8.9.2010 | 10:09
07.09.1993
17 ár og einn dagur síðan foreldrarnir mínir elskulegir giftu sig.
Þau giftu sig líka snarlega.
Múmfey: "ELÍN... KOMDU INN...".
Átvaglið: "ÆJIIIII, ÉG NEEEENNEKKI... AF HVERJU???".
Múmfey: "VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ GIFTA OKKUR!!!".
Upp í kirkju - já ókei þá og já - út í bíl - bílalúgan á McDonalds og brúðkaupsveislan haldin með stæl.
Þar af leiðandi héldum við daginn hátíðlegan og fórum út að borða í gær, ekki á McDonalds þó. Hefði verið mikil kómík í því en sökum jákvæðs brotthvarfs, þessa annars ófögnuðar af matsölustað af vera, af landinu létum við Tapas nægja. Hneisa.
Hneisa?
Læt það nú vera.
Leyfum þessari mynd að tala og segjum bara að ég muni fara þangað aftur.
Oft...
33 árum, átvagli og ófriðarsegg, giftingu, krömdum giftingarhring, Fuglenpipendansen, jólaönd, Gúmmulaðihöll, ofurgarði, musa, hengirúmi, 27 köttum og nokkrum hestum seinna hanga gömlu hrossabjúgun enn saman. Það er nú aldeilis ágætlega fínt segi ég nú bara.
Áfram team hrossabjúgu!
Til hamingju með daginn ykkar í gær mín kæru! Þið eruð það bestaðasta sem ég veit
HEY.... EKKERT SVONA! ÉG VEIT HVAÐ ÞÚ ERT A HUGSA...
... OG JÚVÍST!
Ég má sko alveg vera vemmileg og væmin inn á milli þess sem ég tek hnébeygjur með þvílíku offorsi að æðin í enninu á mér verður fjólugræn!
Útlendingapistill væntanlegur ásamt endurheimtu þoli. Krossið fingur fyrir mig, þessi mánuður verður drepsótt fyrir skrokkinn.
Yfir og út lundapysjur.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Svindl, Út að borða, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 21:45 | Facebook
Athugasemdir
Sprella skítakisa!!!
það er bannað að birta myndir af ónýtum mat-hrossabjúgun eru farin að grænka og falla saman-auk þess sem oddatöluóþolið segir til sín...átti í miklum erfiðleikum með að leggja saman 7+17.
Múmfey.
guðrún garðarsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 10:38
Hahaha... þetta er dæmi um eðalfín hrossabjúgu! Glæztari gerast þau nú varla :)
Elín Helga Egilsdóttir, 8.9.2010 kl. 10:48
Til hamingju með gamla settið. Þú hefðir nú getað orðið óheppnari með foreldra ;)Flott hrossabjúgu annars. Þau einu hrossabjúgu sem ég gæti hugsað mér að njóta ;)
Bergrún H. Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 08:18
Oh takk fyrir það og mikið rétt. Hrossabjúgu koma sjaldan nálægt mér en þessi eru velbekomm hvenær sem er :)
Elín Helga Egilsdóttir, 9.9.2010 kl. 09:54
Til lukku með foreldrana
mmmhhhhdahhh! Tapas ... *sleeeff* Æði pæði ....
Ásta (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.