Tímamót

Almáttugur.

Ég skil þetta ekki.

Ég er svo hissa... að ég varð að blogga. Ég er ekki einusinni með mynd handa ykkur í öllu hissinu.

Ég bara varð að deila þessu.

Grautur klukkan 8. Eins og vanalega.

Ofursvengd átti sér stað klukkan 11:00. Eins og vanalega.

Ofursvengd svalað með kannski 2/3 af 140 gr. hambó og tonni af grænmeti. Ekkert meira en vanalega.

Síðan þá hef ég ekki fundið fyrir hungri!

Ekki einusinni smá!

Shocking

Ég fékk mér samt skyr og hnetur klukkan 3.

Ég fékk mér samt eina Fitty með tómötum fyrir æfingu.

Ég fékk mér samt þorsk og kartöflur eftir æfingu.

Ég hefði samt vel getað verið án þess. Skyrið hefði reddað mér fram að kvöldmat.

Ég bara...

...á ekki orð!

Ég veit það er "rétt" að borða minna og oftar.

Það er bara ekki nærri því jafn skemmtilegt að borða ef maður er ekki pínku svangur til að byrja með. Engin sérstök lyst. Engin sérstök át-ánægja.

Ég vona að þetta sé einsdæmi.

HVAR ER SVANGIÐ MITT?

Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég kannst við þetta! Horfði einmitt á klukkuna í hádeginu og hugsaði ,,ég verð að borða núna" en var samt ekkert svöng hehe en samt hafði ég bara borðað temmilega um morguninn :/ lítið, rétt og oft :) segi það með þér - ekki jafn skemmtilegt að borða þegar svengdin er ekki til staðar

Harpa Sif (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 22:30

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Alveg ömó! Var miður mín í gær sökum skorts á át-áhuga.

Vona að þetta verði orðið gott í dag. Gengur ekki svona. pff..

Elín Helga Egilsdóttir, 10.8.2010 kl. 09:23

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég held ég sé búinn að leysa málið...

Þessi setning er eflaust röng..

Ofursvengd svalað með kannski 2/3 af 140 gr. hambó og tonni af grænmeti. Ekkert meira en vanalega.

Átti að vera..

Ofursvengd svalað með kannski 2-3 af 140 gr. hambó og tonni af grænmeti. Ekkert meira en vanalega.

Svona er þetta þegar maður setur / í staðin fyrir -.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.8.2010 kl. 10:57

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

hahahah

Satt!

Mikið rétt!

Hambó skal aldrei éta nema nokkrir séu! Aldrei minna en tveir á einu bretti! 

Elín Helga Egilsdóttir, 13.8.2010 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband