31.10.2010 | 16:55
Halógen 2010
Guð minn góður.
Ég hef ekki borðað svona hressilega síðan í... jah... hmmm!
...
Segjum bara að ég hafi borðað hressilega og framlengt átinu til dagsins í dag, þó svo ég hafi svarið þess eið í gærkvöldi að borða aldrei aftur.
Er að borða Oreo kex í þessum töluðu, nýbúin að gúlla í mig Rísó, kjúlla, rækjukoketil, skyri og nautatungu með heimalöguðu kartöflusalati.
Ég ætlaði ekki að framlengja en...
...sorry. Ég get ekkert borið fyrir mig í þessum efnum annað en eitt einmanalegt EN.
Er líka að borða muffins núna. Oreo kexið er búið.
Leyfi myndunum að tala og tjá sig. Versogú!
Sjá vibbatvibbana á síðasta ári.
Gömlu sætu með páfagaukarassa á höfðinu!
Ég er að borða Rísó núna... svona til að leyfa ykkur að vita hvernig óhollustuáti mínu farnast.
Nornamamma í stíl við litla trúðabarnið!
Pabbúla mínus tennur plús auga!
Sjúpsystir mín kær og Valdimar, hinn gleymdi Emo, á kanntinum.
Held hann ætti að halda sig við nýja lookið, amk varalitinn!
Áform mín um She-Hulk fóru út um þúfur og úr varð þetta vændi.
Skinkur alheimsins sameinast í þessum gjörning sem átti að vera Dolly Parton. Guð fyrirgefi mér.
Svo kom að aðaláti!
Marbella... Mófó (Móaflatarkjúlli)... sveitt, sveitt nautatunga, kartöflusalat, sykurteitur, sovs... allt sem í heiminum er hamingjusamt og krúttaralegt!
Sveittasta mynd hérnamegin svitabeltisins!
Hrossabjúgun!
Ohoooo!!!!
Er að borða reyktan lax með estragon sósu núna... og ristuðu brauði! Sheibse!
Svo gerði ég mig tilbúna...
...til að éta barnið!
Það gekk ekki alveg eftir.Æhhji hvað át, fjölskyldur... átfjölskyldur og tilheyrandi er nú gleðilegt skemmtilegt.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Út að borða | Facebook
Athugasemdir
Bara snilld - makki mig
Dossa (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 18:28
mhmmm en girnilegt allt saman!!!
er nýkomin úr átveislu þar sem ég sór þess eið að borða ekki næstu vikuna EN samt sit ég hérna með slefuna yfir öllum girnilega matnum á þessum myndum :p
HallaS (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 19:06
ég elska - elska - ELSKA bloggið þitt :)
Gleðilegan átdag skvísa! ;)
Helga (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 00:45
vá hvað þetta er mikið snilld hjá ykkur famelíunni..
ekkert smá girnó og vel heppnað.
þegar ég verð komin í stóra íbúð (eftir kreppu) ætla ég sko að taka ykkur til fyrirmyndar og halda svona veislu... ekkert smá sniðugt og ótrúlega góð hugmynd, allir með, ekkert djammfyllerís kjaftæði. bara allir að hafa það kósí, hittast og borða góðan mat.. lov á þeessa hugmynd :)
Heba Maren (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 10:11
LOL LOL LOL!!! AHAHHAHAHAH Thetta er meiriháttar hress og skemmtileg fjölskylda!!
Almennilegt fólk!
Hungradur (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 22:53
Greinilega mikið fjör :) skemmtilegar myndir og skemmtilegur matur :)
Mig langaði að spyrja þig að einu. Veistu hvort éiginleikar próteindufts skemmist eitthvað við hitun eða örbylgjun. Geri mér nefnilega hafragraut að kveldi, bæti í hann duftinu þegar hann er kólnaður en hita hann svo aðeins upp í örbylgjunni daginn eftir??? Heyrði e-s að maður ætti ekki að hita próteinduftið en ?????
Elísa (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 10:19
Dossa: Ahh yes. Takk fyrir mig sjömuleiðis :)
HallaS: Ákkúrat. Þetta eru álög.... ÁLÖG SEGI ÉG!
Helga: Ohooo og hann var svo sannarlega ánægjulegur. Bestu þakkir fyrir næstum því nafna.
Heba Maren: Náákvæmlega. Þetta var, og er, ekkert nema notalegt :) Ótrúlega gaman.
Hungraður: Eðaleintök.... þó ég segi sjálf frá
Elísa: Jú, ég hef nú heyrt eitthvað svipað og satt best að segja, er ég bara ekki viss. Ég hef hitað, örbylgjað, eldað, öreindað próteinduft og jah... er barasta ekki viss :)
Elín Helga Egilsdóttir, 2.11.2010 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.