Léttir dagar

Ég er enn forviða.

Jú, hef náð því geypilega markmiði að verða svöng í dag en ekki í neitt sérstakt. Veit ekki hvað ég gerði af mér um helgina, en eitthvað óæskilega hroðbjóðslegt hef ég náð að innbyrða. Dagurinn í dag hefur verið æði léttur og laggóður. Samt sem áður líður mér eins og 100,4 flóðhestum hafi verið raðað ofan á hausinn á mér og uppblásinni blöðru komið fyrir í bumbunni.

Másandi hvásandi hveli - ef ég þyrfti að fara í Kampið núna myndi blöðrukvendið hvellspringa í fyrsta frosk. Eigi yrði það fögur sjón!

Ughhh! Fnas! Hrmph! Blagh!

Kjúklingasúpa og grænmeti fyrir 700 manns. Dugar okkur Ásbúðingum í 4 daga. For helvede. Léttara verður það nú varla...

300 lítrar af súpu

Geypilega góð

...nema ég gleypi súrefni í tonnavís.

Fyrr mun þó frjósa í helvíti áður súrefni verður það eina sem ég ét. Þarf ansi margt að ganga á áður en sá dagur rennur upp. Áferðar- og bragðlaust með eindæmum.

Mjög hitaeiningasnautt.

Frekar japla ég á sítrónuberki!

Bwwlaarggh!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá girnileg súpa :) einhver sérstök uppskrift ;) ?

Harpa Sif (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 20:50

2 identicon

já namm..  ekkert smá girnileg .. væri líka til í uppskriftina..

Annars er ég komin með æði fyrir grænkáli.. japla á því eins og rolla á beit... ótrúlega gott og góð tilbreyting frá iceberginu. Er frá Móður jörð og ég fékk það í krónunni :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 21:03

3 identicon

Ég borða bara súrefni, ahmahm!

inam (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 07:15

4 identicon

Vona að matarlystin þín fari nú að láta sjá sig!

Halla (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 07:56

5 identicon

Þvílíkt hitaeiningabruðl að vera að fá sér O2 á virkum degi. Ég læt mér bara H nægja. Hrmpf!

Erna (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 09:32

6 identicon

Mm já girnó súpa!  Væri líka til í uppskrift

Ásta (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 09:38

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég skal reyna að redda uppskriftinni hið snarasta. Þetta er ofursúpa að hætti móður minnar - súpugerðarkvendi með meiru. Uhh.. gerir besti súpur í heimi!

Inam: Ég ætla að reyna að ljóstillífa næsta sumar. Legg ekki alveg í það núna.

Halla: Hún er á leiðinni! Hlakka t.d. miiikið til að komast í hádegismat ákkúrat núna ;)

Erna: Ég veit. Þetta er endemis frekja - kannski ég reyni að sætta mig bara við "h". Lítið meira að segja.

Elín Helga Egilsdóttir, 11.8.2010 kl. 10:33

8 identicon

Mmmm mig langar í svona súpu núna í hádegismat! :Þ  Styð það að sníkja uppskrift :)

Takk annars fyrir skemmtilega pistla og frábærar uppskriftir, alltaf gaman að lesa hugleiðingar fólks í sömu "heilsu- og hreyfipælingum" og maður sjálfur :)

Kv Harpa

Harpan (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 12:36

9 identicon

Mikið er þetta hrikalega girnileg súpa.  For helvede  

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 15:13

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Harpan: Uppskrift on it's vei og takk fyrir mig! Sammála, alltaf gaman að sjá hvað aðrir gera, græja og pæla

Sólveig: Oghh.. hún var svaðaleg! Svaðaleg segi ég! Elska súpur.

Elín Helga Egilsdóttir, 11.8.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband