Mömmupönnsur

Hvað er heimilislegra og kósý en hús yfirfullt af pönnukökulykt? Sykraður smjörilmur í bland við vanillu. Snarklið sem heyrist þegar deiginu er hellt yfir flundurheita pönnukökupönnuna sem orðin er kolbikasvört af endalausum pönnukökubakstri. Notalegt. Eins og sönnum aðstoðarbakara sæmir stendur þú þína plikt sem yfirumsjónarmaður sykurkarsins. Hver pönnukakan á fætur annarri er sykruð af miklum móð á meðan þú vonar að ein, bara ein misheppnist. Stundum fær maður góðfúslegt leyfi frá bakaranum til þess að forsmakka dýrðina og þá er einni rænt úr staflanum. Ekkert er gleðilegra en að heyra "Já, þú mátt fá eina". Sjóðandi heit kaka, svo heit að sykurinn er þegar bráðnaður. Fyrsti bitinn gleymist seint. Flauelismjúkt deigið svo gott sem bráðnar upp í þér og mildur vanillukeimur fylgir í kjölflarið í bland við sykurbráðina. 

Bestu pönnsur sem til eru! Það er einfaldlega ekkert flóknara.

Reyndar eru pönnukökur mikil trúarbrögð og það sem þú aldist upp við er það sem fær munnvatskirtlana til að gráta af gleði. Hvort sem um pönnukökur, kleinur, vöfflur.... er að ræða.

Trúarbrögðin sem fylgja eldunaraðferðinni eru álíka jafn sterk og skoðanirnar á því hvaða pönnukökur eru bestar. Hver fylgir sínu hjarta í þeim efnumi. Sumir vilja sínar pönnsur brúnar og krispí, þykkar, þunnar...

...ég vil mínar ákkúrat svona! Næfurþunnar, ljósar með götum.

Mömmupönnsur

Pönnukaka a-la Mama. Þunn og deigið götótt!

Sjáið þið hvað ég á við með "Bestu pönnukökur í heimi"? Þetta er ekkert grín gott fólk. Svona hryllilega gómsætum upplýsingum myndi ég aldrei nokkurntíman ljúga!´

Þú þarft ekki að leita lengra og já... þú mátt þakka mér seinna!

Mömmupönnsur (Uppskrift og texti frá bakaranum sjálfum komið)

  • 500 gr.hveiti
  • 1 dl. sykur
  • 1 L. mjólk
  • 100 gr.smjör eða samsvarandi magn annarar fitu
  • 4 egg
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • Tæplega 1 tsk. vanilludropar (eða tveir tappar. Tappinn á dropaglasinu)
Aðferð:
  1. Allt skal vera við stofuhita, a.m.k. ekki ískalt.
  2. Þurrefnin öll í skál saman... ekki hár saman (doh!)
  3. Smérið brætt og því hrært saman við þurrefnin.
  4. Síðan er settur ½ líter af mjólk útí og hrært frenjulega, án þess að skvetta uppúr. (Dýrmætu pönnsudegi skal eigi sóa)
  5. Þá er eggjum varpað útí, öllum í senn,  og áfram hrært.
  6. Eftir sambland eggja og jukks í skálinni er afgangi af mjólk og vanilludropum bætt við.
  7. Deigið á nú að vera milliþunnt, með kekkjum hist og her.
  8. Pannan skal vera vel heit, best að hver finni sinn hita.
  9. Svo hefst baksturinn…

Reyna svo að halda átvöglunum frá sem borða beint af pönnsudisknum. Stundum er gott að vera með flugnaspaða við hönd.

Gleði og gerið svo vel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh - nú langar mig í pönnukökur - vá, ekkert smá girnilegt ;)

R (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:21

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þessar eru bestar. Svoleiðis þori að veðja upp á það öllu nóakroppi sem ég kem til með að kaupa næstu 3 árin.

Þarf samt að redda betri myndum af þessum gleðisprengjum.

Elín Helga Egilsdóttir, 1.10.2010 kl. 15:43

3 identicon

haha... þetta er skemmtilegasta pönnsu-uppskrift sem ég hef lesið! Gaman að þessu :D

Sirrý (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 16:11

4 identicon

Ég get sko vottað að þessar pönnslur eru afarljúffengar - fékk að smakka þær um daginn þegar brönsið var í vinnunni.

Næst þegar ég þarf að bjarga pönnukökuleysisþunglyndi húsbóndans í Ólátagarði  ætla ég að nota þessa uppskrift og athuga hvort kappinn kvarti nokkuð eftir það.  Reyndar er bannað að breyta um umskriftir hér á bæ..........en hann sefur hvort eð er þegar ég baka.  Ég setti í den alltaf kanil í pönnslurnar......en hann vill það ekki (gikkur þessi karl).

Bestu pönnukökukveðjur til þín mín kæra.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 19:32

5 identicon

Váá hvað ég er að fara að skella í pönnsur á morgun...nammmmm hvað þetta er girnó :)

Sigrún (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 01:12

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sirrý:

Solla: Túarbrög á trúarbrögð ofan. Pönnsur eru ekkert nema hamingja og gleði :)

Sigrún: Það... lýst mér vel á!!! Styð pönnukökuát heilshugar!

Elín Helga Egilsdóttir, 2.10.2010 kl. 18:30

7 identicon

Mhmmm namm það voru akkurat pönnukökur á þessu heimili í gær! :p

Halla S (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband