Heilsupressan á húrrandi siglingu

Ég er ægilega ofurspennt.

Þar af leiðandi er mér sönn ánægja að segja frá því að ég, ásamt góðu liði ofurheilsuhetja, verð með pistla, eða blogg, fyrir nýja heimasíðu á vegum Gunnars Más Sigfússonar. Armur frá pressupennum, Golfressan o.fr.

Heilsupressan!

Allsherjar heilsusíða fyrir þá sem vilja vita/læra allt milli himins og jarðar tengt heilsu/matarræði/æfingum ofr. Virkilega ljúffengt lið af fólki sem að þessu kemur, meðal annars eðalkvendið hún Ragga mín Nagli, og sem kemur til með að deila leyndardómum heilsusamlegs lífernis og skrokks í toppstandi. Pff.. ekki miklir leyndardómar svosum, en ótrúlegt en satt þá eru þessar upplýsingar afskaplega vel "faldar" á netinu og maður veit aldrei hverju best sé að treysta. Þessi síða ætti því að auðvelda leitina þar sem allsherjar fróðleikur, samþjappaður á einum stað, er ekkert nema gleði og ég ekkert smá kát að fá að fylgja með og taka þátt!

Nú er því stóra spurningin sú hvort ungfrúin færi bloggið blessað yfir á pressuna eða haldi áfram skrifum hér? Ef ég færi það ekki yfir myndi ég ljá pressunni almennar spælingar og grautargleði í bland við millimál og nota þennan vettvang til að tuða um daginn, veginn og hversu mikið ég elska áferðina á baunasúpum!

Og hversu mikið ég elska kanil... og skeiðar... og súkkulaði... og hnetur...

Þið viljið kannski aðstoða mig við ákvörðunina? Wink Hvíla mbl í einhvern tíma... alfarið?

Heilsupressan fer annars í loftið næstkomandi laugardag. Ég hef þegar fengið smá innsýn í pistlana sem koma til með að líta dagsins ljós á þessum annars ágæta vettvangi. Barasta flottir og stút.. glimrandi fullir af fróðleik.

Þið verðið ekki vonsvikin... treystið mér. Meira að segja ég er að drepast ég hlakka svo til alls gumsins sem á eftir að birtast á þessari síðu. Kemur til með að hjálpa mér helling.

Hmmm.... Ekki það að ég sé eitthvað fyllri af fróðleik en næsti maður. Bandit

Þetta voru sumsé gleðifréttir dagsins í dag í boði Elínar Helgu.

Thank you... thankyouverymuch! (Elvis style)

ps: Ég fór svo feikilega illa með fettmúlana í morgun að ég þurfti að hvíla mig á leiðinni upp stigann í ræktarhúsi. Ég var næstum búin að húkka far með einum steraboltanum, en hann stoppaði 3 tröppum fyrir neðan mig.

Hann hefur því tekið 3 tröppum betur á en ég, bansettur!

Eitt er þó alveg víst, að það eru fleiri en bara ég sem koma til með að eiga í erfiðleikum með að standa upp af klósettinu á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æði - hlakka til að fylgjast með - til lukku ;)

Unnur (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 10:06

2 identicon

FRÁBÆRT!!!

.... ég myndi samt sakna þess ef þú hættir alfarið hér, að segja manni frá gúmeyfötunum, gúmmulaðihöllinni, famelíunni, fettmílanum, áferðarhamingjunni og auðvitað sögum á borð við ástralíu-ferðsögudramað

Þannig að eiginhagsmunaseggurinn ég segi.... bæði betra, bloggið hér og heilsupressan sem er nú þegar komin í favorites hjá mér

Kíp öpp ðe gúdd vork

Hulda (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 10:26

3 identicon

Vá, líst ofsalega vel á þessa heilsupressu :)

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 10:44

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Unnur: Hohh, takk fyrir það. Þetta verður gaman.

Hulda/Soffía: Já, þetta er mikið samansafn af eðalfólki skal ég ykkur segja. Með hugarfarið alveg á glimrandi tæru! Bara frábært

Elín Helga Egilsdóttir, 6.10.2010 kl. 12:13

5 identicon

Til lukku með ´etta elsku Ellan mín, ég hugsa að þú þurfir að rokka á báðum stöðum - fólk fær aldrei nóg af Sprellu, það er bara svolleiðis!

Erfiðleikar að standa upp af klósetti á morgun?????.....hmmmm, fór að spá hvort að sveskjuútgáfa af morgungrautnum hefði litið dagsins ljós

Dossan (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:21

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þeiink jú :) 

Nei.. það væri næstum óskandi.

Harðsperrur dauðans eru fyrirsjáanlegar... fyrirfinnanlegar í minni nánustu framtíð.

Elín Helga Egilsdóttir, 6.10.2010 kl. 12:24

7 identicon

OH - klósettharðsperrur eru þær verstu! En já, líst vel á Heilsupressuna - en þarf klárlega minn daglega Ellluskammt sko - hver annar á að láta mig prófa egg út í hafragrautinn?? En treysti því að þú verðir jafn dugleg að blogga og sleppir allri ritskoðun ;) á hvorum staðnum sem þú verður!

R (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:35

8 identicon

Vá en gaman!

Ég segi á báðum stöðum, þú getur alltaf afritað heilsupressupistlana hingað inn eða bara sett inn linka í sér færslu svo að þeir sem eru með þessa síðu í feed-i hjá sér missi ekki af neinu. Pressuna er nefninlega ekki hægt að setja í almennilegt feed.

 Hlakka til að fylgjast með

Margrét Rós (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:36

9 identicon

Ohhh svo gaman og spennó!!! Allt svo mikið stuðboltasprell í lífinu þínu núna.. :)

 Þú veist hvað mér finnst.. myndi skæla ef ég gæti ekki lesið um þínar ómerkilegu spagettíhugsanir = halda líka mbl síðunni! JEI! :)

Erna (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:45

10 identicon

Og áður en ég gleymi - þú sleppur sko ekki héðan fyrr en við fáum að sjá fyrir-eftir blogg ;) (ok orðinn píííínu kröfuhörð hérna...)

R (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:55

11 identicon

- n (roðn)

r (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:56

12 identicon

Glæææsilegt ellster! Líst mér á þig.

Verð samt að viðurkenna að ég á svo agalega erfitt með breytingar. Sko nebbla ellahelga.blog.is er í internethringnum mínum og eitt af því sem ég skoða:a)fyrst þegar ég opna tölvuna b)fáránlega oft yfir daginn.

En ég get samt alveg vanist breytingum.

Inam (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 14:14

13 identicon

Verð að vera sammála ofangreindum riturum!  Þessi síða er partur af hinum almenna daglega bloggrútn mínum og ég doldið vanaföst.  Svo ég segi "geyma"...

Til lukku með nýtt blogg á nýjum stað samt

Ásta (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 15:00

14 identicon

elska síðuna þina og allar uppskriftirnar, verð eiginlega að segja að ég vona að þú haldir þessari síðu áfram:)

Steinunn (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 17:18

15 identicon

Heilsupressan í favorites: CHECK!

Og þú mátt samt ekki hætta með þína síðu :) 

Sveinbjörg Eva (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 18:07

16 identicon

úúú líst vel á heilsupressuna, hún fer í favorites!

en vil helst ekki missa þessa úr favorites, kannski þú getir gert eins og var stungið uppá hér fyrir ofan, linkað á hina síðuna eða hent inn pistlunum sem koma þar á þessa og/eða bara komið með svona áferðarperragúmfeyátvagslblogg hér :)

en annars verður þú náttúrulega að gera það sem þú vilt, viljum náttúrulega alls ekki að þú ofgerir þér í bloggskrifum :o)

Halla S (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 21:04

17 identicon

Til hamingju!

....

Ekki hætta með þessa samt :)

Gudbjorg (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 21:12

18 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æhjj... hvað getur maður sagt. Svona fínt.. yndislegt... ofurfólk eins og þið.

Æjiiiii bara.

 ofr. + smjör og rísó og nóakropp!

Takk <:)

Elín Helga Egilsdóttir, 7.10.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband