22.8.2010 | 17:45
Marzipan mascarpone ostakaka með súkkulaðihjúp
Vakna, búðast, baka, sturta, skírn, át, meira át, ofát, heim, syfja, leti = sunnudagsóhollustupistill.
Ef þér þykir marzipan gott þá klikkar þessi ekki.
Þannig er það nú bara. Ég lýg ekki... hún er... djöðbilaðslega fín!
Botn
200 gr. hobnobs, hafrakex, hvað sem er.
1/2 bolli bráðið smjör
1/4 bolli púðursykur
100 gr. möndlur, ristaðar upp úr smá af smjörinu og saltaðar
Fylling
250 gr. 60% marzipan
1/2 bolli sykur
680 gr. rjómaostur. Ég notaði 500 gr. mascrapone, 180 gr. rjómaost.
5 egg
Innan úr einni vanillubaun
1 tsk vanilludropar
3/4 tsk möndludropar
Aðferð
Botn
Allt í matvinnsluvél nema bráðið smjerið. Hræra þangað til smátt, þá hræra smjörinu samanvið og loks þrýsta ofan í 23 cm. smelluform og um það 2,5 cm upp kanntana. Inn í ísskáp á meðan fylling er útbúin.
Fylling
Í matvinsluvél hræra vel saman marzipan og sykur. Loks bæta við rjómaosti, vanillu og dropum og hræra þangað til vel blandað. Þá bæta eggjunum út í, einu í einu, og rétt blanda inn á milli. Ekki ofhræra.
Hella loks gumsinu ofan á botninn og inn í miðjan 175 gráðu heitan ofn þangað til kanntarnir eru stífir, en um það bil 3cm hringur í miðjunni hristist. Láta svo kólna inn í ofni í 10 mínútur. Renna hníf með hliðum kökunnar til að losa frá móti. Kæla svo í bökunarforminu á rekka í um það bil klukkustund og svo inn í ísskap í allt að 4 daga.
Ég keypti Anton Berg súkkulaði. Skar niður í litla bita og raðaði ofan á kökuna fyrir bakstur. Þrýsti svo ofan í fyllinguna og bakaði þannig.
Þar sem þessi bjútíbomba var á leiðinni í matarboð, óformlegt matarboð, en matarboð engu að síður, þá skilaði ég módelinu að sjálfsögðu aftur á sinn stað.
Voila. Marzipan ostakaka með súkkulaðisósu og rjóma.
Ég borðaði þessa sneið... aðra til... og svo um það bil 1/4 af allri kökunni eftir að ég andaði hinum tveimur sneiðunum að mér. Þið megið geta ykkur til um magn rjóma sem fylgdi með.
Mmmhmmmarzipan!
Já... ég nota z.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur - "óhollt", Svindl, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 21:28 | Facebook
Athugasemdir
Ég veit það segja þetta margir en ég bara elska þetta blogg.
Heilsusamlegt líferni með óhollustu skoti inn á milli og ekkert smá flottar uppskriftir frá báðum hliðum. Þú ert alveg frábær.
Þessa ætla ég að búa til. Ég elska marsipan.
Takk!!
Steina (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 21:15
Girnileg uppskrift!
Og hvað heitir svo barnið? ;)
Þú ert svakaleg hvatning og ég var að pæla hvort það væri ekki stemning fyrir því hjá þér að skella í eins og eitt stykki before & after færslu? Svona okkur hinum til enn meiri hvatningar?
Annajo (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 22:50
Steina: Bestu þakkir fyrir þetta mín kæra - þessi kemur ekki til með að svíkja. Ég lofa því.
Annajo: Litli stubburinn Garðar Freyr. Sérlega virðulegur og fínn.
Er annars alltaf að bæta við og breyta og laga til þennan blessaða fyrir og eftri pistil minn. Hann er búinn að vera í bígerð og myndasöfnun í nokkrar vikur blessaður ;)
Elín Helga Egilsdóttir, 23.8.2010 kl. 12:26
Held svei mér þá að mér þyki skemmtilegra að lesa pistlana ykkar Röggu Nagla heldur en að gúffa í mig gúmmelaði á kvöldin! Þvílík hvatning og spark í rassinn alltaf hreint... Er líka búin að taka mig á í styrktaræfingum og fór loksins að sjá árangur (jafnþung en helmingi ánægðari).
Hrefna (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 14:28
Hrefna: hahahah... það var þá að skvaldrið í okkur kæmi í stað fyrir nart og nammiát! Helvíti líst mér vel á það :D
En alltaf gaman að heyra að blessað ramblið skili árangri. Ekkert sem gleður mig meira og eðalfínt að heyra með árangurinn hjá þér! Til hamingju með þetta kona!! :)
Elín Helga Egilsdóttir, 23.8.2010 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.