Létt og góð grænmetis og kjúklingasúpa

Ég elska súpur.

Ég elska líka mömmu mína. 

Mamman mín + súpur = Amen.. oh lord... haleluujah...

Það er eitthvað guðlegt við þetta dúó, það verður bara að segjast.

Hún gerir bestu súpur í heimi. Humar-/kjöt- og Osso búkkó þar efst á lista. Ógvöð.

Bara það að hugsa um þær fær munnvatnskirtlana í fúll svíng og hnén til að kikna. Ughhh!!!

Uppskrift og með því, vegna fjölda áskorana, beint frá ofursúpukvendinu komið.

300 lítrar af súpu

Létt og góð grænmetis og kjúllasúpa a la madre - fyrir 700 Spartverja

  1. Eitt stk. roðhænsn, skorinn í fjóra hluta. Hlutarnir kryddaðir og sett á þá smá olía. Síðan brúnaðir á pönnu. Lagðir til hiðar.
  2. Ekki minna en 14 gulrætur. Þær skornar í grófa bita; best að helminga eftir lengdinni og svo settar til hliðar. Þær bíða steikingar með lauknum.
  3. Laukur-aldrei minna en tveir venjulegir og aldrei minna en 4 hvítlauksrif. Þessir gaurar saxaðir og skornir, steiktir á pönnu með gulrótum þar til gljáandi.
  4. Kartöflur-frekar minni en stærri-10stk.
  5. 1/2 bolli brún grjón. 
  6. Smjörbaunir-ein dós. Síðust út í súpuna.
  7. Broccoli-einn sæmilegur haus skorinn í fleyga eftir endilöngu. Síðastur út í súpuna.
  8. Sveppir-eitt box frekar minni en stærri.
  9. Eitt gott búnt af vorlauk, en hann fer síðastur út í súpuna.

Aðferð:

Þegar búið er að steikja pútu, gulrætur og lauk, þá er stór pottur tekinn fram. Í hann fer einn og hálfur líter af vatni sem hefur verið sett í kjúklingakraftur (Oscar-tvær msk.) og 3 box af Knorr grænmetiskrafti. Síðan fer pútan út í og hún soðin dólgslega í 40 mín.

Átvaglsinnskot 

  • Dólgslega soðið fiðurfé er mjög mikilvægt í þessari uppskrift - helst þannig að tryllingslegur stríðsdans fylgi í kjölfarið. 

Síðan fara kartöflur og grjón útí og 5 mín. seinna, laukurinn og gulræturnar. Soðið áfram í tuttugu mínútur. Þá fylgja baunir, broccoli, sveppir og vorlaukur. Ekki sjóða allt heila klabbið í meira en 65 til 70 mín. Frá byrjun til enda. (tékka hvort kartöflurnar séu í gegn). Þetta er allt kryddað eftir smekk og ekki gleyma Maldon saltinu!

Annað atriði, mjög mikilvægt: Muna að passa upp á bein þegar maður borðar kjúllasúpu. Ekki borða svo græðgislega að beinið standi þversum í kokinu.

Annað... átvaglsinnskot

  • Fyrir utan þá mjög svo truflandi staðreynd að þú gætir í raun kafnað, þá er önnur, næstum meira, truflandi staðreynd að það gæti reynst hryllilega erfitt að borða meira af súpunni með kokið stútfullt af beinum! Já nei, við viljum ekki trufla einbeitinguna við átið á þann hátt!

Bon appetit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bon appetit!

fra i Taiwan !

louis (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 11:52

2 identicon

"munnvatnskirtlana í fúll svíng" myndin hafdi sömu áhrif á mína kirtla.

Hungradur (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 14:10

3 identicon

Ástarþakkir fyrir þessa súpuuppskrift. 

Hún verður reynd fyrr en seinna

Bestu kveðjur,

Sólveig

Sólveig Aradóttir (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 18:58

4 identicon

Þú átt ekki uppskrift að einhverrp æðislegri gúllas/kjötsúpu?

kolla (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 19:01

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Fúll svíng alla leið - góð var súpan. Uss.

Solla: Ohh mín var nú ánægjan mín kæra. Vona bara að þú njótir vel, breytir svo og betrumbætir eftir eigin smag og behag -  ofurkokkur sem þú ert nú sjálf :)

kolla: Jú það held ég nú. Skal henda inn við tækifæri :)

Elín Helga Egilsdóttir, 14.8.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband