23.8.2010 | 12:25
Guðmóðirin
Monday... tuesday...
Með kökukefli í annarri og chia fræ í hinni situr la mama grande og starir á einn einmana vesaling sem situr á móti henni við matarborðið. Með svitaperlur á enninu, sem glampa í morgunsólinni, og tárvot augun heldur auminginn á "Good morning sunshine" og gónir ofan í bláa Buddahskálina. Skjálfhentur stingur hann skeiðinni ofan í gumsið sem skálin hefur að geyma og við það fellur ein svitaperlan af enninu á honum ofan í skálarmallið.
Guðmóðirin: "Já svona nú vinurinn. Áfram. Borðaðu endilega grautinn þinn. Það eru hörfræ í honum og smá kaffi... eggjahvítur. Rosalega góður."
Ólánsamur einstaklingur: "Gerðu það... ég bið þig... mig langar ek...."
Guðmóðirin leggur kökukeflið varlega á borðið en heldur þéttingsfast um annað handfangið og horfir stíft í augun á manninum.
Guðmóðirin: "Borðaðu... grautinn þinn!"
Ahh... ekkert jafnast á við ofurdrama á mánudagsmorgni eyy??
Litli snúðurinn fékk hið virðulega nafn Garðar Freyr. Garðar Freyr Valdimarsson. Hljómar vel. Skírður í höfuðið á don Gasso, afa mínum kærum. Ég, sem skírnarvottur og sérleg guðmóðir, átti í miklu basli með að halda neðri vörinni í skefjum þegar uppáhalds gamli hélt á litla múmínálfinum, hálf skjálfandi og biðukollan sömuleiðis.
Litli fíni frændinn minn. Stóra háværa fína fjölskyldan mín.
Hér er svo Dossan, Valdinn, Valdísin og glænýji Garðarinn.
Veislan var svaðaleg með meiru. Þvílíkt og slíkt át hefur ekki átt sér stað hjá undirritaðri í háa herrans tíð enda var úr miklu að velja. Veiiiiii. Þvílík hamingja.
Mömmupönnsur, eplakrumsið mitt (besta hingað til), ofurbananakaramellusprengjukaka (a la moi), muffins, skyrtertur, heitir réttir í tonnatali, rjómasprengjur, pestóbrauð, kransakökugleði, svaðalegasta skírnaterta hérnamegin Alpafjallanna, ostasalöt, ávextir... guð minn góður. Hvernig er ekki hægt að éta þetta allt?
Kemur í ljós að það er barasta ekki... ekki hægt!
Ég fór eina ferð, svo tvær... þegar ég var búin með sjöttu ferðina ákvað ég að nú væri komið gott og fékk mér einn kaffi.
En það var ekki komið gott. Ónei. Ó hvað ég var grunlaus á þessum tímapunkti um hvað átvaglið væri að plotta. Pillið gott fólk, ég mun aldrei losna við pillið.
Til að gera langa sögu stutta þá var ég ennþá södd þegar ég vaknaði í morgun.
Þetta var góður og gleðilegur dagur. Svo mikið er víst.
Tók annars svaðalegan intervalhring í morgun. Mæli með honum. Æp og vein í fótleggjum, miðju, öxlum og þríhöfða.
5 sek hvíld, 40 sek í vinnu, 3 umferðir af eftirfarandi og alls 18 mínútur. Skuluð gefa vel í í þessari.
- Hnébeygja með hoppi - hoppa saman með fætur og beint niður í hnébeygjuna aftur. (27, 23, 23)
- Sumo armbeygjur - Armbeygja og þegar þú þrýstir upp, lyfta upp hægri hendi. Svo önnur armbeygja og þegar þú þrýstir upp fer vinstri upp. Alltaf hafa 90° á olnboganum. Sundur með fætur. (12, 8, 7)
- Rassabrú, vinstri upp. Liggja á baki, vinstri fótur upp og þrýsta mjöðmum upp. (30, 28, 27)
- Rassabrú, hægri upp. (30, 28, 27)
- Froskur með armbeygju + hoppi, á einum fæti. Vinstri. (8, 7, 7)
- Froskur með armbeygju + hoppi á einum fæti. Hægri. (8, 7, 7)
- Liggja á baki með hendur á hnakka og standa upp án þess að nota handleggi. Hratt. (12, 8, 8)
- Neðsta staða armbeygjunnar, halda bringu eins nálægt gólfi og kostur er á og lyfta fótleggjum upp til skiptis. (24, 22, 23)
Var sveittari en Hlöðver grís og kátari en þessi sem sprakk úr hamingju þarna um árið þegar ég komst heim í grautinn. Sami gamli kaffi-hvító nema... aha... heslinetusýrópið góða!
Og já, það var sko "góða"!
Með kaffinu... ohhh. Hafragrautarhimnaríki.
Redda mér heslihnetum næst sem "Knúsið" í grautinn.
Nákvæmlega 87 gr. eggjahvítur takk! 20 gr. hafrar, 1 msk chia, 1 tsk hörfræ og vatn inn í öbba með hrærustoppum. Út kom dýrðin og við hana var blandað kanil, salti, Néscafé, vanilludropum og heslihnetusýrópi. Toppað með möndlum og fersku, glænýju kaffi. Oojjjjj hvað hann var góður í morgun. Uss.
Fann líka þessar krúttusprengjur í Hagkaup. Eflaust til á fleiri stöðum. Kosta meira en eggjabakki samt sem áður svo ég mæli með Garranum og risadunki af hvítum þaðan. En þessi litli peli friðar eggjarauðu-sálina eilítið.
Jæja mín elskulegu bestu. Játningar á játningar ofan. Helgin tækluð í rituðu máli og myndum. Euan vinur minn, hinn ástralski súper kokkur, kemur í átheimsókn í vikunni. Verður spennandi að sjá hvernig hann plummar sig í sláturtíðinni, Hrefnuáti og sviðasmjatti. Þið megið sko alveg búast við allskonar séríslensku fæði á þessari síðu á næstunni.
Annars eru mjög spennó tímar framundan. Allskonar gleðilegt að fara að eiga sér stað og ég mæli með því að þið fylgist með! Held ykkur eigi eftir að finnast svolítið sniðugt það sem komandi mánuðir bera í skauti sér og með ykkar hjálp verður það ofur.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Svindl, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 21:34 | Facebook
Athugasemdir
Sniiiiilld! Nesbú eggjahvítur í temmilegum umbúðum :) hvílíka hamingja! hef keypt mér garrann en það hlaut að vera tímaspursmál þar til þetta kæmi í búðir. Farin í Hagkaup!
Magga (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 13:02
Oh ég er svo mikill auli að ég veit ekki hvað gnarrinn er....? En í hvaða hagkaup fannstu þessa snilld? Ég nefnilega er svo lítið hrifinn af rauðum, en eeelllssskkaaa hvítur á grautinn minn:)
Ásta Sigrún (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 13:54
Magga: Svaðalega fínt nefnilega! Eru hinsvegar svolítið dýrar.
Ásta Sigrún: Garri er heildverslun sem selur eggjahvítur í risadúnkum. Linkur á síðuna þeirra hérna til vinstri.
Fann þessar í Hagkaup Garðabæ. Var hinsvegar einhver að segja mér að þetta væri í Fjarðarkaupum líka. Hef ekki leitað eftir þessu í Krónunni.
Og já - hvítur í grautinn gera hann gleðilegan!!
Elín Helga Egilsdóttir, 23.8.2010 kl. 14:13
Þetta hefur verið til (on og off) í Hagkaupum í þó nokkur ár (líka bara rauður). En einmitt kostað marga pjéninga!
Hef séð þetta í Fjarðarkaup þegar ég dett þar inn .. það er nú allt mögulegt og ómögulegt til þar
Mér finnst alltaf jafn gaman að þú nærð að gera hafragraut áhugaverðan. Ég hugsa reglulega .. "mm ég þarf að prófa þessa útgáfu" og er ég ekki mikil grautar manneskja. Takk fyrir skemmtileg blogg og góðar hugmyndir
Ásta (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 15:05
Heiðrún Fitness-ofurpía er oft að selja hvítur í 2ja lítra brúsum á 2000. Þær er hægt að frysta þar sem brúsinn endist í um 10 daga eftir opnun.
Laggi (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 15:30
Ásta: Skondið hvað maður er ekkert að spá í þessu fyrr en maður fer í raun og veru að... jah.. spá í þessu. Jesús. Greindin svoleiðis lekur af mér hérna.
Laggi: Garri selur 1,5 lítra á 1400 minnir mig. Segir reyndar að þetta endist í 7 - 10 daga eftir opnun - ég hef þó haft mínar inn í ísskáp töluvert lengur en það og þær voru barasta fínar Fékk amk ekki í magann eða dularfulla kippi í útlimina.
Ekki enn amk... hoho
Elín Helga Egilsdóttir, 23.8.2010 kl. 15:42
Það var of alltof mikið matarklám í þessari færslu...sjæse þessi bananakaka og eplakrumsið.... sjitturinn titturinn. Þar sem ég sit hér með bumbuna eftir át gærdagsins var ekki laust við að blygðunarkenndin léti á sér bæra og næstu helgi beðið með slef í munni.
Ég vil eigna mér smá heiður af sölu eggjahvítna í Hagkaupum því eiginmaður Naglatúttu er innkaupastjóri og var þvingaður í þetta verkefni af spúsu sinni :)
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.8.2010 kl. 15:47
Fyrir stór-eggjahvítuétara þá mæli ég eindregið með eggjunum frá Elliðahvammi, http://www.hvammur.is/egg/egg.htm. Eggin er eru nýorpin og miklu stærri en venjuleg egg sem maður kaupir út í búð og þau eru ódýrari. 30 egg kosta þúsund kall. Egg geymast nokkuð lengi og því kaupi ég yfirleitt svona 120 egg í einu. Já, ég er frekar klikk! ;)
Svo er líka bændamarkaður í Laugardalnum, http://www.frulauga.is/. Þar er hægt að kaupa brúnegg ódýrari en í búðinni. Maður getur líka sparað meiri pjéning og komið með gamla bakka og fyllt á. ;)
Takk fyrir alla góðu grautana, ég get borðað endalaust haframjöl fyrir vikið. :)
Finnur
Finnur Þór Erlingsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 16:00
Ragga: Þetta var foodporn út í gegn og vá - vá hvað ég naut þess vel. Pönnsurnar maður. Pönnsur með eplakrumsi í og rjóma... súkkulaðikaka með ávaxtabættu rjómagumsi og kókosbollu... þú trúir því ekki hvað ég át!! Viðráðanlegar eggjahvítustærðir eiga heiður skilið og þið, snillingarnir ykkar, fáið stórt og feitt klapp á bakið fyrir þessa snilld!! :D
Finnur: Æðislegar, æðislegar upplýsingar!! Bestu þakkir fyrir þetta minn kæri. Kannast hið snarasta :) Líka snilld að geta skilað bökkum og fengið X margar eggjahvítur.
Ohhh hvað það er fínt að fá svona innskot. Þetta var æði!
Elín Helga Egilsdóttir, 23.8.2010 kl. 16:06
Hæ skvís
Hvernig er með intervalhringinn er ekki upphitun áður? Tekurðu ekki bara eina æfingu í einu t.d. bara armbeygjur 10 - 10 - 8? og svo næsta æfing??
Hey og takk enn og aftur fyrir síðuna...hún er bara snilld :O)
Sól (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 17:28
Sól: Jújú, hita upp áður. Ef ég er ekki í ræktarhúsi þá hleyp ég smá spöl, tek kannski jumping jacks, smá dynamic upphitun líka - liðka öll liðamót. Tekur kannski 5 - 10 mín eftir atvikum.
Þennan interval tók ég í beinni línu eftir æfingum. Fyrst æfing 1 í 40 sek, svo 5 í hvíld, svo æfing 2 í 40 sek, svo 5 í hvíld ofr. Svo endurtek ég í tvígang.
Þú mátt samt hátta þessu eins og þér þykir best. Ef þú vilt klára eina æfingu alveg, þá er það alveg jafn gott :)
Elín Helga Egilsdóttir, 23.8.2010 kl. 19:17
sæll, ég þarf ég greinilega að komast einhvern veginn í matarboð til þín miðað við myndirnar úr veislunni, NAAAAAAMMI!!! :)
ég dýrka bloggið þitt :) en hvernig væri nú fyrir okkur hin að fara að skella inn fyrir/eftir myndum þar sem þú ert nú orðin alveg þrusugella ? :)
Sylvía (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 19:53
Þú ert alveg mögnuð elsku manneskja. Ótrúlega gaman að lesa þessi blogg þín.
Margir búnir að biðja um fyrir eftir, komin pressa á þig ;) Eg væri sko alveg til í það líka og jafnvel upptalningu á því sem þú setur í eplakrumsið? Hvað gerði t.d. þetta eplakrums að því besta?
Ég er mjög veik fyrir eplakökum. Besta sem ég fæ! :)
Pála (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 20:23
Kökurnar tvaer:
eru mjög skemmtilegar!! Bananakakan er hreint ótrúlega bananas. Smartieskakan er sprenghlaegileg líka thví hún er svo hrottalega anal.
Thetta er örugglega analasta smartieskaka í heiminum. Thad er alls ekki slaemt heldur alveg snilld. Réttur litur á réttum stad. Forminu fylgt og svo er hlaupinu radad svo skemmtilega. Auka hlaup til thess ad binda saman hringformid og kökulagid!! ALGER SNILLD!! Hver er listamadurinn/konan??
Hungradur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 22:23
Ahhh já! Klessurnar!
Bananakakan er ein af þessum "Hvað er eftir í ísskápnum" kaka og "Felum ljótu karamelluna með bönunum" - en bragðið var stórgott! Elska svona allt í einu gums.
Stjörnukökuna föndraði hún móðir mín fyrir "stóru" systur litla snúðs. Hún fékk sína eigin köku skvísan og var skelfilega ánægð með hana. Lét alla vita að þetta væri sko hennar kaka og að fólki væri velkomið að þiggja sneið. :)
Þar af leiðandi er hún skreytt svona "ANAL" - hún var til að gleðja lítið 4ja ára stelpuskott ;)
Elín Helga Egilsdóttir, 23.8.2010 kl. 22:42
Sylvía: Any tæm! Sendi þér hugskeyti næst þegar ofurveislu ber að garði!
Pála: Já, eplakrumsið. Ótrúlegt en satt þá mældi ég í þetta skiptið.
8 niðurskorin epli, 1/2 bolli sykur, 1/4 bolli hveiti, tæplega 1 msk kanill (því ég er sjúk), 1/2 tsk múskat, tæplega 1 tsk rifinn sítrónubörkur, 1 msk sítrónusafi. Allt saman í skál, hræra og svo krumsið yfir. Krumsið er svo samt við sig :)
Ég loooofa. Fyrir og eftir alveg á leiðinni :)
Elín Helga Egilsdóttir, 23.8.2010 kl. 22:45
Thad sést langar leidir ad gód módir med gullhjarta hefur alid thig upp. Ég get sett mig í spor litlu stelpunnar...ég hefdi ordid aldeilis hamingjusamur med thessa glaesilegu og litríku köku.
"Bananakakan er ein af þessum "Hvað er eftir í ísskápnum" kaka og "Felum ljótu karamelluna með bönunum" - en bragðið var stórgott! Elska svona allt í einu gums.
He he....mér hafdi dottid thad í hug ad sú hefdi verid ástaedan
Hungradur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 15:50
Ohh já hún mamma... hún er svoddan eðaleintak þessi kona. Bara det beste som er! :)
Elín Helga Egilsdóttir, 25.8.2010 kl. 10:19
Mig langar svolítið að prófa eplagleðina þína með krumsinu!
Semsé - þú blandar öllu sem þú telur upp saman og setur svo smjör/hveiti/sykur blönduna ofaná? Eða seturðu karmelluna á milli sem þú notar í uppskriftinni sem þú gefur upp í uppskriftasafninu þínu?
Annars lítur þessi færsla syndsamlega vel út - nammipúkinn á öxlinni dansar stríðsdans núna, sverða!
Meðal annarra orða, hefurðu prófað að breyta krumsinu þannig að þú setur ca 1/2 hafra (og jafnvel meira) á móti hveitinu? Það er alveg rosalega gott! Hef nefnilega oft gert svona epli með krumsi og svo hinu og þessu skellt út í eftir behag, en finnst hafrarnir gera krumsið ennþá meira spennandi.
Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.