21.8.2010 | 14:02
Og hvað skal barnið heita?
Á morgun fáum við að vita það!
Þangað til þarf ég að búa til eina köku og mamma pönnsurnar sínar.
Morgunmaturinn var æði fínn. Kem til mað að útbúa þetta aftur. Ekki of sætt, ekki of súrt, áferðin fullkomin. Skyrbragðið rétt tónar á móti sýrunni og sýrópið dregur svo niður í öllu heila klabbinu og gerir þetta fööööllkomið. Hrært saman fyrir rækt, inn í ísskap og gúllað klukkutíma seinna.
Samanstóð af kannski 200 gr. skyri, gommu af vatni, 2 töppum sykurlausa ofursýrópinu, 1 msk chia, 1 tsk muldum hörfræjum, Ómægdo3 lýsi og sítrónuberki.
Hversu mikinn sítrónubörk ég notaði er hægt að sjá á þessari illa förnu sítrónu.
Hún var röspuð á víð og dreif og lítur nú út eins og dalmatíusítróna.
Greyið.
Jæja. Út í sólina - búðina - baka..na?
Var annars að klára yndælis peru og lúku af möndlum.
Perur og möndlur eru góðir... góðir félagar! Það samband skal rækta!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Holla fitan, Skyr, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 21:34 | Facebook
Athugasemdir
Ó þú ybbsilon áttavillta guðmóðir, Indælis peru - sko I, i en ekki y
Takk fyrir baksið - þið eruð sko bezzztar í heimi, famelían mín!
Dossan (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 00:18
Ég myndi skrifa nafnið mitt með ybbsilon ef ég vissi ekki betur!
Baks er sjálfsagðara en ís á heitum degi... we lof jú long tæm
Elín Helga Egilsdóttir, 22.8.2010 kl. 04:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.