Grautur... kaffigrautur

Jebb!

Ég er um það bil komin með þetta.

Um það bil?

Ég held barasta að ég sé komin með þetta. Kannski nokkrar trillur í viðbót og þessi verður ofur. Í morgun var gumsið of gott til að sleppa því að tala um.

Var þó pínkulítið sein fyrir og myndirnar sem ég tók eru hundfúlar og leiðinlegar. Gera snilldinni lítil skil en ég ætla að sigta þær "fínustu" út.

Jæja, ekki fleiri afsakanir ungfrú, komdu þér að efninu kvenmannsbelgur!!

HOKAY

Til að kaffigrauta til sigurs, ætla ég að kynna til leiks félagana SVS og NC!

*trommusláttur*

Sykurlaust Vanillu Sýróp!!!

Það er æði! Af hverju vissi ég ekki að það væri til sykurlaust sýróp?

Ég hef sumsé komist að því að til að kaffigrautur verði ætur að einhverju leiti, amk fyrir mig og mína sérvitru bragðlauka, þá þarf að vera smá sætubragð. Hvort sem sætan komi í formi mjólkurfroðu/hunangs/þurrkaðra ávaxta eða hvað. Í leit minni að hinum heilaga sætara kaffigrauts rakst ég á þessa sýrópsgleði í Krónunni og skúbbaði henni með til prufu. Viti menn - ég sá ljósið!

Í flundurhamingjukasti tók ég ósjálfrátt einn frosk með hoppi viðstöddum til mikillar skelfingar. Það var mjög dularfullt viðbragð. 

Ætla að fjárfesta í samskonar Heslihnetusýrópi. Heslihnetur og kaffi gott fólk? Það skal prófað!

Sykurlaust vanillu sýróp

NesCafé!!!

Ójá!

Af hverju datt mér þetta ekki í hug fyrr?

Néscafé

Í morgun innihélt hræringurinn því 20 gr. grófa hafra, 1/4 bolla vatn, 1/4 bolla nýmjólk (átti ekki möndlu- eða fjörmjólk), 1 msk chia, 1 tsk mulin hörfræ og 2 eggjahvítur. Inn í örra þangað til þykkt er að þínu skapi, með einstaka hrærustoppi. Út úr hitabylgjaranum og snúa sér að viðbótunum -> Salta, Nescafé-a eftir smekk, 2 tappafyllir sýróp, kanill og hræra.

Ef þið vijið áferðar ofurgleði-megagrauta, þá mæli ég með því að þið leggið grunninn að þessari grautarsamsetningu á minnið. Grunnurinn verandi áður en viðbætur eiga sér stað. Þið sjáið ekki eftir því! Vökvamagn að sjálfsögðu eftir þykktarsmekk - þessi er í þykkari kanntinum a la Ella.

Kaffigrautur1

Hafragrautsskraut

Mjólkurfroða, nokkrar tsk. af nýlöguðu kaffi (það er geeeggjað), möndlur og kakóduft.

Að sjálfsögðu borið fram í hvítum Buddha!

Kaffigrautur2

Svo... gott! Svo, svo gott elsku bestu.

Möndlur, froða og kakóduft á kaffigraut

Milt kaffibragð með smá kanilsparki á móti örlítið sætri vanillu. Mjólkin vinnur flott á móti kaffinu í þessum graut. Þyrfti þó að vera þykkari og meira æðisleg froða næst. Líka gaman að fá smá nýlagað kaffi í skeiðina, hræðilega notalegt. Knús og kram frá möndlum og grauturinn, uss. Ef einhverntíman hefur verið partý í áferðaheimi átvaglsins, og ég veit ég segi þetta oft, þá var það í þessari skál.

Kaffigrautur.

Fyrirbæri sem komið er til að vera!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HVAÐ er eiginlega í sykurlausu sírópi?  Ertu til í að pikka innihaldslýsinguna hér inn?  "Sykurlaust" síróp hljómar nefnilega sem mótsögn í mín eyru

Soffía (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 11:12

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ekki neitt nefnilega! Eins og Coke Zero eða Pepsi Max. Úr hverju þetta er þá búið til veit ég ekki og hvort það sé gott fyrir þig eða ekki - í litlum mæli hlýtur það að vera í lagi.

Engar kaloríur, engin kolvetni... já. Ég skal taka mynd af innihaldslýsingunni. Smá sodium... en... annars bara... loft?

Elín Helga Egilsdóttir, 18.8.2010 kl. 11:36

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sjá hér!

NUTRITIONAL INFO

Serving Size 1 oz.
Amount Per Serving 25
Calories 0
Calories from Fat 0
Total Fat 0 g
Sodium 15 mg
Total Carbohydrates 0g
Sugar 0 g
Protein 0 g

Elín Helga Egilsdóttir, 18.8.2010 kl. 11:40

4 identicon

Verð bara að segja hvað ég elska þetta blogg

Fann heimasíðu þessara sírópsframleiðanda.

http://www.torani.com/products/vanilla-syrup

Dagbjört (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 15:13

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jáh, ákkúrat. Það er einmitt linkur á þessa síðu og sýrópið sem ég notaði í kommentinu mínu að ofan. Udirstrikaða orðið "hér".

Þetta er loftsykur, ég segi það satt. Hlýtur að leggjast á einhverja óæskilega staði ef notaði í óhófi eins og lærpoka og eyrnasnepla!

Elín Helga Egilsdóttir, 18.8.2010 kl. 15:21

6 identicon

UNDARLEGT!!

 Alla vega, eitthvað gerir þetta sætt og eitthvað gerir þetta þykkt.  Sæta hlýtur að vera sætuefni (annars mættu þeir örugglega ekki segja "sugarfree" eða hvað?).  Þetta er allt hið undarlegasta mál....   Er ekki sátt fyrr en ég kemst til botns í þessu máli!!!

Soffía (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 21:31

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta er sætt jú, en þykkt... ekki sýróps þykkt :)

Meira eins og... maple syrup hvað áferð varðar.

Elín Helga Egilsdóttir, 18.8.2010 kl. 23:52

8 identicon

takk fyrir æðislegt blogg og hefur maður lært mikið af þér en aldrei þessu vant hef ég uppgötvað eitthvað langt á undan :D

nota þessi sýróp hiklaust til að bragðbæta t.d. grautinn góða :D hefur jafnvel farið útí að maður fái kökudeigsfíling þegar vel tekst til :D

eflaust ekkert hollt þetta sýróp ef maður fer að drekka heilu og hálfu flöskurnar :D en einn og einn tappi útí graut, kaffi eitthvað er eflaust í lagi :D

Lilja (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 09:19

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

HOLYMOLYNESS

Lilja... sitja á sýrópinu eins og ormur á gulli!! haha ;)  Deila svona krúsjal upplýsingum með grautargúbbum eins og sjálfri mér.

En ég er sammála. Þetta er snilld. Heslihnetugleðin er í sjónmáli. Ég varð alveg hryllilega kát þegar ég prófaði þetta í kaffigrautinn minn, endurtók kaffileikinn meðal annars í morgun. Mjög gott.

Elín Helga Egilsdóttir, 19.8.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband