brauðbakstur því þessi dásemd virðist ekki vera til neinstaðar á Íslandinu!
Sættum okkur við að Ísland sé eyja og borðum bara kartöflur og ýsusporða!
"JÁ NEI!" Sagði kvendið og beindi vísifingri hægri handar reiðilega, en ákveðið, í átt að himinblámanum, sem í þessu tilfelli reyndist vera loftið í vinnunni hennar.
Kaninn fær þó plús í kladdann fyrir þennan gjörning og innleiðing dollugumsins á Frón væri með eindæmum jákvæð!
Dýrðina ætla ég þó að nýta vel. Púmpkin skyr í dag, púmpkin grautur á morgun og púmpkin próteinsull í nánustu framtíð. Halogen yfirstaðið og Þakkargjörð bíður álengdar. Kannski verslunareigendur landsins heiðri okkur almúgann með appelsínugulu dolludásemdinni fyrir hina há-amrísku Þakkargjörð?
Graskers pönnsur, graskers-smjör, graskers búðingur, graskers-kaffi grautur... ohhhhh!
En í morgun -> Chiaskyr með graskersmauki!
Grasker í skál, skytturnar þrjár (kanill, engifer, negull), 1 msk chia, smá vatn, salt, torani og vanilludropar hrært saman. Og svo...
- Skyr
- Hræra sveip í gumsið - einstaklega mikilvægt
- Ísskápa
- Reyna að sofa - sama gamla eftirátsspennusagan á þessum bæ
- Vakna
- Hoppa frammúr
- Detta á leiðinni inn í eldhús (já, það var mjög... mjög vont fyrir hnéð)
- Taka skálina út úr ísskáp
- Múslía
- Klóra sér í hnénu
- Heslihnetuspæna
- Borða
- Einfalt - ekkert ves - goooott!
Einnig, alltaf... ætíð.
Þegar ég hugsa um orðið grasker, þá bergmálar í höfðinu á mér "púmbpkin" og ég hugsa til þessa kokks! Alltaf!
Hann er uppáhalds!
Makin'a'púmbpkin pæææ! Múrk, múrk múrk!!!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Morgunmatur, Skyr | Facebook
Athugasemdir
nimdamdumdeduradiskidur-skíetliídídelídi-maujrk-maujrk-maurkj...and now we make de swedish meatballs:)
Sprella, þú ert smá sonna púmpkinkreisí:)
roastari í kvöld!
hrossabjúga nr.2 (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 12:15
mmm... le beef de roast!
Elín Helga Egilsdóttir, 4.11.2010 kl. 13:09
buttersquash grasker sem fást alltaf í hagkaup eru frábær!!
nota þau óspart í staðin fyrir sætar kartöflur (jámm...I kid you not) eða mauka það eftir gufusuðu :)
ásta (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 15:30
Ohh satt. Hef gert það líka... þykir þér það ekki dýrt samt?
Svo hentugt að hafa þetta maukað, dósað og tilbúið fyrir letiblóð eins og mig
Hef reyndar tekið þessi butternut og ofnsteikt í muss.. með hýði.. og borðað þannig. Gvööðdómur.
Elín Helga Egilsdóttir, 4.11.2010 kl. 15:57
Hurru manni, ertu búin að kíkka í Kost - gæti þetta ekki verið til þar! Þeir eru víst svo aaaammmerískir í sér!
Hmmmmm, roasted beast - hvenær eigum við að koma ?
Dossan (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 16:14
Kíkti í Kost um daginn og ekki baun í bala!
Þetta var til í Hagkaup í fyrra. Kannski að þetta komi í búðir fyrir þakkargjörðina.
Elín Helga Egilsdóttir, 4.11.2010 kl. 16:20
Ég lýt höfði fyrir þér í lotningu... you read my mind. Sogaðist inn í Halloween maníuna hér í DK og keypti heilt grasker for the first time. Bakaði í 45 mín í ofni, henti gumsinu innanúr í brjálæðinginn (Kitchen Aid) og blandaði í mauk. Nota það í pönnsur með Capella Pumpkin Pie og kanil... HELLO???? Gómsætu guðinn hylltur með tryllingsdansi.
Ætla að prófa að setja í graut... þigg með ástúð og virðingu frekari graskers hugmyndir úr eldhúsi meistarans ;)
P.S ég sá oft pumpkin í dollu í Hagkaup fyrir nokkrum misserum... er það hætt?
Ragnhildur Þórðardóttir, 4.11.2010 kl. 18:10
jú dýrt er það....en what the hell, kaupi það anyways!! er það eins gott svona úr dós?
ásta (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 18:11
Flott blogg :) Er með íslenska hafra til sölu sem ég ræktaði í sumar ef einhver hefur áhuga. Ég er virkilega ánægður með 100% íslenska morgumatinn þessa daganna. Kveðja Þórarinn 869-2241
Þórarinn Ólafsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 20:28
Orðin svooo húkkt á síðuna þína. Æði.
Kveðja frá matarlandinu - Ítalíu! (úff..svo margt gott og nýtt sem maður ÞARF að smakka hér, eða hvað? :P )
www.snoturt.blogspot.com
DóraKristín (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 07:57
Ég veit að mamma hefur keypt frosið grasker í bitum í Bónus held ég.
Una (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 11:14
Þú ert nú meira krúttið :)
Dásamlegt blogg - les það "ríliddjösslí" og er mjög innblásin af heilsupælingum. Langar að skora á þig að sýna fyrir og eftir myndir af sjálfri þér, svona sem hvatningu fyrir okkur sem erum nokkrum skrefum á eftir þér. Yes?
Sæunn (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 18:45
Ragga: OHoooo!!! Jú, sá svoleiðis í fyrra en hef ekki rekist á núna. Þegar ég finn þessar gersemar mun ég hamstra eins og enginn sé morgundagurinn!!! Þá verður grasker á matseðlinum í nokkrar vikur.
Ásta: Æji, það er rétt! Láta þetta eftir sér bara! Pumpkin í dós er ekki ósvipað sætri stappaðir kartöfu barasta :) Fínt fínt.
Þórarinn: Snilldin einar. Maður þyrfti að fá að smakka.
Dóra Kristín: Ohh meeeen! Íítalíu! *grát* Njóttu kona, njóttu sem mest þú mátt. Ég sendi þér hérmeð öfundskveðjur frá snjólandinu.
Una: úú, ætla að kanna það. Takk :)
Sæunn: Æhjjj, takk sa mukket og já, för og eftir...
... ég segi þetta alltaf en sá póstur er hinumegin við hæðina og alveg á leiðinni ;P
Elín Helga Egilsdóttir, 6.11.2010 kl. 11:31
Nóg til af graskerjum í Hagkaup sá ég...
Laufey B (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.