Bleikmundur

Ég planaði þetta át í síðustu viku. Bað sérstaklega um þennan himinn 14. október.

Svo nýmóðins, hipp og kúl að borða morgunmat í stíl við veðrið... nú eða fötin þín!

Ekki grautur með hindberjum og kanil

Enn eitt skyr-hafragumsið. Ekki skyrgums, ekki hafragrautur.

Kannski það sé málið?

Kalla þetta "Ekki-grautur"! Ég held það barasta! Því gumsið inniheldur jú hafra og þeir vinna alltaf!!

Ekkigrauturinn samanstóð af 1/4 bolla höfrum, kannski 100 gr. skyri, vanillu/heslihnetu torani, kanil, tvemur lúkum af frosnum hindberjum og muldum möndlum sem fela sig í dýrðinni. Hræra graut fyrst með vatni og örra. Blanda þá út í hann bragðefnum ásamt smá salti, þá skyri og frosnum hindberjum - rétt hræra - inn í ísskáp - reyna að sofna, en það er einstaklega strembið sökum tilhlökkunarmorgunátvaglsspennings!

ekkigrautur með kanilló og hindó

Ég gat sofnað já og jú, ég komst í ræktina í morgun.

En vá hvað þessi skál var mikill guðdómur í dós... eða.. þú veist... skál! Bragð og áferðarlega séð. MMMhmmm! Ég dýrka og dái i-Ekki-Grauta og alla þeirra pervertísku áferðarhamingju!

Það er líka komið frost gott fólk. Fyrir þá sem ekki tóku eftir því. Ís-landinu tókst þetta loksins og október er hinn 19.!

Eitt klapp og hálft húrra fyrri því!

*KLAPP* +  *HÚR*

Frostgleði

Eftir 12 ár ættum við að ná því að liggja í sólbaði fram í nóvember. Get svo svarið það.

Er annars farin í morgunkaffið - mikilvægt rútínuatriði!

Ég hef farið á mis við æði margt mín kæru með þessu kaffileysi. Heitt kaffi, heitur grautur, ískaldir morgnar, kúra undir teppi og njóta.

Ahhhhh... komandi frostmánuðir... vonandi!

Kveð að sinni með fuglasöng. Við þetta vaknar átvaglið á morgnana. Fuglarnir með eindæmum kátir, eða... "Fuglarnir alveg að verða brjálaðir....". Vantar bara eitt lítið "díses" og *augnrúll* þarna í endann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt. Þessir fuglar eru á þvílíkri kjaftatörn! :) Finnst æði hvað þú ert dugleg að skella þér út svona á morgnana. Heimurinn er eitthvað svo hreinn og...bleikur svona í morgunsárið! Gott að sitja með kaffið og anda aðeins áður en maður skellir sér í daginn.

Erna (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það er ekkert nema gott! Smá ferskt loft í trýnið, sérstaklega í morgunkyrðinni - þó svo það sé kominn kuldi og frost.

Ahhhh!!! Núna er t.d. slydduélsvind-frekjuveður. Illa hægt að sitja og njóta út í því nema þú sért mikið fyrir svoleiðis.

Maður veit aldrei.

Flutningur - 0,5 mánuður, Þakkargjörðarháðtíð - 1,5 mánuðir, leyndó - 3 mánuðir ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 19.10.2010 kl. 15:04

3 identicon

úúhúhúúhú ég er að springa úr spenningi yfir þessu leyndó-smeyndó

En mér finnst samt svindl að þínir grautar líta alltaf svo vel út..... mínir eru bara hreint ekki svona lekkerir.... en samt góðir .... amk oftast

Hulda (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 15:59

4 identicon

Ohohohohohoho...

... ohohohoho

:D

Erna (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband