19.8.2010 | 15:40
Hnetur betrumbæta
Nema þú sért með ofnæmi. Þá skulum við ekkert ræða það neitt frekar!
En þessi ófögnuður...
...ásamt tveimur lúkum af þessum fögnuði!
Gerir ófögnuðinn boðlegan átvaglinu. En það þarf að fylgja hnetugleði hverjum bita, annars fer hann ekki niður.
Eftirfarandi áthallæri á sér einungis stað þegar hreina skyrið blessað gleymist heimavið og húkir grátandi í frystihúsi Gúmmulaðihallarinnar.
Glöggir tóku svo væntanlega eftir því að ófögnuðurinn var myndaðu eftir át.
Sjóleiðis hallæri á sér stað þegar átvaglið vinnur matarbloggarann í einvígi.
Það sem þyrfti hinsvegar að eiga sér stað núna er ég, hoppandi eins og villikvikindi, út í sólina. Það sést bersýnilega á innihaldi og gæðum þessa pistils.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hnetur, Millimál, Skyr | Breytt 24.9.2010 kl. 21:33 | Facebook
Athugasemdir
ja godnat!
louis (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 16:11
Hmmmm... skyr með aspartami? Seturðu svoleiðis ofan í þig?
Daníel (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 21:14
Þegar hallærið er slíkt að einungis er um að velja aspartame skyr/hnetur og hrökkbrauð með sultu, þá vinnur skyrið þrátt fyrir væmnisbragð og almenna ógleði.
Ég á það líka til að setja ofan í mig áfengi, kaffi og einstaka kattarhár. Kattarhárin eru hinsvegar eitthvað sem ég ræð ekki alveg nógu vel við.
Elín Helga Egilsdóttir, 20.8.2010 kl. 08:10
Kattahár hefur nú engan drepið! Nema náttúrulega Hálfdán frá Neðri-Bryggju, en það þótti afar sviplegt fráfall.
Daníel (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 20:20
Aumingja Hálfdán heitinn. Hann átti aldrei séns... aldrei séns.
Elín Helga Egilsdóttir, 20.8.2010 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.