Móaflatarkjúlli taka 208377388716...n

Þar sem Spaghettifjölskyldan kemur saman, þar er borðað!

Ég náði mynd af rækjukokteil a la amma áður en honum var alveg stútað.

Rækjukokteill

Sömu sögu er ekki hægt að segja um kjúklinginn og Móaflatarmeðlætið. Hvað þá dúkinn. Hamagangurinn var svo mikill að úlfarnir tættu upp borðið með óhljóðum, búkhljóðum og einstaka urri.

Minn... kjúklingur

Hver sér um sig í þessum átfiestum og þeir sterkustu fá mest að borða!! Ójá! Magn af mat sem hægt er að gúlla skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli í þessum efnum. Við vitum ekkert hvað það er að vera fjölskylda, siðmenntuð eða þolinmóð þegar þessar veislur eru haldnar. "FRÁ.. NEI... ÉG VAR FYRST.. KOMDU MEÐ ÞESSA KARTÖFLU - LEGÐU KJÚKLINGALEGGINN FRÁ ÞÉR.. MJÖG.. HÆGT" Spaghetti í hárinu, sósa í eyrunum, kjúlla og kartöflum stungið í vasann ...

Amma að ræna og pilla

...vondu frönskurnar skildar eftir...

evil fries

...sötrað...

spaghettisen

...drukkið...

Sósan drukkin með röri

...verksummerki...

verksummerki

...slátrað...

slátruðum púddunni

...sleikt...

Sykurteitur

...meiri verksummerki og eitt einmana spaghetti að reyna að flýja...

Spaghetti að reyna að flýja

...ÉTIÐ!

Allt horfið

Meira að segja eftirréttirnir áttu ekki séns í myndatöku! Allt eftirátsísskrautið og ísinn er horfið af borðinu.

eftirréttaleyfar

Afgangs kökur síðan í ofurbakstrinum í gær. Svo veðbjóðslega góðar! Ojbara!

Mmmhmmm

15 mínútum, 1 kg af spaghetti, 5 púddum, 2 lítrum af sósu, 1 kg af kartöflum og epískum eftirrétti síðar! Elskubesti sætaðasti nýjaðasti spaghettifrændinn. Lundi í öllu sínu veldi. Yndislega fínt eintak.

Og já, þetta tók bara 15 mínútur. Ótrúlegt að þessi litla púpa eigi eftir að umbreytast í Móaflatarkjúllaætu á komandi árum.

Lundi litli

Og uppáhalds minnsta frænkan en stærsta systirin, Valdísin mín.

Litla fína frænkan

Jebb, þetta er án nokkurs vafa litla frænkan mín!! Cool

Rjóma takk

Buxnastrengurinn orðinn þrengri. Fitumúrinn sprengdur, dáinn... grafinn! Stopptakinn óvirkur.

Allt of langt síðan við Móaflatarkjúlluðum síðast.

Þetta var ekkert.... nema gott!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband