Vanillu mascarpone ostakaka með möndlubotni

Svona af því að það er að koma helgi.

Gerið þessa í dag, borðið hana á morgun.

Þið sjáið ekki eftir því! 

Vanillu mascarpone ostakaka með möndlubotni

Ofur ostakaka með vanillubaunum

Botn

200 gr. hobnobs, hafrakex, hvað sem er.

1/2 bolli bráðið smjör

1/4 bolli púðursykur

100 gr. möndlur (væri æðislegt að salta þær og rista áður - þá sleppa saltinu hér að neðan)

Smá salt, eftir smekk

Fylling

900 gr. rjómaostur (ég notaði 250 mascarpone)

1 bolli sykur (200 gr. um það bil)

3 msk hveiti

5 stór egg við stofuhita

1/3 bolli rjómi

sítrónubörkur eftir smekk

1 tsk vanilludropar

Baunir innan úr 1 vanillustöng

Toppur - hræra saman í lítilli skál

1 dolla sýrður rjómi

2 msk sykur

1/2 tsk vanilludropar

 

Aðferð

Botn:

Allt í matvinnsluvél nema smjör. Mylja smátt og bæta svo smjöri út í í restina. Hræra saman þangað til úr verður smávegis deig eða bolti. Þrýsta í 23 cm. smellukökuform og upp með hliðum. Kannski 2,5 cm upp með hliðum. Setja inn í ísskáp á meðan fylling er útbúin.

Mmmhmmm

Fylling (tips, hræra á mög hægri stillingu, þú vilt ekki fylla degið af lofti):

Rjómastur -> hveiti í hrærivél. Hræra þangað til vel blandað, 2 - 3 mínútur. Bæta þá við eggjum, einu eggi í einu, og hræra í blöndunni á milli. Bæta þá við rjóma, sítrónuberki, vanilludropum og vanillubaunum og hræra þangað til vel blandað. Taka botninn út úr ísskáp, hella fyllingunni í og inn í miðjan 175 gráðu heitan ofn í 15 mínútur. Lækka þá hitann í 120 gráður og baka þangað til hliðar kökunnar eru stífar og gylltar, en miðjan enn nokkuð blaut. Ef þú kemur við kökuformið þá hristist miðjan smá. Um það bil 1 - 2 tímar, ágætt að byrja að fylgjast með henni eftir 1,5. Ég var með mína inni í um það bil 2 tíma.

Taka dýrið út úr ofninum og bæta toppnum ofan á heita kökuna og aftur inn í ofn í 15 mín.

Taka þá út, losa hliðar kökunnar frá formi með hníf svo ekki komi rifur í kökutoppinn þegar hún kólnar (hún skreppur smá saman) og leyfa að kólna smá í smelluforminu. Setja þá inn í ísskáp (enn í smelluformi) og leyfa að kólna yfir nótt. Best að gera kökuna deginum áður og geyma jafnvel í sólarhring inn í ísskáp.

Mmmhmmm

Svo bara skreyta, gleðjast og borða eins og hugurinn girnist.

Ég bjó til karamellu og hafði með þessu vanillurjóma og bláber. Það var æði!! Og þessi kaka! Fyllinging er algerlega... ohh my god! Hver biti þéttur og silkimjúkur. Vanillan skilar sér vel með smá hinti af sítrónu og smá jógúrtfílíngur í topplaginu. Stökkur saltur botninn er svo toppurinn yfir i-ið. Áferðahimnaríki, vá. Þið getið líka tvöfaldað botninn ef þið viljið meira af ofurkrami, ég ætla að gera það næst - botninn er nú alltaf svo mikið nohm. 

Ég þarf að prófa að útbúa fleiri ostakökur, svo mikið er víst. Amaretto/hvítt súkkulaði, kaffi, súkkulaði, banana/karamellu, hnetusmjörs, kökudeigs...

...óguð!!

Leit að hinni fullkomnu ostaköku er hér með hafin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ummmm...girnó. Prófa þessa e-tíman :) En langaði að spyrja þig. Er að skipta úr Udos í Omega-3 olíuna. Mælt er með 2 msk af Udos á dag en 1 tsk af omega-3. Veistu hvort það sé nóg, þ.e. 1 tsk á dag? Og tekuru þá lýsi með þessu? Ég tek alltaf C vítamín og múltívít líka.

Elísa (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 13:35

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hún er djöðveik þessi!

Ég tek yfirleitt omega3 lýsis töflurnar,  3 á morgnana og 3 á kvöldin. Stundum fæ ég mér omega3 lýsið út í grautinn á morgnana og læt það duga. Stundum á kvöldin líka ef ég er ekki búin að vera að "fiska" mikið. 

Ég tek hinsvegar ekki lýsi með. Læt þetta duga :)

Svo er það jú C og múltí. Eðalblanda :)

Elín Helga Egilsdóttir, 7.8.2010 kl. 14:26

3 identicon

Má ég spurja, kannski eins og algjör kjáni!

Í fyllingunni, þegar þú segist nota 250 mascarpone, notarðu það í staðin fyrir 900g rjómaost? Ætla mér sko að gera þessa köku, hún er of girnileg:)

Hildur (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 22:16

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

ahh.. þarf af 250. gr af mascarpone. Rest rjómaostur. :)

Sumsé, 650 rjómaostur og 250 mascarpone.

Elín Helga Egilsdóttir, 17.8.2010 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband