Leyndókökur

Ég er að baka þessar núna.

tilraunakökur bakast kökur

Þær eru af öllu stærðum og gerðum og þær eru ekki fullkomnar í laginu!

En það er ekkert nema gleðin einar!

Tilraunakökur

Þetta eru með betri kökum sem ég hef púslað saman. Ég segi það satt.

Bæði áferðar og bragðlega séð.

Tilraunakökudeig

Eina sem gæti mögulega vantað eru súkkulaðibitar og smá hnetur en ástæðan fyrir vantinu er hreinlega sú að ég átti gumsið ekki til á lager.

Tilraunakökur

Þær eru geggjaðar!

Karamellusúkkulaði kram að utan og mjúkar í miðjuna, gaman að bíta í og unaður að borða! Já, þær eru stútglimrandi fullar af smjöri og sykri. Ekki ímynda ykkur annað!

Tilraunakökur

Tilraunakökurextraordinaire

Það vonda, við annars unaðslega góðar kökur, er að ég hef ekki hugmynd um hversu mikið ég notaði af hverju! Það er súrmjólk í þeim já, smjör, sykur, púðursykur, vanillu og möndludropar smá Nescafé og kakó ásamt hveiti og höfrum og nokkrum galdraefnum í viðbót.

Á tilraunakökustundum er gott að vera með blað í rassvasanum og penna bak við eyrað.

Nú þarf ég bara að reyna að búa þær til aftur!

Bara...

...hægara sagt en gert!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ah! Bévítans, akkúrat það sem ég geri alltaf; gleymi að skrifa niður! Sjélleg vandræði

Svava Rán (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 21:44

2 identicon

hrikalega girnilegar......

Hulda (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband