20.9.2010 | 08:26
Eftir æfingu
Má ég kynna núðlurnar mínar!
Fann þær í Hagkaup.
Nokkuð gott eftirátakssnakk ekki satt!?!?!?
Prótein þykkt blandað með vatni, kanil, vanillu... hverjusemþérþykir gott! Sjódda núðlur, kæla smá, blanda öllu gumsi saman og inn í ísskáp!
Að sjálfsögðu var meiri kanil bætt út á gumsið eftir að efri myndin var tekin og já, ég geri mér grein fyrir því að kanill hefur komið við sögu í fyrstu tveimur máltíðum dagins!
Voila. Prótein núðlur!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Eftir æfingu, Prótein, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 21:51 | Facebook
Athugasemdir
Þú þyrftir að fá þér svona HTC Desire síma. Þar getur þú skannað inn strikaðmerkið á vörunni sem þú ert að fara kaupa og færð upp allar næringaupplýsingar um vöruna (fyrir erlendar vörur, hef ekki prófað fyrir íslenskar).
Mjög sniðugt! Sérstaklega þar sem það vantar oft að segja upplýsingarnar sem manni vantar :)
http://www.brighthub.com/mobile/google-android/reviews/31314.aspx
http://www.bestandroidappsreview.com/2010/02/top-android-app-calorie-counter.html
En hún birtir innihaldslýsinguna svona líka
http://techdiffuse.com/wp-content/uploads/2010/08/calorie-counter-by-fatsecret-android-app.jpg
Gerir innkaupin skemmtilegri :)
Sigrún Þöll, 20.9.2010 kl. 09:37
Hahh.. ekki vissi ég að svona væri til. Jahérna.
Væri gaman að prófa þetta í nokkur skipti og sjá hvað upp úr körfunni kæmi :)
Snilldin einar.
Elín Helga Egilsdóttir, 20.9.2010 kl. 12:01
núðluátvaglið ég verð að prófa þessar!
Halla (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 11:35
Þær eru snelld!!! Karamellunúðlur með kanil! Já... já takk!
Elín Helga Egilsdóttir, 21.9.2010 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.