Brúnskyr? Skyrkál?

RÆS KVENMANNSBELGUR - KLUKKAN ER 7!

Frammúr, spræna, hræra í chiaskyr!

Check!

Svaðafínt ræktarsession í morgun og loksins loksins, Bootkampfh í kvöld. Tvær vikur síðan síðast og núna mín kæru er nýtt námskeið að hefjast = þrekprófið!

Óguð - ég sem stóð mig svo ægilega vel síðast! En jæja, verður gaman að sjá á hvaða stigi skrokkurinn er eftir tvær vikur í leti og almennu áti. Móður, másandi, hvásandi... deyjandi? Kannski bara móður og másandi?

Hver veit.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þó ekki hreyft á mér rassinn í morgun, þar sem... þaaað eeer Bootkamfp dagur í dag, (sungið eins og Daloon lagið) en af því ég hef verið ofvirkari en belja að vori undanfarið varð ég að gera eitthvað. Hefði ég ekki tekið tryllarann í morgun er mjög líklegt að njálgurinn hefði gengið af mér dauðri í dag. Morgunhreyfelsið kemur þó án efa niður á frammistöðunni í þrekprófinu á eftir, en við sjáum hvað setur... eða... ekki setur?

Beint heim úr rækt með tilhlökkunar chiaskyrhnút í maganum. Áferðin á gumsinu situr æði fast í matarminninu aftast í heiladinglinum! Opna ísskáp og húha - hann er troð, stútandi fullur af matargleði.

Of mikið af mat

Borðuðum nefnilega þetta í gær... jebb...

Purusteik

...og þetta...

Steiktar teitur og gulrætur

...og þetta!

Oghhh! Brúnkál, hvað ég elska þig! Fullkominn kósý heima mömmumatur! BEST!

Já - ég eeeeeeelska brúnkál og rauðkál! Jólalegra verður það varla. Þetta var samt sem áður brúnkál fyrir 52 svanga sjómenn, en það er önnur saga.

brúnkál í bígerð

Brúnkál, eins og t.d. kjúlli og kjötsúpur, býr þó yfir þeim miður gleðilega eiginleika að daginn eftir, og þegar gumsið kólnar, þá er skítafílan svo stórkostlega sterk af, og í kringum ílátið sem gumsið geymir, að tár eiga það til að spretta fram eins og enginn sé morgundagurinn. Tala nú ekki um ef þessum listilega samanpúsluðu atómum er stungið óplöstuðum inn í ísskáp. Eins gvöðdómlegt og það er nú að borða gjörninginn á meðan ferskleikinn er í fyrrirúmi, þá á matarhrúgan svo sannarlega síðasta orðið og nær að hefna sín grimmilega sé ekki gripið til viðeigandi varúðarráðstafana að áti loknu.

Ísskápshurðin er opnuð og á 300 km. hraða þrýstist út úr íshellinum dökkgrænt skítafýluský máltíðar kvöldsins áður. Krafturinn er svo mikill að óundirbúinn ísskápsopnarinn hrekkur við, eftir fyrstu höggbylgju, með tárvot augu og grípur fyrir öll vit til að verjast árásinni. Kjökrandi, með einstaka velgjuhósti, reynir fórnarlambið að loka hurðinni á nýjan leik og rétt áorkar að ljúka ætlunarverkinu áður yfirlið og óráð ota sér inn í systemið. Eftir að skítafílunni hefur verið pakkað inn heyrist innan úr svefnherbergi "GUÐ... MINN ... GÓÐUR... HVAÐA LYKT ER ÞETTA?". Það er ekki ólíklegt að í fjarska heyrist lymskulegur hlátur kjúklingsins sem kom við sögu.

-

JÆJA... þetta var nú skemmtilegt. Að öllu gamni slepptu, gerum langa sögu stutta, komum okkur að efninu!

Munið þið eftir þessari mynd fyrr í þessum tuðpistli?

Of mikið af mat

Ofan á ómægdo eggjunum kom ég Chiaskyrinu mínu fyrir! Skúmaskot mikið!

chiaskyr að fela sig

Svoneredda þegar myrkrið er farið að láta á sér kræla, þá þarf að nota flass!

gott

Á hæðinni fyrir neðan hvíldi sig fjórplastað brúnkál gærkveldsins.

Muaaahahahhaa

Jú! Fjórplast eða ekki, það var brúnkálsbragð af skyrinu mínu í morgun! Pouty 

Það var... öðruvísi! En ég át gumsið engu að síður því áferðin reddaði öllu sem hægt var að redda og ég var svo gott sem aðframkomin af hungri!

Smá drama er alltaf hressandi í morgunsárið!

chiaskyr

Svo þykir mér brúnkál líka hamingjusamt. Kannski ekki í morgunmat, en hamingjusamt engu að síður! Hef reyndar lent í þessu áður. Síðustu jól. Hafði gúmslað í iGraut og geymdi dýrðina inn í ísskáp sem fullur var af reyktum jólamat. Reyktum jólagraut mæli ég því ekki með mín elskulegu bestu, hvað þá snemma á morgnana.

Jæja, njótið dagsins gott fólk. Þvílíkt og slíkt blaður hefur ekki átt sér stað í svolítinn tíma.

Munnræpa er sem betur fer tímabundið ástand.

Afsakið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bofffhhhh!!!

er sumsagt skítafýla í mínum ísskáp? ...og var mjóa kæfan og feita kæfan of hræðileg á mynd?

Þú ert nú vondlingur...

Múmfey

guðrún garðarsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 11:03

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það voru mikil átökin sem áttu sér stað í morgun! Ég rétt náði að berjast gegn fýlunni!

Elín Helga Egilsdóttir, 13.9.2010 kl. 11:19

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég trúi ekki að þú ætlir að vera í detoxi núna þegar Naglinn er að mæta á Landið Bláa. Ertu ekki til í ólympískt át með mér á sunnudaginn með öllu tilheyrandi? Þá sjáum við hvor er Davíð og hvor er Golíat.... eða amman og skrattinn bara :D

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.9.2010 kl. 11:34

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æji maður! Ég er nýbúin með svo suddalega át-törn að samviskan er jafn götótt og svissneskur ostur.

Annars væri ég svoleiðis alveg til í það - ofurát a la Ragga og Ella yrði epískt! Epískt segi ég. Þyrfti helst að festa á filmu!

Veistu, kannski slæ ég bara til! Ætla að sjá hvort samviskuófétið láti eftir í vikunni, hver veit nema ég skelli barasta til!!

Elín Helga Egilsdóttir, 13.9.2010 kl. 13:58

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já út með samviskuna... út í hafsauga bara... éraðsegjaðérða... Það yrði talað um gjörninginn í Sögu 101 hjá komandi kynslóðum.

Ég er á viku 3 af 100%, engu svindli....and woman I need some dirty and uncensored food porn!!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.9.2010 kl. 14:27

6 identicon

"Ísskápshurðin er opnuð"  Hvernig opnar madur hurd?  

Hungradur (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 15:51

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Með fjórföldu flikki, hálfsnúning smá spangóli! Stundum þarf að blikka hægra auganu en það er eiginlega bara um helgar.

Elín Helga Egilsdóttir, 15.9.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband