3.11.2010 | 15:41
Eldhúsreglur og aðrar... almennar... lífsreglur
Hvar værum við ef ekki væru reglur til að fara eftir?
Jah, miðað við hvernig tildrög kryppunnar belssaðrar voru þá skipta þær kannski ekki máli? Eða hvað? Eins og að vera kokkur eða bakari og stinga undan kökudeigi í gríð og erg til að borða græðgislega í heimahúsi!! Ohoooo.... kökudeig.
Það eru líka til óskrifaðar leyndóreglur eins og að bíða í röð, segja takk við hinar ýmsu kringumstæður, borða hafragraut að eilífu, hoppa á einari í hálfhring þegar þú sérð fjólubláan bíl, pirra sig á því að öll skilti sem auglýsa jólatré yfir hátíðarnar segja "jólatrés-sala" en ekki "jólatrjáa-sala" og skera lauk vopnaður sundgleraugum.
Hver selur bara eitt jólatré?
"Góðan daginn... mætti ég nokkuð fá þessa grein þarna fyrir miðju rétt ofan við hægri hliðina á ská?"
Varðandi laukskurð þá mæli ég með því að sundgleraugunum sé komið fallega fyrir yfir augunum. Undir engum kringumstæðum er hægt að vera "Dead sexy" og krúttaralegur þegar laukskurður kemur við sögu. Ekki að það sé nauðsyn í eldamennsku. Tárin leka niður kinnarnar og nefsog stundum svo kröftugt að hárið styttist um 2 sentimetra og spékoppar á rasskinnarnar eru óumflýjanlegir.
Ekki fallegt, ég veit.
Já, það er mjög átakanlegt að sjá mig skera lauk. Tala nú ekki um þegar 102 þúsund laukar eru skornir! Jú, það getur vel skeð að einhver þurfi einhverntíman að skera 102 þúsund lauka! Hver veit nema útbúa þurfi franska lauksúpu á ráðstefnu sem haldin er fyrir alla "Pierre" heimsins!
Nokkrar óskrifaðar leyndóreglur haldast í hendur í mínu eldhúsi, hér er brotabrot af þeim:
- Alltaf að sleikja skeiðina! Alltaf... þú veist... til þess að smakka!
- Kökudeig er lífsnauðsynlegt!
- Þegar kanilsnúðar eru útbúnir er leyfilegt að borða endana á kanilsnúðarúllunni þegar byrjað er að skera hana. Sama á við um piparkökudeigshrat sem verður útundan við skurð!
- Súkkulaði er fæðuhópur sem koma skal fram við af virðingu!
- Gúmsla skal... gúmsli... saman með handafli þegar kostur er á til að þjálfa þríhöfðann. Dæmi: Hræra eggjahvítur, túnfisksalat, franska súkkulaðiköku...
- Taka reykskynjara úr sambandi þegar kleinur eru steiktar... og kökur bakaðar... og naan-brauð er ristað! Muna bara að setja hann í samband aftur.
Brotabrotabrot.
Lífið er óh-svo flókið.
Eldhúsreglur verða þó til jafn óðum og þær skjóta upp kollinum. Eins og í gær... jebb.
7. Ekki stinga upp í þig kirsuberjatómat sem nýstiginn er út úr 180°C heitum ofni.
Ég kenni "Hvað er heitur tómatur?" litningnum alfarið um þetta mál. Græðgi kemur þessu ekkert við!
Þið megið svo geta einusinni hverju ég var að gúffa í trýnið á mér rétt í þessu.
Deilið með mér eldhúsreglum! Þið hljótið að eiga nokkrar!
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Athugasemdir
Hahaha mjög gott. Það gæti verið einhvers konar fjáröflun - 102.000 laukar skornir fyrir börn í afríku - og sýndar myndir af mjög alvarlegu fólki í hazardbúningum við laukskurð. Í 2 ÁR!
Voða frekja er þetta með jólatrén.. veistu ekki að það er kreppa?? Það hefur enginn efni á HEILU jólatré núna. Styður þú eyðingu skóga?? Hatar þú Jesú? Nei ok djók ég fæ líka alveg grænar þegar ég sé þessi skilti! ;)
Erna (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 15:49
Hahahhaa!
Ég mæli með því að allir fái sér eina greninál og stingi henni í blómapott! Fjölskyldumeðlimir geta svo notað hana til að stinga úr tönnunum eftir matinn!
Ég þarf að finna færsluna jólatrés færsluna þína Erna. Það er ein fyndnasta lesning í heimi - henni þarf að deila!
Elín Helga Egilsdóttir, 3.11.2010 kl. 16:16
Leyndó Naglans.
1) Ef maður notar linsur þá tárastu ekki við laukskurð.
2) Nammi sem fer upp í þig í búðinni telst ekki með hvorki í peningum né kaloríum
3) Fæða má aldrei fara ein upp í munn - þarf alltaf að hafa vin sinn með, einn eða fleiri
4) heit eplakaka eða súkkulaðikaka (eða bæði) með vanilluís og gervi-sprauturjóma og ég get dáið á morgun
5) hafragrautur verður að vera það þykkur að hann er borðaður með gaffli... helst hníf og gaffli
6) kanill passar með ÖLLUM mat
7) Að missa úr máltíð er katastrófa sem veldur tárum og frústrasjón útyfir allan þjófabálk
Ragnhildur Þórðardóttir, 3.11.2010 kl. 16:58
líka hægt að láta kalt vatn renna í vaskinn og skera laukinn við hliðiná honum!
og endarnir á kanilsnúðarúllunni bara verður alltaf að smakkast þegar hún er skorin niður... já eins og bara allt ætt deig :p
HallaS (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 18:11
Ella, þú ert æði! Ef þú hétir Elli mundi ég ekki una mér hvíldar fyrr en ég hefði sannfært þig um að ganga með mér í heilagt hjónaband! Takk fyrir alla þessa frábæru pistla, færð mig til að brosa með hverjum einum og einasta.
Linda Björk (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 19:19
En bíddu... hvað varstu að borða? spyr öldruð og sjóndöpur kona úr Vesturbænum.
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 19:23
EEEEEEEGGGGGG!!!! (eins og konan í Stellu í orlofi) ......eeeeeeeegggggg
Hulda (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 20:57
Ragga: Ahhh góóður listi! I like!
Halla S: Mikil sannindi! Kanilsnúðadeigsendar skulu ætið borðast fyrir bökun! Verð að prófa þetta trix með laukinn.
Linda Björk: Bwaahahaha! Heyrðu... er nú samt stundum kölluð Elli frændi. Eina sem þyrfti til sannfæringar er eplakaka, karamellusósa og rjómi!
Nanna/Hulda: Jújú, mikið rétt. Egg komu við sögu og þá helst hvíturnar! Gumsið sem sést á myndinni er það sem kvendið skildi eftir.
8. Harðar, duftkenndar, hræðilegar eggjarauður skal gefa úlfinum!
Elín Helga Egilsdóttir, 3.11.2010 kl. 21:56
Nú sé ég það, sagði blindi maðurinn.
Sjóndapra konan á sér eina mjög staðfasta eldhússreglu: Aldrei að elda eftir uppskrift, það kann ekki góðri lukku að stýra. Slattar, skvettur og smávegis eru helstu mælieiningar í mínu eldhúsi og gefast bara vel, skal ég segja þér. Hefur samt ekkert með sjóndepru að gera, heldur óbilandi trú á eigin ágæti og eldhússgyðjugenum sem meðfædd eru. Ég fletti stundum matreiðslubókum og hugsa þá gjarnan, eða bara undantekningarlaust, svo ég sé nú ekkert að skafa af því: Alveg er ég viss um að það væri BETRA að gera svona...
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 08:08
Hahaha
Yndislegt.
Eins og talað út úr mínu hjarta!
Elín Helga Egilsdóttir, 4.11.2010 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.